Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 44

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 44
F Á L K 1 N N Bækur og rit. 5.4G.4 ODDASTAÐAR. Vigfús Guðmundsson fræSimaður frá Keldum hefir ritaS bók þessa og gefiS hana út. Er þar sögð saga Odda á Rangárvöllum frá fyrstu tímum, eftir þeiní heimildum sem fyrir liggja og er þar mörgu fróSlegu að kynnast, því aS Oddi var löngum eitt af allra merkustu prestssetr- um landsins. Er þar rakin röS þeirra sem prestar hafa veriS og ábúendur í Odda, eftir því sem gögn eru til og mun mörgum þykja fróSlegt aS kynnast þeim prestinum, sem fræg- ast nafn hefir boriS í Odda, Sæ- mundi fróSa og afkomendum hans, eft sú saga er mjög ítarlega rakin. Þá er gerS grein fyrir skólahaldi á stáðnum, eignum staSarins á ýms- um tímum, kirkjuhaldi þar og kirkjugripum, alt rakiS þannig, aS þaS sýnir mikla alúS höfundarins viS söfnun heimilda. Saga þessi er nýtt rit i sinni röS og kynnir mönn- um vel, hversu háttað hefir verið aSstöSu prestanna á rikustu prest- setrum landsins á ýmsum timum og er sú saga einna fróSlegust um þær mundir, sem kirkja og konungur toguðust á um völdin yfir verald- legum fjársjóðum. Bókin er prýdd ljósmyndum, af staðnum og kirkjunni, kirkjugrip- um og þeim prestum í Odda, er myndir hafa náðst af. Að baki bókinni liggur afar mikil vinna, þvi aS heimildir þær, sem orðið hefir að leita til um þetta efni eru dreifðar og vandfundnar. Höf- undur hefir eigi sett þaS fyrir sig, en ráðist ótrauður í verkið og unn- iS þaS í tómstundum sinum. Sýnir þetta lofsverðan áhuga fyrir þjóS- legum fróðleik og aS sjálflærðir fræðimenn eru ekki útdauðir enn meS þjóSinni, þrátt fyrir alla skól- ana. SKÁTABÓKIN Þó allangt sje umliðið síðan bók þessi kom út og hennar hefði aS rjettu lagi átt að geta miklu fyr, þá er þó betra seint en aldrei. AS vísu kynnu ýmsir að halda,, að bók þessi ætti aðeins erindi til skátanna og má þaS til sannsvegar færa, aS þvi leyti að þarna eru prentaðar í heild sam- þyktir allar um fjelagsskap þeirra. En skátahreyfingin er nú þannig, aS mörgum er bæði gott og þarft aS vita margt af því, sem skátar eiga að vita og kunna. Þessvegna eru þarna margar ritgerðir, sem öllum öðrum en þeim, sem aldrei koma undir bert loft, hvað þá út í guðs græna náttúruna, er bæði nauðsyn og vitsauki í að lesa. Unglingar í kaupstöSunum og jafnvel i sveit lika, nú orðið, eru svo undarlega ófróðir um flest það, sem náttúran sýnir þeim, aS mesta þörf er á að ráða bót á þvi. Hvað vita þeir um veðrið. Iíunna þeir að segja fyrir veSiir? Lesi þeir ritgerð Jóns Eyþórssonar í Skátabókinni. Lesi þeir ritgjörðina um jörðina og sól- kerfið, eftir dr. Ólaf Dan.; hún ber eins og gull af eiri af því, sem lesið verður fyrir framan íslensku kenslu- bækurnar í landafræði. Lesi þeir, sem standa uppi í vandræðum ef þeir skera sig i fingur, ritgerðina um hjálp í viðlögum eftir DavíS Sch. Thorsteinsson, lesi þeir, sem halda að það sje banvænt að liggja i tjaldi greinar Steingríms Matthías- sonar og Helga Jónssonar. Lesi ung- ir menn alla bólcina, þeir eru fróð- ari eftir og meiri menn ef þeir færa sjer það í nyt, sem í henni stendur. Þessvegna á skátabókin erindi inn á hvert einasta heimili í land- inu. Líka til þeirra, sem hafa ekki hugmynd um livað skáti er, eða hvað í markmiði hreyfingarinnar felst. Þó að talsvert auslrænn svipur sje yfir þessarí mynd Jxí er hún samt tekin i Nissa. En per- sónurnar sem mest ber á, eru Austurlandabúar, sem eru að halda trúlofunargildi. Tveir synir Rajahins af Hyderabad, sem talinn er einn ríkasti maður heimsins, voru að trúlofa sig,— annar einni af dætrum Abdut Medjid Effendi, hins fráræka Tyrlcjasoldáns. Á miðri myndinni