Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 33

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 33
PÁLKINN 33 Ilinn sænski fáni leiöangursins, meÖ sambandsmerk- inu við Noreg. Fáninn fanst i Ilvíley og er merktur „AÉES POI. EXP 1896“ en það ár 'hafði förin upp- rnnalega verið ráðin. Fáni loftfarsins sjálfs, í því ástandi sem hann fanst Ilvíteg. Þó ,,fríferðin“ gengi li'ðugt l'yrst i stað þá tók brátt að bóla á örðug- leikunum. Þoka og snjóský kældi gasið og belgurinn ior að síga. ..Descendons doucement" skrifar Strindberg á einum stað (við sígum mjúklega) — hann hefir gaman af að slelta frönsku í minnisgreinum sinum. En brátt verður meira en nóg af svo góðu. Þeír ver'ða að fórna bæði einu og öðru ti) þess að hakla sjer á.lofti. Hinn 12. júlí kl. 4,51 síðdegis urðu lieir að kasta út stóru baujunni, sem þeir höfðu ætlað að skilja eftir á heimskautinu. Þessi síðasta fórn þeirra mun hafa verið þyngst, þvi að bak við hana hlaut að liggja efi, eða jafnvel vissa uin, að förin mundi ekki takast. ,,Örninn“ hefir þegar slaðnæmst tvisvar sinnum í hægvindinu, en ber beinl vestur — þægindum „frí- ferðarinnar“ er löngu lokið. Kl. 10 a'ð kvöldi 12. júlí tekur „Örninn“ sjer enn hvíld — í 13 tíma. Rjett eftir að belgurinn hafði staðnæmst varð áttin hagstæð, en meðan gekk á milli átta hafði belgurinn farið hring, þannig að ein dráttarlínan l'læktist utan um jaka og hjelt „Ern- inum“ föstum. Hefði þetta ekki vilj- að til mundi vindurinn hal'a borið „Örninn“ drjúgan spöl í áttina til burtfararstaðarins á Danaey. Þann 13. júlí, kl. 11 f. h. losnaði Örninn loks aftur. Nú var vindurinn kominn á vestan —• og allan daginn er flogið lil baka, að kalla sömu leiðina og farin hafði verið daginn áður. Á þessari leið fer karfan, sem leiðangursmenn- irnir voru í, að snerta ísinn oftar og oftar. Strindberg tekur þá til bragðs að klífa upp í reiðann og finst skolli gott að vera þar. Hann finnur ekki til högganna þar og getur setið þar við skriftir án þess að halda sjer. „Sífelt harðir árekstrar, sífeld þoka“, skrifar Andrée. Um kvöldið þegar Strindberg leitar niður í körf- una aftur til að hvílast verður hann sjóveikur af höggunum. Um kvöldið tekst jieim þó, með því að varpa ýmsu út, þ. á. m. ýms- um matvælum, að losa körfuna við ísinn. Vindurinn tekur í seglin og Andrée finst ferðin prýðileg. Strind- berg les síðasta brjefið frá unnust- unni áður en hann fer að sofa og finst þetta „eins og notaleg kvöld- stund heima“ Af minnisgreinum Andrée sjest, að hann er líka í góðu skapi. En eftir tvo tíma fer karfan aft- ur að högga niðiú og rjett fyrir mið- nætti slitnar aðal dráttarlinan. Fyrstu næturstundirnar þess 14. júlí hafa ekkert að l'æra nema ömurleik og vonleysi. Það er eftirtektarvert hve stuttort það verður nú, sem þeir skrifa. Andrée er altaf að veita ísn- um athygli og skimar árangurslaust Prjar myndir teknar af leiðangursmönnum sjálfum, en fundust óframkallaðar á Ilyiley. Efsl: „0rmnn“ eftir lendinguna á ísnum 14. júlí 1897; i miðju Andrée hjá htrm, sem hann hefir skotið, sennilega 19. júlí; neðst Frænkel og Andrée að ýta sleða Frænkels með bátnum á, gfir ishrönn; fremst á mgndinni er Strindberg. 