Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N Edison hlustar á grammófóninn. inum, hinni undursamlegu „talking macliine“. MeS liinni íirustu nákvæmni skoÖaði hann í smásjá hvern þumlung hinn- ar þriggja mílna löngu rákar, sem nálin rispar i plötuna. Mörgum þúsundum plata var kastað burt og mörgum þús- undum dollara eytt — til þess að finna hið fullkomna. Nú kom röðin að plötum frægs fiðlusnillings, sem Edison vænti mikils af. Þeim var líka kastað. Flðlusnillingurinn kvartaði, en Edison svaraði: „Þær eru ekki nógu góðar fyrir mig. Það er ljeleg músík. Menn taka ekki eftir göllunum í konsertsalnum, en þegar vjelin á að skila aftur músík yðar, þá er hún óliæf“. Snillingurinn varð að játa að vissir tónar væru ekki eins og þeir ættu að vera. Edison tók nú fiðluna og rannsakaði strengi hennar með smásjá. Og þá kom ]iað i Ijós, að einn strengurinn var of slitinn, og gat ekki leng- ur framleitt fullkomlega hreina tóna. Uppgötvunin kom jafn flatt upp á þá báða, hugvits- manninn og fiðlusnillinginn. Edison gerði ekkert hálft, en alt heilt! — Þegar jeg fór út frá honum stóð hann kyr örlitla stund, stakk báðum höndunum djúpt niður i frakkavasana, nagaði vindilinn sinn og horfði rannsakandi á mig með gráum gáfulegum augunum. Siðan mælt hann: „Be sure you are rig'ht, and then go ahead! — Treystu því, að þú hafir rjett fyrir þjer og taktu svo til ó- spiltra málanna. — Þetta var Heiðursmerki Edisofis. SOKKARNIR eru viðkvæmar flíkur, aí öllum tísku klæðnaði þurfa þeir þvi besta meðferð. S.je varúðar gætl í þvotti, eykur það endingu þeirra. Lux notkun lieldur þeim sterkum og sem nýjum löngu eftir að önnur sápuefni mundu liafa slitið þeim til agna, því Lux-löðr- ið er hreint eins og nýjasta regnvatn. — 011 óhrenindi hverfa af hverjum silkiþræði fyrir hinu mjúka Lux-löðri. — Þeir halda hinum upprunalegá gljáa. — Lux gerir sokkana yð- ar aftur sem nýja, og eykur endingu þeirra. Hafið því Lux ávalt handbært. LUX Sokkarair yðar þvegnir Ar Lux þola betur og eru ávalt sem nýjir. LEVER BROTHERS LlMlTED, PORT SUNLICHT.EISOLAND* Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.G0 Það sem þolir vatn þolir Lux. Nú er timinn til að kaupa SKÓHLÍFAR og SNJÓHLÍFAR, meðan lága verðið helst. Mikið og fallegt úrval. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. síðasta setningin, sem jeg iieyrði Thomas Edison segja. Menn hafa ekki orðið á eill sáttir um Thomas Edison. Ýms- ir hafa kallað hann Napoleon hugvitsmannanna, og talið hann bera ægishjálminn yfir aðra hugvitsmenn. Aftur á móti hafa aðrir reynt að draga úr þýðingu hans með þvi að halda því fram, að uppfundningar lians sjeu að miklu leyti að ]>akka hugmyndum annara manna. Hvað sem öðru liður var Edison afbragðs könnuður. Hann hafði undursamlega hæfi- leika til þess að leysa úr við- fangsefnunum á praktískan og einfaldan hátt og var gæddur frábærri sameipisgáfu. Það cr oft erfitt að greina sundur liugvitssemina og sköp- unarhæfileikann. Geniið er 2 prósent inspirasion og 98 prósent transpirasion, sagði Edison sjálfur. Með transpira- sion átti hann við stöðuga lmgs- un, vinnu, tilraunir og síungt fjör til þess að sinna viðfangs- efnunum. Þannig var Thomas Edison. Þessvegna mun nafn hans ætíð ljóma sem leiftrandi stjarna meðal hugvitsmanna heimsins. Kona nokkur i London gekk i kvikmyndahús fyrir nokkru. Einn leikendanna vakti sjerstaklega at- hygti hennar. Henni sýndist það vera eiginmaður hennar, sem liafði horfið fyrir 30 árum. Ilún haifði haldið að hann væri dóinn. Hún skrifaði til kvikmyndafjelags þess, sem myndin var frá, og spurðist fyr- ir um þennan mann. Kom það upp úr kafinu, að þetta var eiginmaður hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.