Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 36

Fálkinn - 19.12.1931, Blaðsíða 36
30 F Á L K 1 N N þrótt fyrir allar tilraunir, aðeins tekist að bjarga nokkrum mjög flókn- um brotum. Annars hafa þessi orð —- í seinni bókinni — ekki verið mörg. Lesmálið var aðeins yfir hálfa fimtu blaðsíðu. Og stuttu eftir að þeir fjelagar komu til Hvíteyjar, 5. október, virðist hann hafa hœtt að skrifa, að fullu og öllu. Efst á 1. blaðsiðu seinni dagbók- arinnar virðist hafa staðið ártalið 1897. Það sem ritað er á þessa blað- síðu fjallar um það sem gerðist á jakanum. Lesmálið á þessari blað- síðu endar með orðinu „fláning“ og bendir því til þess, að þeir hafi náð í veiði. Tveimur línum síðar er hægt að lesa orðið „kofinn hjekk“ og getur það varla átt við annað en það, sem hann hafði minst á áður, þegar jakinn klofnaði. Ennfremur er talað um „kíkir —? staðmælingu" og um „láglendið“, athuganir, sem að likindum eiga rót sína að rekja til þess, sem hann hafði fest sjer í minni, meðan þeir voru úti á ísn- um. Siðasta orðið á blaðsíðunni er „eyjan“ — og er þar vitanlega átt við Hvíteyju. Á næstu síðu — hinn 5 um morg- uninn, en með því að siðar byrjar með orðunum „um kvöldið 5“ virð- ist það eiga við þann tíma, sem jjetta' er skrifað. Þetta er sama dag- inn, sem þeir, samkvæmt Strind- berg, hafa flutt í land. Það er í sam- ræmi við þetta, að daginn sem þeir fluttu í land hafa þeir, samkvæmt lesmálinu neðst á umræddri blað- síðu skírt sitt nýja heimili á Hvít- eyju með einhverju nafni, sem ekki er annað læsilegt af en „M... .plats“. Menn hafa giskað á, að Andrée hafi skýrt nýja heimilið, sem var loks á þurru landi á Hvitey, „Mina Andrées plats“ og tileinkað það látinni móð- ur sinni. En fæðingardagur bennar var einmitt þennan sama dag — 5. október. — 4nnars minnist dagbókin þennan dag ekki á annað en jökla og norðurljós. Prófessor Lithberg þykist áreið- anlega geta ráðið, samkvæmt því sem sagt er í dagbókinni, og sem lýsir viðliurðunum frá þeim dög- um að þeir fluttu i land, þetta út úr hinu síðasta dagbókarbroti And- rée, sem var að mestu ólæsilegt: Þeir hafa komið að landi í stormi og snjódrífu eða byl, og sjeð þarna fyrir sjer bera strönd við suð- vesturodda Hvíteyjar. Á þessum saina stað hafa sleðarnir verið dregnir á þurt og þar fundust þeir. En svo hafa þeir sjeð annan stað hærra upp í landi, en nálægt, ,sem væri tilkjörnari dvalarstaður og þess- vegna ákveða þeir, að búast til vetr- arsetu þar, og að byggja sjer þar snjókofa. Þessvegna flytja þeir all- an farangurinn og upp á þær slóðir, sem byggja skyldi vetrarhúsið. Það er sennilegt, að hjer sje einmitt um þann sama flutning að ræða, sem Strindberg talar um 7. október, að því er slitrin á 3, blaðsíðu síðari dagbókar Andrées benda til. Á 4. blaðsíðu er enn talað um jökla og neðst á síðunni eru læsi- leg nokkur orð, sem auðsjáanlega eru um máfana og hefir verið reynt að gera þau skiljanleg þannig:“.. og fáir .... öfundsjúkir .. eru þeir (nú ekki) líkir saklausum dúf- um heldur (rjettum og sljettum) ránfuglum". Þetta er síðasta