Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Fyrirbæn. Eftir S. D. Gordon. Megum vjer treysta því, að lyrirbænir vorar verði ástvin- urn vorum að liði? Guðsorð og reynsla trúaðra manna svarar þeirri spurningu liiklaust játandi. Sagan,sem jeg ætla að segja ykkur, staðfestir þetta. Þar eru tvær aðalpei'sóniir: konan, sem biður, og maðurinn, sem verð- ur að nýjum manni. -v Hann er fæddur og uppalinn í Nýja-Englandi (í Norður- Ameríku) og á þar heima. Að likamsbyggingu er hann óvenju vel á sig kominn og hraustur. Og slíkt liið sama er að segja um andlegt atgervi lians. Hann er málafærslumaður og eins og skapaður til forystu. I æsku langaði hann til að verða prje— dikari. En með aldrinum varð hánn efagjarn, lesinn og lærður í hverskonar efaspeki. Sam- bandsþingmaður var hann kos- inn fyrir ríki sitt, hvert kjör- tímabilið eftir annað, nú í fjórða sinn, er saga þessi gerð- ist; Atburðir þeir, er hjer ræðir uin, gerðust þá er liörðust var rimman i Sambandsþinginu milli þeirra Hayes’s (síðar for- seta Bandaríkjanna) og Tild- en’s (landstjóra i New York), sem talið er róstusamasta þing eftir borgarastyrjöldina. Það var eiginlega ekki tími nje tæki- færi til að hugsa um andleg efni í þingsölunum, enda beind- ust hugsanir þingmannsins alls ekkert í þá átt. Hann gaf sig aðallega að fríhyggjumönnum í þinginu, sem styrktu hvorir aðra í vantrú og efasemdum. Þá bar svo til einn dag, er bann var önnum kafinn við þingstörfin, að yfir hann þyrmdi þeirri hugsun, að Guð — sem hann alls ekki trúði á og þóttist geta berlega sannað, að ekki væri til — væri þarna hjá honum, ljeti sjer ant um hann og væri óánægður með framferði hans gagnvart sjer. Og hann sagði við sjálfan sig: „Þetta er hlægilegt, já heimsku- legt! Jeg hefi víst lagt of mikið á mig og haft of miklar kyrset- ur, og er þessvegna orðinn veikl- aður. Það er því best að jeg fari út og fái mjer friskt loft“. Og það gjörði hann. En þessi sannfæring um ná- lægð Guðs varð sterkari. Hún óx dag frá degi. Og þessu fór fram svo vikum skifti, eða á fjórða mánuð, ef jeg man rjett. Þá ákvað hann að taka sjer hvíld og fara heim og dvelja þar um hríð. Hann þurfti líka að gæta hagsmuna sinna þar, því að til stóð að þingflokkur lians, sem var öflugastur, útnefndi hann sem landsstjóra fylkisins. Þegar heim kom, varð hann þess brátt áskynja, að kona hans og tvær konur aðrar höfðu bundist helgum samtökum um að biðja fyrir honum, að Guð mætti veita honum náð til aft- urhvarfs. Um þetta voru þær búnar að biðja svo mánuðum. skifti. Þá mintist hann strax hinnar ógeðfeldu reynslu í Wasbington og undraðist stór- um. Ljet hann þó ekki á þvi bera, en spurði kæruleysislega, hvenær þær hefðu byrjað á þessu tiltæki. Kona lians nefndi daginn. Fór hann þá að bera saman í huganum og komst brátt að raun um, að það var einmitt sama daginn, sem hinni furðulegu sannfæringu um ná-* lægð Guðs þyrmdi yfir hann. Hann varð meira en lítið óttasleginn. Hreinskilinn vildi hann vera og vandaður í öllum sínum hugsunarliætti. Og hann sagði við sjálfan sig, að ef það reyndist satt, að bæn gæti haft slik áhrif, þá hlyti kristna trú- in að vera sönn. Og nú hófst hin innri barátta. Hafði hann farið villur vega öll þessi ár? Hann velti þessu vandamáli fyrir sjer fram og aftur, með rökvissu málafagrslumannsins. Og hann sagði við mig, er hann skýrði mjer frá þessu: „Sem heiðvirður maður hlaut jeg að viðurkenna það, sem gerst hafði. Og í raun og veru var jeg þess albúinn, að trúa á Krist það sama kvöld“. Nokkrum kvöldum síðar kraup bann á knje við altarið í meþódistakirkjunni þarna í átthögum