Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 21

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 21
FÁLKINN 21 Iiann ýmist hnyklaði brýrnar eða beil á jaxlinn og þrútnaði í framan. —----Vermundur — Verri sending gat ekki komið inn á liéimilið. Það var ekki um að villast. Þetta var hann Vermundur, hatrammasli óvin- ur hans, illgjörðamaður, svik- ari, lvgari. Örið á hægra kinn- beininu, hnyklarnir yfir augna- brúnunum lýstu honum — þetta var þræhnennið. En breyttur var hann samt orðinn. Og svona- var bann ef- laust orðinn breyttur sjálfur. Líklega þekti Vermundur hann ekki eftir þessi tuttugu ár. Jæja jæja. — Lási ætlaði að reyna að dyljast. Mann snjeri sjer frá glugganum, settist aftur á rúm- ið og rjeri nokkra stund í sæt- inu. „Nei —- í kvöld fer jeg ekki“, tautaði liann við sjálfan sig, „i kvöld fer jeg alls ekki“. Siðan fór hann úr skónum, buxunum og sokkunum og bylti sjer undir rekkvoðina. Gestur- inn sal og át brauð úr mal sín- um með grautarsleikjunni, sem Sigríður færði honum. Hann ljet sjer fátt um Lása og hátt- aði í ylvolgt.rúmið hennar Sig- ríðar, því að hún hafði telcið einn kralckann vipp úr því og holað bonum niður annarsstað- ar. Vermundur virtist þreyttur ur og svefnþurfi. Innan skamms var liann farinn að hrjóta og vissi ekkert um jagið yfir í rúmi Lása, þegar Sigríður kom upp í til hans. Sigriður þurfti að synda milli skers og báru, þar sem krákkinn var á aðra blið og Lási á liina, og nú lá hreint ekki vel á Lása fram við rúm- stokkinn. Sigríður reyndi að liggja á sömu hlið og Lási, lil þess að rýmra væri í rúminu. En þá þurfti Lási endilega að bylta sjer yfir á hina hliðina eða bak- ið, ýmist að kreppa sig eða rjetta úr sjer. Sigríður bylti sjer og velti sjer líka á ýmsa vegu. En hún var þreytt, ekki síður eftir þennan dag en aðra daga og loks sofnaði hún. — En Lási vakti. Ilann hugs- aði svo ljótt um gestinn, sem braut í rúminu á móti honum, að hann gat ómögulega fest blund. Blóðið ólgaði, hann spenti greipar undir rekkvoð- inni — jú — jú — hann gæti tekið fyrir hroturnar í dólgn- um — he — he —. Nei, nei. Atvikin. frá fyrri samveru þeirra Vermundar stóðu ljós- lifandi fyrir Lása. Þeir voru samsveitungar og rjeru báðir fyrir sunnan. Skömmu fyrir lok- in, eitt sinn, veiktist hann af taugaveiki. En Vermundur fór heim með brjef frá honum. Það brjef kom aldrei fram. -— Lási lnigsaði ekkerl úl, en heiftin magnaðist. Vermundur hafði logið á liann, hann hafði svívirt unnustu hans. Þegar i,ási kom heim í sveitina sína eftir veikindin, var alt hið .lielg- asta glatað. Öll æskuást hans heil og djúp, snjerist í beiskju og hatur gegn lífinu. í mörg ár flæktist bann ejrrðarlaus lands- hornanna milli, drakk og reyndi að láta sjer standa á sama um alt. Loks gerðist bann ferjumað- ur við Hrafnsfjörð og „lagðist út“ með Sigriði. Og þar höfðu þau þumbast saman þessi ár, þreytt livorl á öðru í löngu skammdeginu og sólarleysinu vestan Ilrafnsfjarðar. Æjá — og svo kom þessi höf- uðóvinur til þess, að ýfa gömlu sárin. Lási krepti hnefana fastar — Iie be —• gaman væri — Lási bylti sjer á hliðarnar á vixl. En það kom fyrir ekki. Hann gat ekki fest blund og starði galopmun augum út í myrkrið. Það var ógeðsleg til- hugsun ef veðrið versnaði. Þá þurfti hann að brjótast út í ill- viðrið og ferja Vermund yfir fjörðinn. Að öðrum kosti hýsa hann um jóhn. Nóttin var öm- urleg fyrir Lása. Vermundur liraut værðarlega í hinu rúm- inu. Kafaldið straukst öðru livoru fastar við rúðurnar og snjórinn hæklcaði á gluggabrún- inni við neðstu rúðuna. Undir morguninn festi Lási loks blund, en hrökk brátt upp aftur við org í krakkanum fyrir ofan Sigriði. Og skömmu el'tir brölti Sigríður yfir liann, til þess a.ð 1‘ara að lifga eldinn og velgja morgunsopann. Lási klæddi sig' og fór út. Veðrið liafði versnað seinni hluta nætur, nú var kominn bylur og stormur út fjörðinn. Bylgusurnar þyrluðust framan í Lása, þegar hann opnaði úti- dyrahurðina. Hann gekk niður að ferjunni. Hún var hálffull af snjó og í kringum liana skefldi í dyngj- ur. Lási leit íram á fjörðinn. Hann gat aðeins grillt dálítið frarn fyrir landsteinana. Hann vissi það, að nú var ísrek á firð- inum og ilt að komast yfir um. Það leit ekki út fyrir að birta mundi og í dag var Þoi’láks- messa. Annaðhvort var nú að hrökkva eða slökkva. Þegar liann gekk heim að bænum, var hann búinn að talca ákvörðun- ina. Ilann skyldi losna við gest- inn strax. — — Stundu síðar lögðu þeir frá bænum, Lási og Vermund- ur, niður að ferjunni. Á eftir þeim kom Sigríður með tvo elstu krakkana. Lási mokaði lausum snjónum upp úr ferj- unni með stóru austurtrogi. Ilirti hann ekki um að hi’einsa hana vel og skipaði svo ólund- arlega að hi’inda ferjunni fram. Eftir nokkurt sti’it og bjástur tókst að ixxjaka henni af stað, eftir það rann hún liðlega nið- ur hi’önnina, fram í fjöruna. Vermundur kvaddi Sigríði og krakkana með handarbandi, en Frh. á bls. 30. i Eruð þjer svo efnalega sjálfstæð- | ir að heimili yðar sje borgið, þö | þjer fallið frá í náinni framtíð? Ef svo er ekki, ættuð þjer að leila upplýsinga um þá einu leið, sem almenningi er fær til að tryggja fjöl- skvldunni lífsviðurværi, og það er að líftryggja sig. Leitið upplýsinga hjá stærsta lífsáhvrgðarfjelagi norð- ui’landa Thule — Fjelag þetta endurgreiðir hinum tryggðu meiri upp- hæð en nokkurt annað fjelag er hjer starfar. Aðalumboðsmenn fyrir ísland A. V. Tulinius Eimskip 29. Sími 254. Símnefni Tulin, Reykjavík. NILFISK RVKSUOAN «0 BÖNVJEL er nauðsynleg á hvei’ju heimili. Þar af leiðandi kærkonmasta jélaojöf in lxanda hverri luismóður. Nilfisk er —— seld með mánaðar- afborg- unumhjá wí r-1 • m ‘.A ■' Raftækjaverslunin Jón Sigurðsson

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.