Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 32

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 32
32 F Á L K I N N Noröiirför Sjaldan hefir nokkur frjett vakið jafn mikla og almenna at- hygli og sú, sem barst út um heiminn 22. ágúst i fyrra, að fundnar væri leifar Andrée-leið- angursins sænska, lík léiðang- urs mannanna og áhöld, ásamt dagbókum jjeirra. Skyndilega var varpað Ijósi yfir 33 ára gamla gátu um afdrif manna, sem ráðist höfðu í eitt hið djarfasta fyrirtœki, sem sagan kann frá að segja: að leggja norður í ísa á ófullkomnum flugbelg, með því markmiði að komast til norðurheims- skautsins. Eftir að beir Ijetu í loft frá Danaeyju á Spitsbergen spurðist ekkert um örlög þeirra.. Að vísu rak frá þeim nokkur skeyti, frá flugferðinni, en á þeim var ekkert að græða. Þegar „Svenska Sálskcpet för Antropologi och Geografi“ gaf út bók sína um för Andrée kom ráðningin — að nokkru leyti. Af dagbókunum var hœgt að rekja fiugferðina 11.—Í4. júli og ferðalag þeirra fjelaganna yfir ísana, þangað til þeir komu tit Hvíteyjar í byrjun október um haustið 1897. En þar lýkur sögunni. Enginn veit hvað orðið hefir þeim fjelögum að fjör- tjóni, einmitt rjett eftir að þeir hafa náð landi á hinni óbygðu eyju. Áðurnefnd dagbók Andrée hefir komið út á flestum menn- ingarmálum. Hvort útgáfa af henni, nokkuð stytt, kemur út á íslensku er enn ekki sjeð. En fyrir góðvild „Svenska Sáll- skapet för Antropologi och Amdrée Geografi“ svo og „Svensk-íslenska fje- lagsins“ og fjelagsins „Svíþjóð" sjer „Fálkinn“ sjer fært að birta hjer þann kafla hinnar styttu útgáfu, sem segir frá flugi „Arnarins“, en svo hjet flugbelgur Andrée, og um ferð Andrée, Strindbergs og Frankels til Hviteyjar. Dirtast hjerjafn framt flestar þeirra Ijósmynda, sem fund- usl á Hvítey og þeir höfu tekið í ferða- laginu og eru þær allar birtar með leyfi „Svnska Sallskapet för Antropologi och Geografi. Flug „Arnarins“. Lýsingin á flugi „Arnarins“ hefst í hinni opinberu Andréebók nieð fjörlegri lýsingu eftir Strindberg, er hann hefir ætlað unnustu sinni. SkilnaSarstundin á Danaey var, skrifar hann, innileg og grípandi en laus við allan tepruskap. Nú hvarflaði hugur minn til þín og vinanna heima. Hvernig mundi ferðin fara? Hugsanirnar brutust fram en jeg varð að halda þeim aftur, hafði ekki tíma til að hugsa margt. Jeg er að ljósmynda en svo sje jeg að við sígum. Hann er að skrifa unnustunni síðasta brjefið, en gleymir að kasta þvi fyrir borð á Hol- lendinganesinu, þar sem Machuron, hinn viðfeldni loftfarssmiður leitaði árang- urslaust að því. Brjefinu var svo kastað fyrir borð á Vogelsang, en þar datt aldrei neinum í hug að leita að því. Iv. A. B. Amundson hershöfðingi og prófessor I. Malmer hafa gert yfirlit um flugferðina. Fyrsta kastið svifur „örn- inn“ án nokkurra tengsla við jörðina, vegna þess að hann hafði fyrir slysni við landfestaleysinguna mist mestan hlutann af dráttarlínum þeim, sem áttu að fyrirbyggja gasmissi belgsins og, að því er Andrée hafði áætlað, halda hon- um stöðugri í rásinni. — Sveif belgurinn KARTA ÖVER ANDREE-EXPEDITIONENS VÁG I I JULI-5 OKTOBER 1897 Uppdráttur, sem sýnir leið norðurfaranna, ásamt daga- og stundatali. Leið brotnu striki, en gönguleiðin er með deplalínu. þannig laus og liðugur frá því að hann ljet í loft 11. júlí kl. 13.40 þangað til laust fram yfir miðnætti um kvöldið. Þegar helgurinn fór að síga, rjett eftir að hann ljet i loft, helti Andrée út 207 kg. af sandi og steig „Örninn" þá í 600 metra hæð. Eftir á má segja, að óþarflega miklu hafi verið helt út af sandinum, en liklega hafa þeir loftfararnir þá ekki verið komnir að raun um, að þeir höfðu mist dráttarlín- urnar. 'Þessvegna steig belgurinn nú mjög og misti mikið gas. Þegar sólin verndi belginn steig hann jafnvel upp í 700metra hæð. Við þessa hækkun heyrðist tvívegis blísturhljóð í gasventlinum og lengi í fyrra skiftið. Gasið streymdi út um aðal- öryggisventilinn neðan á belgnum, og þótti ekkert athugavert við þetta því að gasið bólgnaði við sólarhitann. Flug- mennirnir hafa ekki sett þetta blístur fyrir sig og samkvæmt athugunum þeirra hefir gasmissirinn ekki verið sjerlega mikill. Eftir„fríferð“í 10 tíma og 29 mín., með góðum hraða í norðaustlæga átt að mestu leyti, var belgurinn kominn um 400 kíló- metra frá Danaey. Og nú hefst „dráttar- ferðin“, sem stendur 55 tima og 4 mín., þannig að alls hefir „Örninn“, haldist á lofti 65 tíma 33 mín. Meðan á dráttar- ferðinni stóð — hjer er átt við það, að dráttartaugar belgsins eða hann sjálfur nam við jörð — hjelt belgurinn þó kyrru fyrir þrisvar sinnum, um 14 tíma alls, — strandaði á ísnum um stund, eins og skip sem tekur niðri og losnar aftur á flæð- inu. Belgurinn lætur ekki að stjórn. Dráttarferðin gekk hægt, fyrst um 190 kílómetra í vestlæga stefnu, síðan í aust- læga og loks norðaustlæga, samtals um 430 km. Loks lendir Örninn fyrir fult og alt að 82° 56’ n. br. og 29» 52’ austl.br., aðeins 90 km. frá þeim stað, sem „frí- ferðinni hafði lokið 55 timum áður, og um 480 km. frá burtfararstaðnum á Dana- ey. ,Arnarins“ er sýnd með ó-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.