Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 23

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 23
F Á L K I N N 23 JM LANDSSPITALINN Eftir próf. GUÐMUND THORODDSEN Landspítalinn er nú húinn a‘ð‘ starfa í 1 ár. Fyrstu sjúkling- arnir komu þangaö 20. desem- her 1930. Síöan hafa komið þangað um 950 sjúklingar til þess að leita sjer lækninga, auk allra þeirra, sem komiö hafa á Uönlgendeildina lil skoðunar og til ljóslækninga. Meiri hluti þessara sjúklinga eru Reykvík- ingar en sprlalinn er lika ætl- aöur sjúklingum allsstaöar aö af landinu, enda hefir lrann verið mjög mikið sóttur af sjúk- lingum utan Reykjavíkur. Spit- alinn er því reglulegur land- spítali og er því ekki að furða þótt marga fýsi að vita hvernig þar sje umhorfs, þar sem ætt- ingjar þeirra og vinir liggja, og þar sem þeir eiga ef til vill sjálfir eftir að leita sjer heilsu- hótar. Landspítalanum er skifl í deildir, og skulum við nú athuga hann nokkru nánar. Hann er stórl hús úr stein- steypu, 3 hæðir auk kjallara, sem líka er mest allur ofan- jarðar. Aðalhúsið er (32,87 m. á lengd og liggur frahliðin mót suðri. Norður iir aðalhús- inu liggja 3 álmur, tvær stidtar til heggja enda og ein löng álma úr miðju. Aðaldyr hússins liggja á miðri suðurhliðinni en auk þeirra eru aðrar dyr til endanna og á miðáhmmni. Yið skulum nú ganga inn um dyrnar á vest- urendamun og inn i kjallara- hæðina, sem þarna er öll ofan jarðar. Við komum þá inn í Röntgendeildina og getum kast- að mæðinni í hiðstofunni, sem þar er rjett fvrir innan, því að um 20 mínútna gangur er i'ir miðbænum og suður á spitala. Har fyrir innan eru löng göng meðfram norðurhlið en biðstof- an er i litlu endaálmunni. Þar er líka stór stofa með ljósskáp- um, til þess að skoða í myndir þær, sem telcnar eru. Meðfram suðurhliðinni eru fyrst 2 stofur lil gegnlýsinga og myndatöku með allskonar áhöldum til þeirra hluta, en uppi undir lofti liggja rafmagnsleiðslur fyrir háspentan straum, sem fram- leiðir Röntgengeislana. Milli þeirra stofa er litið herbergi fyrir vjelarnar og annað enn minna, sem er einskonar stjórn- pallur fyrir báðar stofurnar og þaðan er stýrt öllum áhöldun- um og þar getur starfsfólkið verið ólmlt fyrir áhrifum geisl- anna og er ekki vanþörf á, þvi að geislarnir geta verið mjög skaðlegir til lengdar, þó að mein- laust sje að verða á vegi þeirra stutta stund i einu eins og við gegnlýsingu eða myndatöku. Næst kemur dimmstofan. Þar eru öll tækin til framköllunar á myndunum og til þess að skola þær og þurka. Gæti hver myndasmiður verið full sæmd- ur af þeirri dimmstofu. Þá kemur læknisherhergi og stofa fyrir quartzljós eða „liá- fjallasól“ til ljóslækninga. Önn- ur stofa stærri, er fyrir lækning- ar með kolbogaljósum (Finsens- lampar), þar sem sjúklingar ýmist liggja \áð lampana eða sitja kringum þá. Inst í þessum gangi, við suð- urhlið er svo borðstofa starfs- fólks. Skurffstofa. Yfirlœknir handlækningadeildar siendnr viff skurffborffiff. Fæöingastofa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.