Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 43

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 43
F Á L K 1 N N 43 Dyravörðuv Grímur Thomsen Einarsson frá Bor(/ varð fertuq- ur 10. des. Guðjón Oddsson í Stóra-Seli verður fimliiqur 23. desember. Eyjólfnr Jónsson skipsljóri d m.b. ,,Skírnir“ í Sandgerði verð- ur fertugur 23. desember. Frú Sigríður Ólafsdóttir Freyju- götu 9 verður fimtug 23. des. Gnðmnndur Jónsson og Margrjet Árnadóttir á Klöpp í Grinda- vík átin giillbrúðkaup i gær. Vigdís Eiriksdóttir frá Miðdal varð 99 ára 2. nóvember, fædd að Vorsabæ á Skeiðum 2. nóv. 1832. Hún er nú til heimilis lijá dóttur sinni Guðbjörgu Guð- mundsdóttur á Úlfarsfelli í Mos- fellssveit og fái hún að lifa jól- in sem farct í liönd verða þau hundruðustu jólin sem hún lifir. Hvita kona Sheiksins Þaö var heitan sinnardag 1872, að sheikinn Sidi el Hajd Abdeslam kom siðast lil Tanger, sem er helsta borg- in í Marokko. Hann reið hœgt og gætilega gegnum mannþröngina og gaf nákvæmlega gætur ungu inn- fæddu stúlkunum. En alt í einu var honum litið upp. Þá sá hann hvíta stúlku svo fallega og með svo ljóst hár, að honum fanst hann aldrei liafa sjeð annað eins. Þetta var nú engin önnur en kenslukonan hjá enska sendiherranum þar í borg- inni. Nokkrum mánuðum seinna, i janúar 1873 stóð brúðkaupið. En miss Emily afneitaði ekki trú sinni, svo að vígslan lör fram eftir ensk- um og Múhameðstrúargiftingasiðum. Þau eignuðust tvö syni, og það varð nóg til þess að innfæddu kon- urnar sýndu hen'ni mestu vinsemd. En þegar frú Emily ætlaði að koma almennum hreinlætisreglum á i kvennahúrinu, þá kom nú heldur habh i bátinn. Einu sinni kom þjónn inn til sheiksins í dauðans ofhoði og' sagði að „hvita konan“ væri að drekkja syni hans, en þegar menn fóru hetnr að gá að þessu, kom það i ljós, að hún hafði verið að haða drenginn sinn. Seinna komst sheik- inn til hærri metorða. Fóru menn þá að sýna þeim hina mestu lotn- ingu, og hvar sem þau komu voru þau tignuð og tilbeðin eins og guðir. — í fimtán ár lifðu þau hamingju- sömu og rósömu lífi. Þá fór frú Emily til Frakklands til þess að fá gott uppeldi og góða mentun handa syni sinum. Þá mátti sheikinn lil að fá sjer aðra konu, og var náttúrlega ckkerl út á það að setja, eftir aust- urienskum sið. En um þetta leiti lcnti sheikinn í deilum miklum við Frakka. Var honum byrlað eitur af óvinum sínum. Varð hann mjög veikur og ljet sækja konuna sina hvítu. Kom hún strax, en það var samt of seint. Því að nokkru seinna dó sheikinn. En frú Emily og synir hennar tveir lifa en i Marókkó með makt og miklu veldi. Menn sem voru konur. Sagan segir okkur frá mörgum konum, sem gengu í karlmannsföt- um. Aftur á móti eru það færri karl- menn, sem ljetu dáðst að sjer í kvenklæðum. Samt var það til. T. d. kom kona ein, Henriette de Lan- ges, fram á sjónarsviðið i París eft- ir 1815, þegar Bourhonarnir komu al'tur til valda. Iiún þóttist hafa ver- ið fjeflett á hyltingatímunum og sýndi hrjef, þar sem Lúðvík 16. gaf henni, ekki aðeins lífeyri heldur einnig ókeypis