Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 38

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 38
38 F Á L K 1 N N Þegar aðalkonsúllinn fór í sjó! Aöalkonsúllinn er öruggur i frani göngu. ( ) Myndugur i formannssætinu. Virðulegur þegar hann talar á að- alfundum. Hvað Danir seg-ja um „Vjer hjeldum heim“. „Vjer hjeldum heim“ er ekki í neinu tilliti lakari en sú fyrri ... Hinn glöggi sálarlífs- skilningur hans og lag hans á, aö láta djúpa mannlega innsýni koma fram í almennri frá- sögn og varpa þannig yfir hana skáldlegri blœju, lielst ekki aðeins óskertur, heldur kem- ur það jafnvel betur fram í þessari bók. Svend Borberg í „Politiken". Það er blátt áfram sorglegt að sjá jafn öruggan, virðulegan og myndugan mann fara i sjá. GÖTUSALINN Fyrir 18 ár- SEM VARÐ um var Se- MILJÓNAMÆRINGUR. bastino Rug- -------------------- geri fátækur götusali í Turin og hafði tæplega ofan í sig. Svo var það einn dag að prúðbúin kona kom til hans, þar sem hann var með kerruna sína og spurði hann formálalaust: — Vilj- ið þjer verða miljónamæringur? Sebastino stóð og glápti á hana, svo brosti hann og gekk leiðar sinn- ar. En konan var ekki af baki dottin. Hún elti hann og sagði honum frá því, að fyrir fjórurn vikum hefði for- rík ekkja, Elvira Allegretti gerl hoð fyrir sig og beðið sig um, að hafa uppi á syni sínum. Konan var nefni- lega spákona og skygn og lijet Esther Francesi. Frú Allegretti hafði sýnt henni mynd af drengnum sínum, sem hafði horfið þegar hann var barn. Nú var maðurinn hennar nýdáinn og hafði beðið hana á banasænginni að neyta allra bragða til þess að finna drenginn, svo að liann gæti fengið arfinn og notið rjettinda sinna. Þess- vegna hafði frúin snúið sjer til Esther Francesi og heitir á hana til liðveislu. — Og jeg var heppin, sagði hún við Sebástino. — Þvi að nú hefi jeg fundið drenginn. Það ert nefnilega þú. Nú skalt þú koma með mjer til ekkjunnar og vandinn er ekki ann- ar en sá, að svara já við öllu sem hún spyr um. Sebastino vissi ekki hvað gera skyldi, en sú skygna tók af skarið og sagði: Nú skulum við koma inn til Vigfúsar og þar kaupi jeg lianda yð- ur ný föt. Þá skyldi hann að henni var alvara og fór með henni. Og síðan byrjaði skrípaleikurinn. Elvira Allagretti fagnaði mjög komu sonar síns og gerði hann þegar að einkaerfingja sínum, í þeirri trú að hann væri rjettur afkomandi henn- ar. En Esther Francesi, sem vissi að þetta voru alt svik, ljet unga mann- inn undirskrifa samning þess efnis, að undir eins og ekkjan væri dáin, skyldu þau skifta eignum hennar með sjer til helminga. Sú skygna entist ekki tii að bíða eftir arfinum, því að hún er dáin fyrir nokkrum árum. En nýlega dó svo ekkjufrú Elvira Allegretti. Erfingjar þeirrar skygnu gerðu kröfu til hálfs arfsins, en Se- bastino vill ekki borga og segir að skjalið sje falsað. Nú eru erfingjarn- ir farnir í mál við hann, en jafn- framt heíir nýr maður komið fram á sjónarsviðið og segist vera sonur frú Allegretti. Svo það er bágt að vita livar miljónir þessarar hjátrú- arfullu kerlingar lenda á endanum. Kona nokkur i Wien leitaði ný- lega aðstoðar yfirvaldanna að hafa upp á barnsföður sínum. Henni vafðist mjög tunga um tönn, er hún átti að segja nafn hans, en loks var hægt að fá það upp úr henni, að hann hafi heitið Toni og hafi verið málafærslumaður. í Austurríki eru tii fjölda margir menn með þvi nafni og þar af allmargir mála- flutningsmenn. En nokkru síðar rifjaðist það upp fyrir henni, að hann hafi líka heitið Schuster. Hann hafði einu sinni gefið það nafn upp, jiegar hann símaði til hennar. Nú varð málið auðveldara í vöfum. Það var búsettur einn málaflutnings- maður, sem hjet Toni Schuster, í Wien. Honum var þegar stefnt fyr- ir rjett og tilkynt hvað væri á seiði. En hann ljet ekki svo lítið að mæta. Var hann því dæmdur faðir að barninu og átti þar af leiðandi að gjalda með því, eins og föður ber. Toni tók nú að rekast i þessu, því að þegar betur var að gætt var Toni kvenmaður. En hún fjekk enga leið- rjettingu mála sinna, því að sam- kvæmt lögum má ekki ógilda slíka dóma. Hún situr liví með sárt enn- ið og verður að gjalda með króan- um. Veiöarfæri I ■ ■ ■ fyrir komandi vertíö ■ ð i ■ - frá t eyris öngli til botnvörpu - mmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ■ veröur NÚ eins og U ND ANFARIÐ ■ ■ m m m BEST og ÓDÝRAST að kaupa hjá mjer. • : Biðjið um verðtilboð. ■ ■ Heildsala. Smásala. ■ m ■ ■ ■ 0. ELLINGSEN j reykjavIk. (Elsta og stærsta veiðarfæraverslun á landinu.) Simn.: -Ellingsen, Reykjavík.«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.