Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 20

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 20
20 F Á L K I N N Ferju-Lási, Saga ettir Gunnar M. Magúss. Lási damlaði i hægðum sín- um gegnum rekísinn á firðin- um. Honum lá svo sem engin ósköp á í blessuðu logninu. En hann þurfti að gæta þess vel að róa ekki á ismolana, sem morruðu í kafi og bárust með straumnum um allan fjörðinn. Lási vissi það af reynslunni, að jafnvel smájakar gátu skorið byrðinginn, eins og bitur egg- járn. í þetta skifti var Lási svo und- ur ánægður með tilveruna. Þelta var dagurinn fyrir Þor- láksmessu og sólin skein niður í miðjar hlíðar. Fannhvítar f jallahliðarnar slóu björtum ljóma yfir fjörðinn og bimiri- inn hvelfdist i skammdegis- bláma yfir sveit og sæ. Lása ljetti altaf í hvert skifti eftir vetrarsólhvörfin. Skamm- degið ógnaði honum með myrkri, dauðans kulda og manndrápshengjum fyrir ofan bæinn. En sólskinið á fjalla- tindunum fyrsta daginn eftir sólstöður fanst honum lioða blessun og yndi. Enginn fann þó betur breyt- inguna á skaiiferli Lása, en hún Sigríður lians, sem liafði lifað með honum þarna á ferjustaðn- um, eins og hún væri konan hans — í þessi átján ár. Og Lása langaði altaf til þess að gleðja hana ofurlitið fyrir jólin. — - - Nú lagði hann upp árarn- ar og ljet bátinn reka hægt með ismorinu út eftir firðinum. Það var svo einstaklega ánægjulegt að sitja þarna á þóttunni,hlusta á ísskruðninginn og sjófugla- kvakið og gleyroa um stund öll- um erfiðleikum í þessu blessaða lífi. Lása fannst, að hann hefði ljorið allþunga byrði í lifinu, ekki siður en liver annar. Þau voru mörg áratogin, sem hann var húinn að taka á ferjunni, fram og aftur um fjörðinn. Oft hafði hann komið blaut- ur og kaldur úr ferjuferðum og stundum hafði Sigriður hans verið þung i vöfunum og gfört lionum lífið erfitt. Já, hún Sigríður hans. Lása fanst aðra stundina, að ]jað liefði ekki verið fyrir alla að feta í sporin hans um dag- ana. Stundum var hann jafn- vel liróðugur yfir því, hvað hann væri þó ennþá, eftir sam- búðina við þessa mislyndu konu og þessa mislyndu nátt- úru. Lási hvíldi sig nokkra stund, Ijet olnhogana hvíla á hnján- um og höfuðið lianga. Þannig naut hann værðar. Þá vakti sjófuglakliðurinn hann aftur til veruleikans. Hann rjetti sig og leit í kring- um sig. En hvað var liann ann- ars að hugsa. Byssan hans lá þarna í skutnum og fuglarnir kvakandi alt i kring. Skeð gat lika að selur sæist á jaka. Stundum liafði Lási komið með selkóp í soðið. Hann mintist ]>ess með hrifningu, þegar rjúk- andi selkjötið var borið inn i baðstofuna. — Hann skimaði nú í allar áttir, en hvergi var sel að sjá. Lási damlaði nú með hægð móti straumnum og læddist að fuglahóp, sem hjelt sig í einni vökinni. Skot reið af og annað til. Nokkrar æðarkollur lágu í blóði sínu. — í ljósaskiftunum renndi Lási ferjunni gegnum ishröngling- inn, upp að fjöruhrönninni. Sigríður kom kjagandi lit úr hænum og krakkarnir Jieirra í halarófu á eftir. Lási var var svo einstaklega glaður, þegar hann kastaði æð- arkollunum, einni á fætur ann- ari upp á hrönnina. Krakkarnir hlupu tindilfættir, með hávaða og kátínu og söfnuðu fuglunum í eina hrúgu. Svo stukku krakkarnir niður að ferjunni og tóku smáhöggla í fangið, sem pabbi þeirra hafði. fengið yfir á eyrinni. í bög'gl- unum var auðvitað einhver glaðningur til jólanna. En Sig- ríður stóð uppi á hrönninni með hendurnar á maganum, svo undur ánægð yfir því, hvað veðrið var nú gott, og hvað Lási gat breyst til hins betra upp úr vetrarsólhvörfunum. Svo tók hún allt í einu við- J)ragð og fór að draga vírstreng- inn ofan af spilinu. Lási krók- aði í ferjuna, svo hljóp allur skarinn, krakkarnir fimm og Sigriður og Lási, upp að hand- spilinu, til þess að draga ferj- una upp i naust. Lási var að vona, að liann þyrfti ekki að fara fleiri ferju- ferðirnar fyrir jólin. Úr þvi að ferjan var komin í naust og æð- arfuglakjötið í jólamatinn, gat hann notið áhyggjuleysis fram yfir jólin. — Lási lagði nú trje á borð- stokkana á ferjunni og batt liana niður við þunga steina á bæði borð. Síðan labbaði hann inn í hæinn. Þar beið hans trje- diskur, kúfaður af soðinni, út- bleyttri grásleppu og l)olli með mörfloti i, til þess að dýfa ofan Grásleppustykkin lmrfu, eitl eftir annað upp i Lása. En krakkarnir stóðu i kring, horfðu á pabba sinn og hlust- uðu á það, sem hann var að segja jnömmu þeirra í frjettum úr kaupstaðnum. Nú lá vel.