Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 28

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 28
28 FÁLKINN Pjesi Pjesi var ekki drenglmokki, eins og þið ef til vill haldið, heldur var hann rjettur og sljettur geithafur. Pjesi var ólíkur öllum öðrum geit- höfrum, þvi að hann var óvenju- lega vitur. Og nú skuluð þið fá að heyra hvernig skynsemi Pjesa kom eiganda hans, Óla litla á Bjargi í g'óðar Jiarfir. Fyrir ofan bæinn á Bjargi voru háir hamrar, og voru þeir ókleifir víðast hvar. En beggja vegna við þá vex þjettur skógur, og þar er hægt að komast bæði upp og niður hamr- ana. Fyrir neðan þá var urð og stór- grýti. Þar ljek Óli sjer oft, enda þótt hamrarnir væru í þriggja kíló- metra fjarlægð frá bænum. Einn fagran sumardag datt Óla það í hug, að hann skyldi fara upp á hamrana til þess, að sjá, hvernig þar væri umhorfs. Hann tók auð- vitað Pjesa ineð, enda var hann jafn fimur að klifra og Óli sjálfur. Síð- an lagði hann af stað, strax þegar hann var búinn að borða miðdegis- verðinn. Hann sagði engum frá ætl- an sinni, enda var þá ekki víst að hann hefði fengið að fara. Mamma var altaf hrædd um Óla, þegar hann var að leika sjer uppi undir hömr- unum. Óli lagði nú á brattann með Pjesa hoppandi við hlið sjer, og leið ekki á löngu, áður en þeir voru komnir upp undir hamrabrún. En þá tók að vandasí málið. Bjargið var næst- um þvi lóðrjett, og svo lítið um holur og stalla, að ill var að ná þar fótfestu. Það var mjög erfitt að kom- ast þarna upp, en bæði Óli og Pjesi voru svo fimir að klifra eftir grein- unum á trjánum, sem uxu þarna, að þeir voru brátt komnir upp á brún- irnar. Nú fór Óli að litast um. Hann sá bæinn langl fyrir neðan sig og ána ennþá neðar, þar sem hún lið- aðist i bugðum gegnum þjeltan skóg- inn. Beint fyrir neðan sig Sá hann heljarstór björg, sem smátt og smátt höfðu hrunið úr hömrunum. Hann fór alveg út á brúnina og gægðist niður. Hann var að litast um eftir stað, þar sem hann gæti komist dá- lítið neðar í hamrana, en þá fjeldc hann svima og varð að hætta við alt saman. En þá lcom hann alt i einu auga á stall, sem lá beint fyrir neð- an hann. Það voru hjerumbil þrir metrar neður á stallinn, en hamra- veggurinn var alveg lóðrjetlur, svo að þó að liægt væri að klifra niður, þá var ómögulegl að komast upp aftur. Stallurinn var ekki vaxinn öðrú en lyngi og mosa, en þegar Óli teygði sig fram yfir brúnina, sá bann þar einhvern bjartan hlut, sem glitraði í sólskininu. Iiann horfði lengi á þetta, en gat ekki giskað á, hvað það rnundi vera. Því lengur sem hann starði, því forvitnari varð hann. Honum flaug í hug, að ef lil vill væri þetta gull eða silfur; hvernig átti hann nú að komast niður á stallinn? Allt í einu kom hann auga á birkihrislu, sem slútti út yfir hamravegginn. Toppur henn- ar var í sömu hæð og brúnin, sem hann stóð á. — Þessi hrisla getur vel borið hugsaði Óli. Hann tók nú báðum höndum um stofninn, og las sig sið- an lengra og lengra eftir hríslunni, uns liann var kominn alveg fram á toppinn. Hríslan beygðist brátt und- ir þunga hans og komst hann þann- ig skjótt niður á stallinn. Hann nálg- aðist nú smátl og smátt hlutinn, sem hann var að sækjast eftir, en því miður lá hann niðri í holu, svo að hann gat ekki skoðað hann nógu ná- kvæmlega. Hann mátti ekki sleppa hríslunni, því að ef hann gerði það, myndi hún þjóta upp, en hann verða eftir. Hann togaði nú í hríslu- toppinn af öllum kröftum, en komst samt ekki nógu langt niður. Alt i einu brotnaði toppurinn af hrisl- Linni og Óli