sjest soldáninn og á hægri hönd hans dóttir hans. „ÚTl“, hið vinsæla skálablað er nýlega komið út, stórt og vandað, 40 blaðs. í stóru broti, auk kápu, prýðilega prentað og á ágætan pappír, skreytt fjölda góðra mynda. Það hefst með grein um hollustu háfjallasólarinn- ar og nytsemd útiveru á fjöllum eftir dr. Gunnlaug Claesen, en þá rekur hver greinin aðra, eftir A. V.Tulini- us, Pálma Hannesson, ritstjórinn (Jón Oddgeir Jónsson) skrifar grein um Daníel Bruun, þá kemur saga, „Fyrsti dagurinn á eyrinni“ eftir Jón H. Guðmuhdsson og grein um hina frækilegu íör skáta yfir Lang- jökul í sumar sem leið, eftir Helga Sigurðsson verkfræðing og fylgja henni margar ágætar myndir. Næsl er grein um skátalíf á ísafirði og ýmsar greinar aðrar um skáthreyf- inguna. Loks er löng og fróðleg grein méð leiðbeiningum um trje- skurð, eftir Ágúst Sigurmundsson trjeskera. Heftið á erindi til allra ungra manna, hvorl þeir eru skátar eða ekki. PERLUR. Tvö hefti þessa prýðilega tima- rits eru nýlega komin út, nfl. 4. heftið og svo jólaheftið, full af góð- um myndum og lesmáli. 4. hefti hefst með lipurt ritaðri sögu eftir ungan kvenrithöfund, Soffíu Ingv- arsdóttur, þá kemur sönglag eftir Magnús Árnason við kvæði Eggerts Ótafssonar, „ísland ögrum skorið“, en næst löng grein um Vestmanna- eyjar, er ritað hefir Páll Kolka læknir, prýdd fjölda mynda. Þá saga eftir Victor Hugo og framhalds- sagan (ógnir öræfanna), grein um „Undragjá“ i Utha, með ljómandi fallegum myndum og bálkur um skák hefst í þessu hefti. JólaheftiS er tvöfalt. Er þar fyrst grein um leirbrenslu eftir GuSmund frá Miðdal með rnyndum af ýms- um munum, sem hann hefir gert, og kvæði eftir Kjartan .1. Gíslason. Næst kemur saga, „Öllu má stela“, eftir Gunnar Gunnnarsson, önnur eftir Julio Baghy og þriðja eftir Catulte Mendés. Þá saga, skrásett af Guð- mundí frá Miðdat, með fallegum myndum. Enn koma sögur eftir Mapuassant, Huldu, Jean Richepin, Iians Anruud og svo framhaldssag- an, kvæði eftir ASalstein Halldórs- son og Jón Þórðarson, kýmni, skák- dálkur og myndir. — Bæði heftin eru einkar eiguleg og eiga skilið að fara sem víðast. ----x---- Frægð dr. Bendiens flýgur nú á vængjum vindanna út um alla ver- öld. Hann sagði nýlega að hann ætl- aði aS kafna af samúð, sem honum væri sýnd. Ef þessu hjeldi áfram mundi frægð sín verða sjer til eyð’i- leggingar. — Daglega kemur hópúr lækna og blaðamanna, sem beiðasl viðtals við dr. Bendien. Hann fær 2 - 3. tíma svefnfrið á sólarhring i mesta Jagi. En hann þolir þetta ekki lengur. Þvi hefir liann ákveðið að hverfa frá Zeist og leila hvíldar á afskektum stað út í sveit, jjar sem hann leyfir engum að koma á fund sinn. Eitt btað í London spurði hann, hvað þá yrði um sjúklinga hans í Zeist. Hann sagðist ekki geta svarað öðru, en að hann yrði að hvíla sig. EitthvaS mundi sjúkling- unum leggjast til. — Læknir einn í Manchester, dr. Roy Russel Kerr, hefir stundað nám hjá dr. Bendien. Hann er nú yfirlæknir á Gyðinga- sjúkrahúsi þar í borginni. Hann er fyrsti læknir i Englandi, sem beitt hefir aSferS dr. Bendiens við krabbameinsrannsóknir. ----x----- í blaðinu „Echo de Paris“ er sagl frá því, að í bænum Forca á SuSúr- Spáni hefði ekki fallið regndropi i sjö ár. Allar ár ljar í grendinni eru f.vrir löngu þornaðar upp. Og fólk- ið býr við’ neyð vegna vatnsteysis. Iildhætta er geypileg. Einu sinni brunnu I. d. 400 hús af því að eng- inn valnsdropi var til að stökkva. -----------------x----- 'MoU (jfa?nou& ‘Biiti&A Cb££wc (SEMI — STIFF) Flibbar og skyrtur með 2 hálfstífum „MANCHETTUM“ sem má skifta, er in’i það sem allir hinir vandlátu vilja. Bæði livítt oí> mislitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.