á Lása og þá var altaf hátíð á heimilinu. Hann bað kerlu sína um molasopa aftur i bollann sinn, og sagði henni að reka svkurkvörn upp í krakkaang- ana til þess að leiða þau af. Siðan hallaði hann sjer á hakið upp í rúmið sitt. Brátt seig á hann sætur svefn, með værðar- hrotum við og við. Yngstu krakkarnir fóru að leika sjer að hrútshornum á moldargólfinu, en þau eldri fóru að hjálpa mömmu sinni, til þess að reita æðarkollurnar, sem áttu að fara í jólamatinn. - En dálítið ósamlvndi kom fyrir, þegar Lási steig fram úr rúminu í rökkrinu. Hann lók ekki eftir fiðurhrúgunni á miðju gólfinu og óð gegnum fiðrið og þeytti því ylir Sig'riði, um leið og hann skálmaði til dyra. Sigríður sat þar enn, með strigapoka á hnjánum og revtti síðustu kolluna i myrkrinu. „Þurftirðu endilega að reka lappirnar í fiðrið“. „Gastu hvergi liaft það ann- arsstaðar, aulinn þinn“. „Svei — Lási skálmaði lit og gáði lil veðurs. En Sigríður sagði elsla stráknum að kveikja á týrunni. Svo stóð hún upp og hristi af sjer mesta fiðrið, og ljet krakk- ana láta það í poka, meðan hún kioppaði fiðurhýunginn, sem hafði sest i hárið. Þegar Lási kom inn, duslaði liann smásnjókorn af erminni sinni. Sagði hann að veðrið væri að versna, himinn orðinn kaf- þykkur og komið fjúk. „Það er líklegt, að það sje betra að vera kominn undir þak með alt sitt, ef mig grunar rjett“. Það leið á kvöldið. llvítar snjóflyksur settust á rúðurnar á stafnglugganum, en veðrið var hæglátt að öðru leyti. Krakkarnir voru komnir i svefninn, Lási húinn að loka bænum, sestur snöggklæddur á rúmið og farinn að leysa af sjer skóna. En Sigríður var frammi í bænum að skifta um vatn á skötunni, sem álti að vera í Þorláksmessumatinn. Þá hrökk Lási all í einu við. Það var einhver að koma við stafngluggann. Snjórinn var strokinn af rúðunni og Lási sá glitta ógreinilega i skeggjað andlit. Það l'ór ónotahryllingur um Lása. „Hjer sje guð“, var kallað við rúðuna. Lási kallaði til Sigríðar, „Hjer sje guð“, var aftur sagt við rúðuna. „Guð hlessi þig“, kallaði Sig- riður á móti. „Hver er úti?“ „Langfcrðamaður, sem þarf að fá gistingu eða ferju vfir fjörðinní kvöld“. Lási ók sjer eins og hrollur- inn ykist. „Jeg fer ekki fet út í náttmyrkrið og kafaldið. Get- um við ekki látið hann sofa þarna i rúminu ykkar?“ „Krakkarnir — —.?“ „Þú getur fært krakkana saman. Og við verðum þá að kúldast saman hjerna í nótt“. Sigríður brá sjer fram í bæj- ardyr og opnaði útidyrahurð- ina. Við dyrnar stóð maður, mikill vexti og þreklegur, snjó- ugur eftir logndrífuna, frá hvirfli til ilja. Hann steig hiklaust yfir þröskuldinn um leið og liann heilsaði og hljes snjónum úr skegginu. Gusturinn af honum sveiflaði fjúkinu inn i hæjar- dyrnar. Svo að jeg get l'engið að vera hjerna í nótt“, spurði gesturinn. „Ef að gesturinn getur gerl sjer það að góðu, sem við bú- um við“. Hann gaut augunum undan loðnum brúnunum inn í hað- stofuna, liristi af sjer snjóinn og stappaði niður fótunum á víxl. Svo fór hann úr þykkum ferðajakkanum og smeygði sjer úr togsokkunum. Sigríður stóð hjá honum hálf- liogin, til þess að vera viðbúin að taka sokkana á lofti. Síðan gekk hún á undan gest- inum inn í haðstofuna. Lási sat þar enn hálfháttaður, með skó- þvengina leysta og annað axla- bandið út af öxlinni. Gesturinn gekk rakleitt inn að rúmi Lása og x-jetti honum höndina. „Gott kvöld. — Jeg heiti Ver- mundur“. Það var eins og gripið væri um lcverkar Lása. „Ver hmundur“, sxxgði hann i einliverju fáti og hvesti augun á gestinum. „Ilvaðan ber þig að?“ „Jeg kem að sunnan, gat ekki fengið skipsferð í þessu sigl- ingaleysi, en verð að komast lxeim fvrir jólin. .Teg hý í Heið- ardal“. Gesturinn strauk yfirskeggið og leit kringum sig. Lási var staðinn upp og staul- aðist út að glugganum og horfði út í myrkrið og fjúkið. Hann i'iðaði á beinunum eins og fár- vcilcur maður. Sigríður tók eftir þessari breytingu og lagði liendina á öxlina á Lása. „Lási, hvað er að þjer?“ „Hugsaðu ekkert um mig“. Sigríður snjeri sjer frá Lása og fór að sinna gestinum. En Lási ljest vera að gá til veðurs og starði gegnum rúðuna. En hugurinn var annarsstaðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.