1 ) --- -- INZT" ' = jz-;--- —-^4 Kort, sem sgnir hæð „Arnarins" gfir sjó á flaginu, 11.—14. júlí. eftir landi, — að likindum hefir hann einsett sjer að lenda. Ilögg, nýtt liögg, ennþá eitt högg, skrifar hann snemma nætur. Iíina lífsmark- ið sem þeir verða varir, er ein af dúfunum sem þeir hafa slept og nú er komin aftur og flýgur i kring. Til- raunir til að liafa stjórn á belgnum, mistakast. Loks er þetta skrifað: Kl. 6,20 hækkaði Örninn aftur, en við opnuð- um hæði útstreymislokin og komum niður kl. 6,29. Kl. 8,11 stukkum við út úr körfunni. Samkvæmt minnisgrein, sem And- rée skrifaði 15. júlí, var belgurinn allur isaður af þokunni, er þeir lentu, og drátlarlinurnar voru miklu slitn- ari af núningi við isinn, en þeir höfðu búist við. Lendingin hefir gengið vel og að óskum. Jafnvel viðkvæmustu visinda- áhöldin voru alveg ósködduð og dúf- urnar sem eftir voru, sátu ómeiddar i búrum síiium — það er tilgreint, að þær hafi ekki flogið burt fyr en 18. júlí. Ljósmyndirnar, sem þeir lóku af lendingunni bera þess skýrt viini, að lendingín hefir tekist ágæt- lega. Astæðan til þess, að Andrée hleypti gasinu af Erninum og battt enda á fiugferðina einmitt þegar belgurinn lor að stíga á ný, var vitanlega sú, fyrst og fremst, að þeir fjélagar sáu, að vindurinn mundi bera þá út yfir isauðnina þangað sem hvergi var lands að vænta, en þó eigi svo langt, að þeir kæmust yfir norðurliafs- auðnirnar. Það var nauðsynlegt að lenda áður en þeir færi lengra og gætu haft möguleika á að komast á sleðuni til vistabúra þeirra, sem þeir liöfðu látið setja upp á Kap Flora við Frans Josefsland, á Rossey við Sjö- cyjar, við Mosselbay á vestanverðri Spitsbergen og á Danaey. A. Wallén forstjóri heldur þvi fram í ritgerð um veðráttuna meðan á fluginu stóð, að það megi staðhæfa, að flugmennirnir hafi verið mjög ó- beppnir með véðrið, sein reyndist miklu verra, en spáð var er þeir lögðu upp. Hugmyndirnar sem menn hafa gert sjer um veðuraðstöðuna fyrir belgflug i norðurheimskauta- löndunum voru alt of bjartar og sjer í lagi hafa menn ekki hugleitt hve þokugjarnt er á þessum slóðum. Nú er það talin sjálfsögð regla, að eigi sje haldið i svona flugleiðang- ur siðar en í mai, eða í siðasta lagi í byrjun júní. Förin um isana. Flugferðinni var lokið og ísgangan tók við. Með því að styðjast við dag- bók Andrée, athuganir Frænkels og Strindbergs ásaint spássíuathugasem- ir liins síðarnefnda og hraðritaðar minnisgreinar hans til unnustunnar, er liægt að fylgjast með þessari ferð dag frá degi. Prófessor Hans W:son Ahlmann hefir með dæmafárri elju samræmt þessar athuganir og gert úr þeim lifandi ferðasögu og fara hjer á eftir aðalatriði hennar. Alla fyrstu vikuna eftir lending- una, eða 15.—21. júlí, hjeldu leiðang- ursmenn kyrru fyrir á jakaflæminu. sem Örninn hafði lent á, og undir- bjuggu gönguför sína, bjuggu um pjönkur sínar og bjuggu upp á sleð- ana. Andrée og förunautar hans virðisl ekki hafa verið i vafa um, að þeir kæmust heilu og höldnu úr ógöngunum og þrátt fyrir amstrið við undirbúninginn hafa þeir verið rólegir og öruggir í huga. Eftir örð- ugleikana við loftförina virðast 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.