Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 18

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 18
18 F Á L K I N N SKÓLAVAMÐAN, Skólavarðan kvað nú eiga að ríf- ast til grunna á næstunni til þess áð rýma fyrir hinu mikla likneski Iæifs heppna, sem Ameríkumenn gáfu íslendingum til minningar um Alþingishátíðina. — Að vísu hefir f'yrir löngu verið tekið af vörðunni það hlutverk, sem henni var ætlað að gegna, sem sje að vera útsýnis- staður Reykvíkinga. Hún hefir ver- ið lokuð almenningi í mörg ár en notuð til geymslu. En þó mörg skörð hafi komið í útsýnið frá henni, við byggingu borgarinnar, er þar enn fagurt um að litast á góðveðursdegi. Svo fagurt, að það virðist sjálfsagt, áð lofa Skólavörðunni að vera op- inni fyrir atmenning, það sem hún á eftir ólifað, svo að börn og ung- lingar borgarinnar fái tækifæri til áð kynnast hvernig þar er umhorfs. Eldri Reykvíkingar munu flestir sjá eftir Skólavörðunni. Meðan færra glapti fyrir en nú, var hún takmark margra þeirra, sem gengu sje tit skemtunar, þangað fóru menn líka til þess að „gá að póstskipinu“, J5ví að hvergi sá betur á haf út, þar voru álfadansar haldnir og þar hitt- ist fólkið. Nú er þetta flestum gteymt. — En Jjó að Skólavarðan -f- í þeirri mynd sem hún er nú — s.je ekki nærri eins gömul og margir halda, þá er lnin samt orðin hálf- g'erður forngripur, sem margir vilja halda í. Og vera má, að þegar frá ljður, telji fólk einstakt hirðuleysi og ræktarleysi að liafa „slegið hana áf“. " Skólavarðan núverandi er ekki nema rúmlega 03 ára gömúl og var opnuð almenningi 21. október 1868. Ekki kom skólinn þar neitt við sögu (jatinuskólinn) heldur átti Árni Thorsteinson landfógeti, sem þá var jafnframt bæjarfógeti, frum- kvæðið að byggingunni. En á Skóla- Vörðunafninu stendur þannig: 0 Skólapittar í Skálholti höfðu hlað- ið grjótvörðu mikla fyrir austan staðinn. Þegar skólinn lagðist niður, og var endurreistur á Hólavelli haustið 1786 munu skólapiltar hafa réist sjer vörðu þar vestur á tún- unum þégar i stað, en aðra á Arn- arhólShólti nokkru síðar. Varla hef- ir þessí varða verið tilkomumikil og er skólinn fluttist til Bessastaða hefir hún hrörnað, þvi enginn dytt- aði að henni eftir að skólapiltar voru farnir. Þó hefir svo mikið ver- ið eftir af lienni um 1830, að Krieg- er stiftamtmaður (1829—36), hefir látið hlaða hana upp og gera vel við hana ekki seinna en árið 1835 því að það ár „er samþykt á borg- arafundi, að bærinn taki að sjer til viðhatds veginn upp að Skóla- vörðu, sem Krieger stiftsamtmaður, tiáfði látið byggja upp á sinn kostn- a'ð“, að því er segir í Reykjavíkur- sögu Kl. Jónssönar (IT. bls. 128). Kleméns telur að Krieger hafi bygt upp vörðuna (sbr. II, 51) en vera íná, aÆfeþann hafi látið gera við veg- iftn þaúgað, enda getur þáð ekki sið- ur staðist, samkvæmt orðalaginu, og vilja sumir halda því fram, að vegurinn, Skólavörðustígur hafi ver- ið kallaður Kriegers Minde, en ekki varðan sjálf. Yfirleitt er flest mjög á huldu um hina eldri Skólavörðu, líka það, hvort það hefur verið hún, sfem hrundi árið 1860, eins og segir í Reykjavíkursögunni, eða hvort þar á að standa ártalið 1866. Hjer er því rjettast að gefa „Þjóðólfi“ frá 1868 orðið. Þar er lýsing á hinni ný- hygðu vörðu, hráðskemtilega rituð, samtal tveggja sveitamanna, sem koma inn i bæinn og hafa sjeð „snjó- hvítan dýl bera við vesturloftið“ alta leið af hæðunum suður af Grím- mannsfelli og ofan frá Fóelluvötn- um: „Skólcwarðcm þó þó“, sagði ann- ar af 2 mönnum lausriðandi, á skinnsokkum og með keðjubeisli og króksvipu í hendi er hann stefndi út frá nára sjer, er þeir komu ofan cftir hæðunum milli Rauðavatns og Árbæjar 29. þ. m. (sept.), —- „Skóla- varðan laxi góður, ekki vel; sú gamla, sem var vel stæðileg var rif- in i grunn niður fyrir fám árum og það fyrir ekki neitl; var bygð upp aptr fyrir 200—300 rd. samskot, og hrundi svo sjálf aldeilis órifin; það hrun var ekki af manna höndum gjört og kostaði