Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 16
I 12 F Á L K I N N Silfiimámam Saga Gústaf konungur þriðji var á féi’ð i Dölunum! Honum lá skelfing á og ljet hestana fara á harða spretti i sífellu. En þó að þeysingurinn væri svo mikill, að hestarnir þendu sig eins og hægt var og vagninn færi á tveimur hjólum í hverri bugðu, \ar konungurinn að reka höf- nðið út um gluggann og kalla i ekilinn: „Er ekki hægt að fara ofurlítið hraðar? Heldurðu kan- ske, að þú sjert með egg í vagn- inum ?“ En þegar aka skyldi á vond- um veginum eins hart og aktæk- in gátu þolað, var ekkert eðli- legra en þau þyldu ekki. Rjett fyrir neðan brattan háls slitn- uðu hömluólarnar og konung- urinn sat þar sem liann var kominn. Hirðmennirnir þutu út og fóru að skamma ekilinn, en bilunin læknaðist ekki við það. Það var ekki viðlit, að konung- urinn kæmist áfram fyr en gert liafði verið við vagninn. Þegar hirðmennirnir fóru að skima kringum sig eftir ein- liverju, sem kongurinn gæti stytt sjer stundir við á meðan, sáu þeir kirkjuturn gnæfa yfir skóg- arlendu skamt fram undan. Þeir r.ieðu því kónginum til að setj- ast upp í einn hirðmannavagn- inn og aka til kirkjunnar. Það var sunnudagur og kóngurinn gæti ef hann vildi Iilustað á n'.essugerðina, þangað til vagn- inn hans væri kominn í lag aft- ur. Iíóngurinn fjelst á þetta og ók til kirkjunnar. Hingað til hafði hann ekið um þjetta skóga timunum saman en hjer var alt viðfeldnara; talsvert stórir akr- ar og þorp og skein á Dalelfina bjarta og fagra milli elrirunna. En ein báran var ekki stök fyrir kónginum, að því leyti sem djákninn var að byrja á út- göngusálminum í sama bili og kongurinn steig út úr vagnin- um á kirkjuhlaðinu, og söfn- uðurinn fór að tínast út úr kirkj unni. Kongurinn stóð þarna grafkyr, með annan fótinn á hlaðinu en hinn á vagnþrepinu meðan fólkið fór fram lijá, og liann gat ekki haft af því aug- un. Þetta var fallegasta fólk, sem kongur hafði nokkurntima sjeð. Karlmennirnir allir yfir meðal hæð, gáfulegir og alvar- legir í andliti og konurnar höfð- inglegar og aðsópsmiklar, með sunnudagsfrið yfir sjer. Allan þennan dag liafði kon- ungi gramist hrjósturlendið, sem hann hafði ekið um og hvað eftir annað hafði hann sagt við hirðmenn sina: „Nú er jeg víst í allra fátækasta hluta ríkis míns“. En þegar hann sá þennan fríða hóp i smekklegu Dalabúningunum gleymdi liann alveg fátæktinni. í staðinn blýn- aði honum um hjartaræturnar og hann sagði við sjálfan sig: Ekki vegnar Sviakonungi eins illa og fjendur lians halda. Með- an jeg á þegna með þessum svip, skal jeg bæði geta varið hásæti mitt og ríki“. Hann sagði hirðmönnum sín- um að segja fólkinu, að þessi ókunni maður, sem stæði rnitt á meðal þeirra, væri konungur þess og að það skyldi safnast kringum hann, svo að hann gæti taluð við það. Konungur hóf mál sitt á því, hve þrönglega horfði í landinu. Sagði að bæði Rússar og Danir færi gegn Svíum með hernaði og fjandskap. Ef öðruvísi hefði verið 'ástatt hefði hættan ekki verið tilfinnanleg, en nú væri svo margt drottinssvikara í hernum, að Iionum væri ekki treystandi. Því hefði liann átt þann kost einan, að leggja í ferð um land- ið og spyrja þegna sina hvort þeir mundu fylla flokk svikar- anna eða vera konungi sínum bollir og leggja honum bæði lið og fje, svo að hann gæti frelsað a'ttjörðina. Rændurnir hre'yfðu sig ekki meðan konungur talaði og mæltu ekki orð er hann hafði lokið máli sinu; ekki heyrðist sluna, hvorki samþykki eða and- úð. Konungi fanst sjálfum, að sjer hefði sagst afbragðs vel. Augu bans höfðu fylst tárum oftar en einu sinni meðan hann var að tala. En þegar bændurnir stóðu þarna áfram, svona vand- ræðalegir og svöruðu ekki orði, hnyklaði konungur brúnirnar og óánægjusvipur kom á andlit honum. Rændurnir fundu, að það var ekkert gaman fyrir konunginn að standa þarna og biða og loks gekk einn þeirra fram úr hópn- um. „Þú verður að muna, Gústaf konungur, að við áttum ekki yon á konungsheimsókn hjer í dag“, sagði bóndinn, „og þess- vegna höfum við ekki svar á reiðum liöndum. Nú vil jeg ráða þjer til að ganga inn í skrúð- liúsið og tala við prestinn okkar; á meðan skulum við svo ræða um þetta mál, sem þú hefir borið undir okkur“. Konungur sá, að varla var við betra svari að búast að sinni og fanst því hyggilegast að fara að ráði bóndans. Þegar inn í skrúðhúsið kom var enginn þar inni nema mað- ur einn, sem honum virtist mundu vera gamall bóndi. Hann var hár og stórskorinn, hend- urnar stórar og báru merki erf- iðisvinnu og var hvorki i hempu nje með prestakraga heldur í skinnbrókum og siðum hvítum vaðmálsfrakka eins og allir hin- ir bændurnir. Hann stóð upp og eftir SELMU LAGERLÖF lmeigði sig fyrir konungi er bann kom inn. „Jeg hjelt jeg mundi liítta prestinn hjerna“, sagði konung- urinn. Maðurinn roðnaði. Hann kyn- okaði sjer við að segja, að hann væri sjálfur sóknarpresturinn, úr því að konungurinn hjelt að hann væri bóndi. „Já, presturinn er líka vanur að vera hjer á þessum tíma“, sagði hann. Konungurinn settist í stóran hægindastól með háu baki, sem stóð í skrúðhúsinu þá og stend- ur þar reyndar enn í dag og er alveg eins að öllu leyti nema því, að söfnuðurinn liefir látið setja gylta kórónu ofan á bakið. „Hafið þið góðan prest hjerna?