steyptist á höfuðið frain á stallbrúnina. í nokkur ógurleg augnablik vissi hann ekki, hvort hann mundi heldur steypast niður af stallinum eða komast upp á hann aftur. Honum tókst samt að koma íyrir sig fólunum og skríða upp á stallinn. Hann var alveg ringlaður af hræðslunni, sem hafði gripið hann, liegar hann datt, því að hefði hann oltið fram af brúninni mundi hann hafa molast i smátl i urðinni fyrir neðan. Hann fór nú að skoða hlutinn margumtalaða, en hann var þá ekkert annað en tóm pjáturdós, sem einhver slcógarhöggvari hafði kastað frá sjer. Hann kastaði henni niður gramur í skapi og ætlaði nú að fara að komast upp aftur. En það var hægara sagt en gert, því nú hafði hann ekki birkihrísluna lengur og bergið var alveg lóðrjett, eins og áður er sagl, og engir smá- stallar eða holur til þess að klifra eftir. Uppi á hamrabrúninni sá hann Pjesa, sem stóð þar og starði niður fyrir sig. Hann gat sýnilega ckki áttað sig á því, hvað orðið væri af Óla. Nú fór Óli að rannsaka stallinn. Hann var sex metra langur og fjögra metra breiður. Hann lá hálfur inn í hainarinn og myndaðist þar eins- konar hellisskúti. Stallurinn var þakinn mosa og lyngi og nokkruin smásteinum. Hjer voru góð ráð dýr. Fyrst reyndi Óli að hoppa upp og ná í hrísluna, en hann náði henni ekki, enda var hún ennþá fjær hon- um nú, eftir að toppur hennar hafði brotnað. — Vogun vinnur, vogun tapar, hugsaði hann og fór yst út á stall- brúnina og reyndi af öllum mætti að hoppa þaðan, eii samt vantaði mikið á að hann næði hrislunni. Hann reyndi þrisvar sinnum, en mistókst i Öll skiftin. Þá fór hann að reita mosa og lyng og hlóð því í störa hrúgu og lagði síðan alla steina, sem hann gat náð í, ofan á hrúguna. Síðan steig hann upp á steinana og teygði sig eins og hann framast gat, en alt kom fyrir ekki. Nú kunni hann ekki fleiri ráð. Hann settist örvinglaður niður og fór að hugsa. Hann gat búist við því að verða að dúsa þarna þangað til að hann dæi úr hungri. Hann tók nú að hrópa og kalla eins hátt og hann gat, ef vera skyldi að einhver væri á ferli fyrlr neð- an hann eða ofan og gæti heyrt til hans. En þar var enginn nema Pési, sem stóð frammi á hamrabrúninni og horfði niður til eiganda sins eins og hann vildi segja: — Geturðu ekki komist upp aft- ur? Óli stóð upp og fór að kalla til Pésa: — Vertu bara kyr, Pjesi minn, jeg skal einhverntíma komast upp, en nú get jeg það ekki. Getur þú ekki hjálpað mjer? Hafui'inn horfði með hrygðarsvip niður til Óla, eins og hann skildi hvert orð. Óli fór aftur að reyna að hoppa upp i hrisluna. — Nei, jeg er alt of sluttur, sagði hann. Þá gekk Pjesi að hrislunni og fór að stanga hana af öllum kröftum. Hríslan beygðist lítið eitt niður á við, og Óli var þá ekki seinn að grípa í topp heniiar. Eftir fáein augnabiik var hann kominn upp á brúnina. Nú t’lýttu þeir sjer heim á leið, fjelag- arnir, og Pjesi dansaði af kæli alla leiðina heim að bænum. Þegar þang- að var lcomið var Óli aðframkom- inn af mæði og þreytu og gat með naumindum dregist inn í bæinn. — Hvar hefurðu verið? hrópaði mamma hans. Pabbi þinn og Frið- rik hafa verið að leita að þjer langa lengi. Óli sagði nú mömmu sinni hálf- skælandi upp alla söguna. Og jeg þarf varla að taka það fram að eft- ir þetta varð Pjesi uppáhald allra á heimilinu. Tunglfiskurinn er fremur sjaldgæft dýr í Norðurhöfum en kemur þó stundum í'net. Fiskurinn hjer aö of- an ánetjaöist fyrir skömmu viö Askerlandet i Noregi. Hann var um 110 kg. á þyngd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.