ekki neitt, eins og þú og hver maðr hefir getað lesið í „Norðanfara“ lil mikils sóma fyr- ir hann og fyrir höfuðstað landsins — svo að jeg held þú vaðir reyk; hver hefði kannske átt að slá þeim Mósis-sprota á helluna, að þaðan skyldi spretta upp slíkr almúraðr og fágaðr kastali, er gnæfir yfir ský- in? eða hvaða Jovis-almætti skyldi hafa megnað því, að þessi altýgjaða Mínerva stendr þarna áðr en nokk- urn varði og þarsem ekki var annað fyrir en sorgleg grjóthrúga ofaná grjótnrð". Ljósm. Ólafur Magm'isson. í þessu sama hlaði er lýsing á vörðunni. Ilún er ferstrend að utan og jafnbol, hátt á 9. alin utanmáls, en aðeins á 5. alin að innan, því að veggirnir eru fullra 5 feta Jjykkir neðst. Var hún tvær hæðir, slein- stöpullinn, en J)ar ofan á handrið og opið fyrir ofan það, uppi að þak- inu, sem mun hafa verið með sama sniði og enn er. Á annari hæð stein- vörðunnar voru litlir gluggar til norðurs og suður, með bogalagi eins og dyrnar. Gpnun skólavörðunnar var auglýst á götunum morguninn 21. okt. „Bæjarmenn söktu samt fund þenna næsta dræmt og fjölinentu þar ekki parið“, segir Þjóðólfur, „vegna þess íið póstskipið var J)á í sem hörð- ustum burtbúningi, og allir í önn- um kafnir að afgreiða það. „Við opnunina las formaður bæjarfull- (rúanna, Hans A. Sivertsen upp brjef landfógetans (er hefir einn gengist fyrir því að skólavarðan cr endur- • reist og bygð eins og hún er nú) til bæjarfulltrúanna í Reykjavik og bið- ur hann þar bæjarfulltrúana „að taka að sjer skólavörðuna sem eign bæjarins, uppbygða honum til prýð- is og bæjarbúum til skemtunar". — í brjefinu er sagt frá gangi málsins og hruni liinnar fyrri byggingar árið 1866 til þeirrar byggingar hafði safnast 176 rd. 72 sk. árin 1865—6, en búið að lcosta til hennar 226 rd. er hún hrundi. Endurbyggingin kostaði -alls 1064 rd. 48 sk. og hafði M. Melchior stór- kaupmaður i Khöfn gefið 300 dali en ónefndur 180 dali en Árni Thor- steinson sjálfur uppboðslaun sín. 59 rd. 3 sk. en auk Jiess hafði hann lagt út til fyrirtækisins al'gang kostnað- arins, nær 500 dali. Hve mikið af |)ví hefir fengist endurgoldið með samskotum er ekki kunnugt. En nefnd var kosin til þess að ná hall- anum saman með frjálsum samskot- um. l>essi varða stóð svo tengi i sama horfi. En Jægar frá leið fúnaði timb- urverkið, grindverk og stoðir á sýn- ispallinum svo mjög, að varla J)ótti manngengt þar uþþi, og bæjarbúar sýndu l)ar af sjer óþverralega um- gengni, svo að varðan l'ór að fá á sig „óorð“ og straumurinn þangað rjenaði stórum. Coghill, skotskur kaupmaður, sem ilvaldi hjer löng- um og keypti hesta og fje, gaf timb- urverk ofan á steinvörðuna, þil að neðanverðu með hlerum að ofan, i stað hinna opnu grinda, og mun varðan að ofan J)á hafa komist sem næst í það horl', sem hún er enn i dag. . Sjálfsagt mundu margir Reykvík- ingar kunna að segja þessa sögu miklu lengri, en.hjer er gert. Og væri þörf á, að þeir sem betur vita og meira, og helst af eigin minni, um þessa byggingu, sem Reykvik- ingum J)ótti svo mikill sómi að á sínum tíma, rituðu það og varð- veittu frá glötun. Þeim mönnum, sem muna endurbyggingu Skóla- vörðunnar, l'ækkar nú óðum, en væntanlega rifjasl eitthvað af J)essu up]) fyrir þeim þegar hún fellur i'rá, því að íslendingum hefir löngum verið tamt að skril'a eftirmreli. — Um það leyli sem Skólavarð- an var endurreist var holtið kring- um hana óbygt að kalla, en þjóð- vegurinn niður í bæinn var lagður yfir holtið sunnan við vörðuna. Var hún þvi einskonar útvörður höfuð- staðarins og lieilsaði aðkomuinönn- um. Samkvæmt skipidagsáæ’tlun- inni verður þess máske skamt að bíða, að albygl verði í kringum hana. Og þeir sem liarma vörðuna mest, geta ekki sýnt henni meiri sóma, en að skjóta saman þegar batnar í ári og gera henni nýjan „eftirmann" stærri og fegurri — útsýnisturn inni á Öskjuhlíð — eða jafnvel lengra undan, ef menn halda að bærinn þenjist þangað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.