“ spurði konungurinn. Hann vildi gjarnan láta sjást, að sjer væri umhugað um kjör bændanna. Þegar konungurinn hafði bor- ið fram þessa spurningu, fanst prestinum, að nú væri honum ómögulegt að segja hver hann væri. Það er betra að konung- urinn baldi áfram að bugsa, að jeg sje einn af bændunum, liugs- aði hann og svo svaraði hann, að presturinn væri fullgóður. Hann . prjedikaði guðsorðið hreint og ómengað og gerði-sjer far um að lifa eftir þvi. Konungi fanst þetta allra besti vitnisburður, en hann hafði næmt eyra og þóttist heyra ein- hverja óvissu í hreimnum. „Ekki finst mjer þú þó vera alveg ánægður með prestinn“, sagði hann. „Hann er að vísu dálítið ein- þykkur“, bætti prestur við. Því honum datt i hug, að konungur- inn fengi að vita síðar hver liann væri og þá mundi honum ekki lika, að presturinn liefði slaðið þarna og gortað af sjálf- um sjer — þessvegna best að setja eitthvað út á hann líka. „Þeir munu vera til, sem segja um prestinn", bætti hann við, „að hann sætti sig ekki við að aðrir ráði og ríki hjer í presta- kallinu en hann“. „Þá verð jeg að segja, að hann ræður vel“, sagði konungur. Honum líkaði ekki að þessi bóndi kvaftaði undan þeim, sem vfir hann væru settir. „Mjer finst alt bera þess vitni, að hjer ráði regla og gamaldags nægju- stmi“. „Fólltið ' er óaðfinnanlegt“, sagði prestur, en það lifir líka fjarri heiminum, einmana og við þröng kjör. Fólkið hjerna mundi varla verða betra en ann- arsstaðar ef freistingar þessa heims væru nær þvi“. „Nú, það er varla hætt við, að þær geri það“, sagði kon- ungur og ypti öxlum. Svo sagði hann ekki meira, en pikkaði i sifellu i borðið með fingrunum. Honum fanst bann nú bafa 'skifst nægilega mörg- um konungsorðum við þennan Iiúandkarl og var farið að lengja eftir svarinu lijá bændunum úti. Það virðist ekki að þessir hændur sjeu óðfúsir að leggia konungi sínum lið, hugsaði hann. El' aðeins vagninn minn væri kominn i samt lag skyldi jeg fara sem fljótast frá þéim, með allar efasemdirnar þeirra. En presturinn sat þarna í öngum sínum og var að hugsa um, hvort liann ætti að minn- ast á áríðandi mál, sem lengi hafði hvílt þungt á honum. Nú var bann beinlínis glaðnr yfir bvi, að hann liafði ekki sagl konunginum hver hann var. Nú fanst honum hann geta talað við konunginn um mál, sem hann að öðrum kosti mundi aldrei bafa getað minst á. Eftir stundar bið rauf prest- urinn þögnina og spurði kon- ung, livort það væri í raun og veru svo, að ættjörðin væri í hættu. Konungurinn hugsaði með sjer, að maðurinn hefði átt að bafa vit á því sjálfur, að vera ekki að trufla hann þegar hann var að hugsa. Hann leit hvast á hann en sagði ekki neitt. „Jeg var að spyrja um þetta, vegna þess að jeg lieyrði það ekki vel áðan“, sagði prestur- inn. „En sje þetta svo þá vil jeg ekki þegja ýfir því, að prest- urinn okkar mundi ef til vill geta útvegað konunginum eins mikið fje og liann þarf“. „Jeg man ekki betur en þú segðir áðan, að allir væri fátæk- ir hjer í prestakallinu“, sagði konungur; hann hugsaði með sjer, að bóndinn þarna mundi segja fleira en liann hefði vit á. „Já, þetta er satt“, svaraði presturinn, „og presturinn er ekki ríkari en hinir. En ef kon- ungurinn vill láta svo lítið að hlusta á mig, þá skal jeg segja l'rá, hvernig i þessu liggur, að presturinn getur hjálpað samt“. „Segðu mjer frá“, sagði kon- ungurinn. „Það lítur út fyrir, að þjer sje liðugra um málbein- ið en fjelögum þínum þarna úti, sem aldrei ætla að komast að niðurstöðu um hverju þeir eigi að svara mjer“. „Það er liægra ort en gert að svara konunginum“, ságði prest- urinn. „Jeg er hræddur um, að sá verði endirinn, að þeir verði að láta prestinn sinn svara fyr- ir sig“. Konungurinn krosslagði fæt- urnar og hórfði i gaupnir sjer. „Nú geturðu byrjað“ , sagði hann, eins og hann væri hálf- sofnaður. j „Einu sinni voru fimm menn hjerna úr sókninni úti í skógi á elgsveiðum. Einn þeirra var presturinn, sem við erum að tala um, tveir hinna voru liermenn, sem lijetu Olof og Erik Svárd, sá fjórði var gestgjafi hjerna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.