Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 30

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 30
30 FÁLKiN N f á r. Rússneskt æfintýri. annar þeirra fátækur, en hinn rik- ur. Fátæki bróðirinn misti konu sína. Hann átti dóttur, sem var sjö ára gömul þegar móðirin andaðist. Hann kallaði hana Sjöár, og það hjet hún síðan alla æfi. Sjöár fjekk lít- inn, vesældarlegan kálf að gjöf frá ríka frænda sínum. Hún annaðist kálfinn með mestu umhyggju, enda þreifst hann ágætlega og varð prýði- leg kýr, þegar stundir liðu fram. Einn góðan veðurdag eignaðist kýr- in fallegan kálf, sem hafði klaufir úr skíru gulli. Ríki bróðirinn frétti þetta, og þar sem hann var ágjarn, hjelt hann því fram, að hann ætti kálfinn. Hann hefði að vísu gef- ið Sjöár kúna, en ekki kálfana hennar. Fátæki bróðirinn fullyrti, að Sjöár ætti kálfinn, og fór svo að lokum, að báðir bræðurnir fóru til dómara og báðu hann að skera úr málinu. Dómarinn hlustaði á þá báða, en hann vissi ekki, hvernig hann átti að dæma og sagði síðan: „Jeg legg fyrir ykkur þrjár gátur. Sá sem getur rjett, fær kálfinn. Fyrsta gátan hljóðar svo: Hvað er fljótast í heimi?“ Fátæki bróðirinn sagði dóttur sinni gátuna og spurði hana, hvort hún gæti hjálpað sjer. Hún sagði: „Vertu ekki kvíðinn, pabbi! Bið þú til guðs og farðu að sofa. Það er betra að hugsa á morgnana en á kvöldin“. Næsta morgun vakti Sjöár föður sinn og sagðip „Nú verðúrðu að fara til dómar- ans! Segðu honum, að hugurinn sje fljótastur í heimi“. Þegar bræðurnir komu til dómar- ans var ríki bróðirinn spurður fyrst. „Jeg á afbragðs hest“ svaraði hann. „Hann hleypur svo hart, að ekkert getur náð honum. Hann er fljótastur alls í heimi“. „Jeg þekki annað, sem er ennþá fljótara“, sagði fátæki bróðirinn, „og það er hugurinn“. Dómarinn varð undrandi, en varð þó að viðurkenna, að fátæki bróðirinn hefði rjett fyrir sjer. Síðan lagði hann næstu gátuna fyrir þá. Hún var þannig: „Hvað er feitast í heimi?“ Báðir bræðurnir fóru heim til sín og veltu gátunni fyrir sjer. Fátæki bróðirinn spurði dóttur sína. „Farðu að sofa, faðir sæll“ sagði hún. „Það getur vel verið, að jeg verði búin að ráða gátuna á morg- un“. sinn og sagði: „Nú verðurðu að fara til dómar- ans. Segðu honum að jörðin sje feit- ust í heimi, þar sem hún fæði mat- jurtir, korn og allskonar ávexti“. Bræðurnir fór til dómarans og sá riki var spurður fyrst: „Hvað er feitast í heimi?“ „Það er stærsta svínið mitt“ sagði hann. „Ekkert feitara er til“. Bræðurnir komu til dómarans og sá ríki var spurður fyrst, eins og áður. „Konan er best og líknsömust í heimi“ svaraði hann. Þetta var að vísu nógu laglegt svar, en fátæki bróðirinn sagði: „Nei, svefninn er bestur allra, því að hann ber á burtu allar áhyggjur og sorgir“. Dómarinn varð að viðurkenna, að fátæki bróðirinn hefði altaf get- ið rjett.’ í „Hefúrðu ráðið gáturnar einsam- all, eðg hefir einhver hjálpað þjer?“ spurði hann. „Ef satt skal segja, þá hefir dóttir mín bjálpað mjer“, sagði maðurinn. Dómarinn brá sjer út og kom aft- ur að vörmu spori með eggjakörfu. „Fáðu dóttur þinni körfuna", sagði hann, „og segðu henni, að á morgun eigi hún að vera búin að unga eggjunum út“. Maðurinn fór með eggin til dótt- ur sinnar og sagði henni það, sem dómarinn hafði sagt. Sjöár sótti hnefa korns og sagði við föður sinn: „Færðu dómaranum þetta korn, og segðu honum að sá því og láta það vaxa, svo að jeg geti fengið ný- þroskað korn handa ungunum mín- um á morgun“. Þegar dómarinn heyrði þetta svar, lagði hann strax á stað heim til stúlkunnar, því að liann hafði á- kveðið að giftast henni, ef hún væri eins fögur og hún var vitur. Þegar hann kom þangað var Sjöár ein heima. Hann bað hennar sam- stundis, og Sjöár tók bónorði hans, þar sem hann var bæði friður og góður maður. „Bara að faðir þinn væri heima, því að þá gætum við gift okkur strax“, sagði dómarinn. Þá spurði dómarinn fátæka bróð- urinn. „Jörðin er feitust alls í heimi“ sagði hann. „Þar sem hún fæðir mat- jurtir, korn og allskonar ávexti — og feita svíriið hans bróður míns“. Dómarinn varð aftur hissa og varð að viðurkenna, að fátæki bróð- irinn hafði rjett fyrir sjer. En siðan lagði hann þriðju gát- una fyrir þá: „Hváð er hið besta og líknsamasta í heirai?