Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 26

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 26
20 F Á L K 1 N N ingunni stór kenslustofa en annars eru þar líka ibúðarher- bergi fvrir starfsfólk, og geymsla. Eldhúsið er í kjallarahæð stórri eldastofu og ýmsum með stórri eldastofu og ýmsum minni herbergjum, matar- gevmslu, uppþvottarherbergi, kæliklefum, borðstofu sta»fs- fólks o. fl. en matur sjúklinga . er allur fluttur í sjerstakri lyftu upp á sjúkradeildirnar. Þarna er matreitt daglega fyrir um 180—190 manns. Þvottahús er i sjerstakri byggingu og búið nýtisku á- liöldum. Þar er ekki eingöngu þvegið fyrir Landspítalann heldur líka fyrir Vífilstaðahæli, Kleppsspitala og ríkisskipin, stundum upp undir 70000 plögg á mánuði. 1 þvottahúsinu eru auk þess sótthreinsunarofnar og gufu- ketill. í vesturenda byggingar- innar er líkhúsið. I Landspítalanum eru 3 skól- ar. Þar fer fram kensla lækna- nemenda, bæði í kenslustofu og við sjúkrasæng, og þeir taka þátt í daglegum störfum á spít- alanum. Þá er þar Ijósmæðra- skóli og eru þar nú 11 ljósmóð- urnemar, sem búa í spítalanum og taka þátt í dagiegum störf- um í fæðingardeildinni. Loks er þar hjúkrunarkvennaskóli og kensla líka þar bæði bóklég og verkleg. Hjúkrunarnemar eru 13 og búa í spítalanum og starfa á deildunum. Læknar spítalans eru 8: yfir- læknar 3: yfir Röntgen, lyflækn- is- og handlæknisdeild og 1 að- stoðarlæknir á hverri þessara deilda. Á lyflæknis- og iiand- læknisdeildtinum er auk þess 1 kandídat á hvorri deild og er hagað svo til, að altaf sje ein- liver læknir í spítalanum, hvort heldur er á nótt eða degi. Hjúkrunarkonur eru 8, auk 1 yfirhjúkrunarkonu og Ijósmæð- ur eru 2. Miðstöö er i spítalanum til upphitunar og hefir lengst af verið hitað upp með kolum en nú í vetur hefur heitu' vatni úr Laugunum verið veitt í spítal- ann til upphitunar og hefir reynst vel það sem af er þótt ekki sje hægt að leggja fulln- aðardóm á það ennþá. „Gula stríöið“ milli Japana og Kínverja lxeldur enn áfram og fá stór- veldin ekkert við ráðið. Veitir Japönum belur, því að þeir hafa lært listina hjá Evrópumönnum. Myndin er ár frjettastofu hermálaráðuneytis- ins, þar sem verið er að skoða uppdrœtti sem sýna afstöðu hersins. Maryar af stórbyggingum í New York eru stœldar eftir fyrirmyndum frá gömlum byggingum í Evrópu, þó að erfitt sje að sjá það í fljótu bragði, þvi að járnið, $em er aðal byggingarefnið, setur sinn svip á tiúsin; og svo eru þau margfalt hærri en fyrirmyndirnar. Hjer á myndinni sjesl hin fræga Riverside-kirkja í New York, með turnnm í gotneskum stíl, sem gnœfa við himin. Til vinstri sjest „gröf Grants“ og i baksýn er Washington-brúin, ein af lengstu brúm í heimi. Myndin lijer að ofan sýnir klefann, sem Martin Lúther hafðist við í sem mnnkur í ktaustrinu í Erfurt. Á myndinni sjest borðið, sem hann las og skrifaði við og hljóðfæri hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.