nátt- úrulýáingin, sem Andrée lætur eftir sig. Við erum nú koinnir á síðustu blaðsíðuna. Hún er aðeins hálfskrif- Gröf Strinclbergs ú Hvlteg. uð en þó innihaldsrikust. Hjer er nefnilega talað um „tjaldið" og „kof- ann“ og svo lýkur lesmálinu ineð þessum línum: „rekatimbur.......... verðum að hreyfa okkur svolítið.. Ieyfir“. Efnið virðist hafa verið þetta: Veðrið er slæmt og þeir eru hræddir um, að verða að neyðast til að hýrast í tjaldinu allan daginn. Það er ljóst að þeir hafa í hyggju, eða eru jafnvel byrjaðir að byggja sjer kofann, sem áður getur, og sem hefði orðið betri dvalarstaður en tjaldið. Loks ætla þeir að safna að sjer rekatimbri og það gefur þeim tækifæri til að hreyfa sig dálítið, eftir þvi sem hið takmarkaða svig- rúm leyfði þeim. Lengra nær seinni dagbókin ekki. Við vitum nú, að kofinn komst aldrei upp. En nærri tjaldinu hefir verið staflað timbri af manna hönd- um. Það er ekki hægt að sjó, hvaða dag Andrée lagði frá sjer pennann fyrir fult og alt. Að öllum likindum ná minnisgreinar hans þó ekki lengra en eina viku af október. Aðeins ein minnisgrein er dag- sett síðar. Hún er skrifuð af Strind- berg i almanak hans, við sunnudag- inn 17. október og hljóðar: „heim kl. 7.5 f. h.“ En vera má, að þessi setning eigi alls ekki við atburð, sem gerðist á Hvítey. Og eftir þetta ríkir eintóm þögn yfir fundinum á Hvítey. Þriðjudaginn 5. október hefir þeim fjelögunum auðsjáanlega tekist að komast í land. Daginn eftir byrjar bylurinn, en þeir leggja ekki árar í bát, heldur reyna að vera vongóðir um örlög sín og kanna landið kring- um sig, þó að þeir sjeu staddir á einna ömurlegustu slóðum heim- skautalandanna. En svo hljóðna raddir þeirra. Hefir óstandið breyst og orðið alvarlegt í stað þess að vera „spennandi" — svo alvarlegl, að það hafi dregið úr þeim allan kjark? Prófessor Lithberg reynir að láta leifarnar sem fundust á Hvitey svara þessari spurningu, og lýsir þeim mjög ítarlega. Fjelagarnir þrír hafa, segir hann, haft nægilegt af kjöti og horfur á að afla sjer meira. Af skotfærum var eftir, auk nokkurs af haglapatrónum sem fundust í vös- um hinna dánu, eigi minna en 135 kúlur og 120 haglapatrónur, sem fundust í þremur tilnegldum trje- kössum. Eigi vantaði þá heldur eld- færi eða eldsneyti. Hvað vistagögn snerti, virðast óstæðurnar hafa ver- ið eins góðar og hægt var að óska sjer. En fatnaðurinn var fjærri því, að fullnægja þeim kröfum, sem gera verður til klæðnaðar lianda mönn- um, er dvelja langvistum í heim- skautaisnum. Hver þeirra hefir haft skinnvesti og loðhúfu, en ekki ann- an skinnfatnað og loðhúfurnar virð- ast þeir ekki hafa notað. Sjerstak- lega má geta þess, að sokkaplöggin og annar nærfatnaður yfir leitt, var mjög þunt, og miklu af nærfötun- um hafa þeir verið húnir að fleygja, svo að þeir hafa verið i siðustu spjörunum, að því er sumt snerti. Það er fatnaðurinn, sem virðist hafa verið veikasti punktur i útbúnaði þeirra leiðangursmannanna: klæðn- nður, svefnpokar og tjöld. Þeir voru ekki undir það búnir að mæta vetr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.