“ Fátæki bróðirinn fór heim og bað dóttur sina að hjálpa sjer eins og áður, en hún sagði, ;sem fyr: „Farðu að sofa, fáðir sæll. Það getur vel verið, að jeg verði búin að ráða gátuna á morgun". Um morguninn vakti hún föður sinn og sagði: „Nú er jeg búin að ráða gátuna, pabbi. Svefninn er bestur allra og líknsamastur, þvi að hann ber á burtu allar áhyggjur og sorgir“. „Ef að faðir minn hefir farið beint, þá verður langt þangað til hann kemur, en hafi hann farið krókaleiðina þá hlýtur hann að koma á hverri stundu“, sagði Sjöár. „Hvernig getur þvi vikið við?“ spurði dómarinn. „Já, beina leiðin liggur yfir mýr- arnar, en krókaleiðin liggur hring- inn f kringum þær“, sagði stúlkan. Faðirinn kom í þessum svifum og svo var brúðkaupið haldið. En fyrst varð stúlkan að lofa því, að hún skyldi aldrei skifta sjer af dómuin og úrskurðum mannsins sins. Gerði hún það, yrði hún samstundis að fara í burtu frá honum, en þó mætti hún taka með sjer þann hlut á heim- ilinu, sem henni þætti vænst um. Nokkru eftir brúðkaupið þótti konunni maður sinn kveða upp rang- an dóm og fann að því við hann. Þá varð dómarinn reiður og sagði, lað nó hefði hún þrotið loforð sitt og nú yrði hún að fara. Ivonan bjóst til ferðar, en beið samt þangað til að niáður hennar var sofnaður um kvöldið. Þá ljet liún tvo sterka vinnumenn setja mann sinn í poka og bera hann á eftir sjer, því að það var eininitl hann, sem henni þótti vænst um af öllu á heimilinu. Þegar maður hennar vaknaöi i pokanum fór hann að skellihlæja. Og síðan lifðu hjónin saman sæl og á- nægð til æfiloka. Ferju-Lási. Frh. al' bls. 21. Lási óð út í ferjuna og ýtti í'rá landi, án þess að mæla orð frá vörum. Allir fundu, að nú var þungt yfir Lása. Sigriður mundi eftir mörgum ónotum frá Lása, en sjaldan hafði henni fundist svör hans jafn illhryss- ingsleg, eins og þennan morg- u n. Hún kjagaði upp hrönnina og rak krakkana á undan sjer heim að bænum. A miðri leið leit hún aftur — ’ en ferjan var þá horfin í sort- ann með Lása og gestinn. Þeir rjeru báðir, Lási og Ver- mundur. Lási treysti sjer nokk- urnveginn að taka rjetta stefnu yfir á eyrina, eftir vindstöðunni. Hann var svo sem vanur að slarka þarna landa á milli, þótt dimt væri. Mest kveið hann fyrir isrekinu, í þessum báru- dólpungi. Þeir töluðu fátl saman. Ver- mundur yrti nokkrum sinnum á ferjumanninn og spurði ein- hvers, en Lási var fúll og stutt- orðui1, svo að ekkert var á hon- um að græða. Loks hætti Ver- mundur að spyrja nokkurs og rjeru þeir síðan þegjandi og þumbaldalegir. Með þögninni varð róðurinn sterklegri, streitt- ist hvor á móti öðrum, svo að íerjan þaut áfram og skvetti bárunum langt frá sjer. Nú voru þeir komnir fram i ísrek- ið. Lási gætti við og við, á snið framundan ferjunni, en sá ekki langt fyrir kafaldinu. Ait í einu brakaði í stafni ferjunnar og í sama bili rann liún af afli miklu upp á ísjaka. Hjekk hún upp ó jakanum en við rykkinn hrökk Vermundur úl á borðstokkinn, svo að ferjan lagðist ó hliðina og sjórinn fossaði inn í hana. Vermundi fataðist tök, vegna þess, hvernig liann liafði dottið og náði aðeins í árina um leið og hann fjell útbyrðis. En Lási komst yfir á liinn borðstokkinn og stökk yfir á jakann. Báðir ráku upp óp við þetta skyndi- lega óhapp. Lási áttaði sig brátt, hann hrinti ferjunni ofan af jakanum og henti sjer út í hana, þóttufulla af sjó. En skammt frá ferjunni hjekk Ver- mundur hljóðandi ó árinni. Bárurnar kaffærðu hann öðru hvoru. — Lási náði austurtrog-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.