Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 29

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 29
F Á L K I N N 29 Mjaltastúlkan í b|arnarhamnum. Það var björt, unaðsleg vornótt. Allur dalurin var fyltur sumarang- an. Á himninum blikuðu bleikar stjörnur. En í fjósinu á Hóli, stœrsta bæn- um í dalnum, var alt í uppnámi. Allar kýrnar stóðu á básunum, i stað þess að liggja og sofa, .eins og kýr eiga að gera á næturnar. Þær bauluðu og öskruðu svo hátt, að ekki heyrðist mannsins mál. Ef fólkið á bænum hefði heyrt til þeirra, myndi það hafa.sagt: — Það hlýlur að vera hundur úti i fjósinu, fyrst að kýrnar láta svona illa. — Því að ekkert fer eins í taugarnar á kúnum og ókunnugir hundar. En það var ekki liundur, sem átti sök á ólátunum í fjósinu. Svo var mál með vexti, að kýrnar höfðu sjeð stóran skógarbjörn, þegar þær voru á beit uppi i skóginum um daginn, svo að það var engin furða, þó að þær væru hræddar. — Hvað eigum við að taka lil bragðs? sagði Reyður, sem var for- ystukýrin. — Enginn á bænum veit af birninum, svo að við verðum á- reiðanlega reknar upp i skóginn á morgun, og þá getur björninn kom- ið og sálgað okkur öllum! — O, það getur nú dregist að liann leggi mig að velli! þrumdi Svartur, stóra nautið með breiða skallann og löngu hornin. — Að lieyra til þín, bjálfinn þinn! ságði Reyður fyrirlitlega. — Það er minstur vandinn að standa hjer og bera sig borginmannlega. Hvað heldurðu að þú getir þegar björn- inn langar þjer liögg með hramm- inum? Ætli að þú verðir ekki lúpu- legri þá! Svartur varð kyrlátari eftir þessa áminningu. Hann draup höfði og gat engu 'orði upp komið. — Það væri strax mikil ból ef við hefðum almennilega smalastúlku til þess að gæta okkar, sagði Reyður. — En stelpan, sem gætir okkar núna, hefur ekki vit fyrir túskild- ing. Nei, hún Kata, sem var hjerna í fyrra, það var almennileg stúlka! En Jiún týndist i skóginum, því er nú ver og miður. Jeg hugsa að tröll- in hafi rænt henni. þessi ólæti, með leyfi að spyrja? tteyður sagði honum ]jú með tár- in í augunum, að nú væri úti um þær allar, því að stóreflis björn hefð- ist við i skóginum. — Nú, er það ekki alvarlegra, sagði hann. — Ætli að maður liafi ekki einhver ráð! Að svo mæltu tók hann litia krukku upp úr vasa sínum og bar síðan einhverskonar smyrsl á'horn- in á Svarti. — Nú þarftu ekki annað en að ar lengur. Daginn eftir voru kýrnar reknar upp i skóginn að vanda. Ekki leið á löngu, áður en björninn kom, og var bann ógurlegur á að líta. Hann öskraði svo hátt, að trjen í skógin- um skull'u og kálfarnir urðu svo máttlausir í knjánum af hræðslu, að þeir duttu allir á hausinn. Hann froðufelldi af bræði og eldur brann úr augum hans. Hann rjeðst óðar á Svart. . Nú hófst ógurlegur bardagi! Báð- ir hömuðust svo að moldin fauk fjöllunum hærra. Björninn sló og Svartur stangaði svo að undir tók í skóginum. En ekki leið á löngu, áð- ur en Svarli tókst að reka bæði liornin i brjóst bjarnarins. Fjell þá björninn steindauður til jarðar. En hvað haldið þið að þá hafi komið fyrir. Alt i einu rís stúlka upp úr dauðum bjarnarskrokknum! Og þetta var engin önnur en hún Kata smalastúlka. - - Þakka þjer fyrir Svartur minn! hrópaði hún. Ólukkans tröllið brá mjer i bjarnarham og neyddi mig til að drepa skepnur. En nú hefur þú leyst mig úr álögum! Sólin ljómaði og fuglarnir sungu, og kýrnar og kálfarnir slógu hring úm Kötu og Svart og dönsuðu af l'ögnuði. — Já, sögðu hinar kýrnar og and- vörpuðu, bara að hún Kata væri hjerna til þess að bjarga okkur. En eins og nú stendur á, er úti um okk- ur allar! Það var hörmulegt að heyra hvað kýrnar báru sig illa. Alt i einu datt alt í dúnalogn. Litil, gráklædd vera, með rauða húfu á liöfðu, smeygði sjer inn um dyrn- ar. Þetta var búálfurinn. — Það gengur mikið á lijerna i nótt, sagði hann. Af hverju stafa öll rispa björninn ofurlitið með hornun- uin, sagði búálfurinn, þá fellur hann niður steindauður. Þessi smyrsl crfði jeg eftir langömmu mina, og þau eru sterkasta eitur, sem til er i heimin- nm! Nú gctið þið allar vcrið róleg- ar úr þessu. Ef þið mætið birninum á morgun, þá verður Svartur elcki lengi að koma honum fyrir katfar- nef! Síðan fór búálfurinn og nú varð kyrt í fjósinu. Kýrnar fóru allar að sofa. þvi að nú voru þær ekki lirædd,- SOFFtllBtlB S. Jóhannesdóttir í Rejfkjavik oö á er vef naða rvifr u verslun sem fullnægir best oilum krðfum fólks oö allir vilja skifta við. Nesta tirval af allskonar f atnaði, innri sem ytri, fyrir konur og karla, unglinga og börn. Alnavara til fatnaðar og heimilisþarfa. Það þarf eiginlega ekki að telja upp neinar sjerstakar vörur. Það er sjálfsagður hlutur, að i þess- um verslunum fáist það sem fólk óskar eftir af fatnaði og svo er hjer, Mikið af vörum sem hentugar eru til jólagjafa Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. Hvar sem er á landinu kannast fólkið við SOFFÍUBtlB S. Jóhannesdóttir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.