sínum og fól Guði sterkan vilja sinn. Vaknaði þá aftur bjá honum löngun og sannfæring æskuáranna, að liann ætti að verða boðberi fagnaðarerindisins. Og það fór um hann eins og Pál frá Tars- us: lií hans gjörbreyttist. Og alla tíð síðan hefir hann prje- dikað fagnaðarerindi Krists með krafti. En svo fýsti mig mjög að kynnast liinni hlið málsins, „bænarhliðinni“. Kona þingmannsins liafði verið trúuð um margra ára skeið, einnig áður en þau gift- ust. Síðar hafði hún og orðið fyrir sjerstökum trúaráhrifum, er urðu til þess, að hún gaf sig algjört á vald Drottni Jesú. Og þá vaknaði hjá henni sú inni- lega þrá, að manni Jiennar mætti auðnast að taka sinna- skiftum og snúa sjer til Guðs. Og svo var það, að vinkonurn- ar þrjár tóku til að biðja dag- lega um þetta, uns breytingin varð. Eitt kvöldið, er hún var kom- in inn í svefnherbergi sitt og var að biðja, varð hún óvenju sorgbitin, er hún hugsaði til manns síns og bað fyrir lionum (það var fyrsta kvöldið, sem hánn — i mörg hundruð milna fjarlægð varð var við áhrif fyrirbæna hennar). Hún fekk engrar værðar notið, vegna sorgarinnar. Loks reis hún upp úr rúminu og kraup við rúm- stokkinn. Meðan hún svo var að biðja, fanst henni sem við- kvæm og kyrlát innri rödd segði við hana: „Viltu taka af- leiðingunum?“ Hún varð ótta- slegin. Þetta var henni svo ó- vænt, að hún áttaði sig eklci á þvi. Og svo hjelt hún áfram að biðja, án þess að sinna þessu frekar. En aftur kom sama spurningin: „Viltu taka afleið- ingunum?“ Og enn varð hún brædd. Hún fór upp í rúmið. En sofnað gat hún ekki. Og enn kraup hún á knje og bað og heyrði sömu viðkvæmu rödd- ina. Nú svaraði hún, og það með þeim innileik og alvörugefni, er bar vott um sálarneyð henn- ar: „Já, lierra, veitir þú mjer aðeins þá bæn mína, að maður- inn minn snúi sjer til þín, þá er jeg fús til að taka hverju því, er að höndum kann að bera!“ Jafnskjótt hvarf sorgin og hjartað fyltist nýjum og sæl- um friði. — Og nú gat hún sofn- að. Dag eftir dag hjelt hún svo áfram að biðja, ekki með hrygð í liuga, heldur róleg og með ör- uggri sannfæringu um bæn- heyrslu. Og eins og þegar er getið, náðu áhrif fyrirbænanna alla leið til Washington, gegn- um þykka og þunga loftið i þingsölunum og til hans, sem fyrir var beðið. Honum var borgið! En hverjar voru þessar af- leiðingar", sem konan var spurð um? Hún var þingmannskona. Og til stóð að hún yrði landstjóra- frú, tignasta konan i ríkinu. Nú er hún prjedikara kona og fær ekki að halda lengi kyrru fvr- ir á sama stað. Þetta eru harla ólíkar stöð- ur. Þó liefi jeg aldrei sjeð konu, er meira ætti en hún af þeirri fegurð, sem er samfara Guðs friði. Hann ljómar á ásjónu hennar og i ljúfu brosi hennar. — Lauslega býtt. — Árni Jólmnnsson. íiifiJBMSiOíiiiik.- Málning. Öllum verður reynslan sama á vörum okkar. VÖRUR frá I. D. Fliigger, Hambnrg: Titanhvíta Zinkhvíta Dekkhvíta Blýhvíta „Gletscherweiss* „Rapiol“ Japanlakk Huflina- Eikar- Kopal- Ahorn- Garðbekkja- Borðplötu- Slípingar- Silkigljáa- Hitaleiðamli- Asfalt- Gólf- „Oxylin"-l)ílalökk, fyrir sprautur, glær og í 35 litum. Hjólheslalökk, vjelalökk. Allir litir, þurrir og olíu- rifnir. Löguð málning í öll- um litum.. burkefni Terpentína Blöndunarefnið „Rapid", sem þurkar málningu á 3— 4 timum, má engan málara vanta. Spartl, Sandpappír, Trjellm o. fl. o. II. Höfum öll málaraáhöld og allt, sem að málningu lýtur. Einnig alt fyriir listmálara. Penslarnir eiga að vera með þessu vörumerki: Vörur sendar út á land gegn póstkröfu. Málarinn Reykjavík Bankastr. 7. Sími 1498.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.