bústað i Versailles. Hún var tvisvar trúlofuð og dó i elli 1843. Fyrst eftir dauða hennar kom- ust menn að því hvers kyns hún var. — Af konum sem gengið hafa í karlmannsklæðutn skal fyrst telja kohu þá, sem ferðaðist altaf með Byron, þegar hann fór að heiman. Þóttist hún vera yngri bróðir hans, en var ekkerl annað en ástmær liáns. Pohan kardínáli tók altaf með sjer, þegar hann fór eitthvað, ung- an ábóta. En ábótinn var engin önn- ur en Marguise de Marigry, sem var ástmey kardínálans. Svo eru það tvær enskar konur, Maria Road og Enne Bonny, sem rjeðu sig á sjó- ræningjaskip 1720 og börðust ekki ver en aðrir karlar. Ennfrcmur má nefna greifafrú d’Agoult, sem fylgdi Liszt hvert sem hann fór, dulbúinn sem karlmaður. Massena hershöfð- ingi fór með ástmey sina til Spánar og hafði hána þar hjá sjer í aðstoðar- foringjabúningi. Þegar Dumas kom og var að liorfa á æfingar leikrita sinna, fylgdi honuni altaf elskuleg- ur unglingur, sem var cngin annar cn ástmey hans. Balsac fór altaf nteð ástmey sína, hvert sem hann fór. Að lokum nefnum vjer frægustu konuna, sehi hefir gengið i karl- mannsklæðum. Það er skáldkonan George Sand. Ilún var hálfa æfina i karimannsklæðum. Dr. Wizkowski i Warschau varð a skömmum tima þektur um alt Pól- land, sem aðalskurðlæknir iandsins. Það kom varla svo sjúklingur, að hann legði hann ekki á skurðar- borðið. Á stuttum tíma hafði hann skprið upp 400 sjúklinga. Að visu hepnuðust honum ekki allir skurðir, Steyptar mjrndir. Höggmyndir eru svo dýrar, að almenningur hefir ekki efni á að eignast þær, og gipsafsteyp- ur þykja sviplausar og eru auk þess viðkvæmar og hættir til að skemmast. Þessvegna eru mynd- höggvararnir sem óðast að taka upp ýmsar nýjar aðferðir til þess að gela gert myndir, sem eru svipsterkar eins og högg- mvndir í marmara, ódýrar og ekki brothættar. Ásmundur Sveinsson hefir t. d. gert til- raunir til að steypa myndir úr granítblöndu, og eru nokkrar þessara mynda til sýnis i glugga í Bókaverslun E. P. Briem i Austurstræti, flest lágmyndir. Eru sumar mvndirnar gerðar úr blendingi af steypu og norsku graniti og telur Ásmundur það efni hest af þeim, sem liann hel'- ir revnt. Aðrar myndir eru þarna úr sænsku graníti og loks eru þarna myndir úr íslenskri marmarasteypu. Hjer birtisl mynd af einu listaverkinu: „Piltur og stúlka“. en að einu leyti var hann alveg frá- bær. Hann saumaði betur saman skurðina en nokkur annar læknir. Að lokum þótti mönnum samt grun- samlegl framferði þessa manns. Var hafin rannsókn, setn líklega ein- hverjir öfundarmenn hans innan læknastjettarinnar hafa komið á stað. Leiddi rannsókn þessi í ljós að tnaðurinn var ekki dr. Wizkowski lieldur Joseph Mallochski skósmið- ur. Fyrir sjö árum hafði hann stol- ið embættisbrjefum dr. Wizkowskis, sem þá var myrtur. Lagði hann þá niður skóaraiðn sína og ákvað að teggja stund á lækningar. Hafði hann á þessum árum náð þessari ó- trúlegu leikni í skurðlækningum. sem samt varð honum að falli. Léreítstuskur kauplr Herbertsprent,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.