Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 7
60 siðnr 1 kr J ó 1 a lh ii g 1 @ i ð í m Eftir FRIÐRIK J. RAFNAR Lákas 11, 1—H. Enginn tími ársins er annar eins prófsteinn á mannssálina, hugarfar og innræti nútíma- mannsins, eins og jólanóttin. Fi-á fyrstu tið og fram til þessa dags, liefir mannssálin og liið insta eðli vort, verið ráðgáta og umhugsunarefni sjálfra vor. „Hvað erum vjer mennirnir?" líefir verið sú spurning, sem or- sakað liefir spekingum alh-a alda andlegt erfiði og heilabrot. Og svörin liafa verið á marga lund og sum lítt til þess fallin að auka veg mannsins og eigin á- lit. Mörg af svörum speking- anna liafa verið lítt til þess fall- in að auka mönnum ljós í myrkrum lifsins, siðferðisþrek og nægjusemi í fátækt þess og raunum, eða von og þolgæði í böli og dauða, þegar aðeins og eingöngu hefir verið starblínt á það, sem bundið er jarðneskum, tímanlegum veikleika, og trúað er á getuleysi mannsins til alls þess, sem gott er. Vjer minn- umst orðanna fornu: „Hugsanir mannshjartans eru vondar frá harnæsku“. Vjer höfum heyrt spekingin gamla kveða: Sjá, i misgjörð er jeg fæddur, og í synd gat móðir mín mig“. Vjer höfum heyrt og heyrum ennþá staðhæfinguna, að alt hið góða og guðdómlega sem manninum er eignað, sje blekldng ein, liann lifi sitt markaða skeið, og svo sje sögu hans lokið. En vjer lieyrum lika annað, aðrar skoðanir. Vjer heyrum orð postulans: „Þjer eruð Guðs musteri, og Guðs andi býr í yður“ og vjer heyrum orð lians, sem vjer í kvöld fögnum fædd- um á jörðu: „Guðsriki er hið innra með yður“ og á þessu heilaga kvöldi heyrum vjer í anda engilkveðjuna frá Betle- hemsvöllunum liljóma syndugu og vonsnauðu mannkyni: „Dýrð sje Guði i upphæðum og triður á jörðu, með þeim mönn- um, sem hann hefir velþókn- un á“. Jólanóttin er prófsteinninn á sálir vorar og hugsanalíf. Sú stund ársins talar sinu sjerslaka máli i hjörtum vorum, ungra og gamalla, jafnvel vantrúaðra eins og trúaðra. Börnin fagna jólanóttinni vegna gjafanna og heimilisfagnaðarins, ljósanna og frásagnanna um jólabarnið, „Jesú hróðurinn hesta og harna- vininn mesta“. Eldra fólkið gleðst við hugklökkar minning- ar löngu liðinna tíða, sem á þessu kvöldi svífa aftur fyrir liugaraugum þess. Enginn stund ársins er eins minningunum tengd. Aldrei munum vjer eins og á jólanóttina hverfa í liuga aftur til glaðra hernskustunda og lifa upp aftur æsku-jólin við móðurknjen. Og aldrei mun eins og þá vera sannmæli að „sorg, sem er gleymd og grafin, græt- ur i annað sinn“, þegar stýfla hins daglega skynsemisaf tur- halds er tekið frá tilfinninga- lífi voru. Á jólunum gleðst hin trúaða sál í auðmjúkri þökk fyrir tilefni jólahátíðarinnar, — og liinn vantrúaði þekkir ekki sjálfan sig. Því eru kirkjur nú fullar þeirra gesta, sem aldrei koma þangað annars, þvi hljóma jólasálmar hús úr húsi, þar sem annars er aldrei opnuð sálma- bók, því takast menn í hendur og óska hver öðrmn gleðilegra jóla, menn, sem þykjast vera trúlausir, eða að minsta kosti fyrirverða sig fyrir að láta nokkra trúarkend í ljósi. Það er af því að jólanóttin er andstæðanna stund. Þá brýtur eðli vort af sjer hina daglegu hlekki jarðnesks hyggjuvits og horfir ekki á tímanlegan veik- leika og dauða, heldur tala til- finningarnar og vor sanni innri niaður hrýtst í gegnum daglegu skeliua eins og sól í gegn um ský. Vjer finnum þá til þess, að eini sannleikurinn um oss eru orð postulans: „Þjer eruð Guðs musteri og Guðs andi býr í yð- ur“ og orð Jesú: „Guðsríki er hið innra með yður“ og friðar og velþóknunarkveðjan frá Betlehemsvöllunum er meira en gömul munnmæli, hún er eini veruleikinn í tilverunni, tilkynn- ing um frelsandi kærleika Guðs til allra manna. í tilfinningum vorum á jólanóttina finnum vjer livað maðurinn í insta eðli sinu er, að hann er Guðs barn, skapaður til að ganga hans vegi. Barnið, sem vjer fögnum á heilögu jólakvöldi, segir oss þetta. í fæðingu þess sjáum vjer það, sem vjer eigum að vera að keppa að, fullkomleikann, í- mynd Guðs. Vjer 'fögnum hon- um, sem birtist oss sem sak- laust barnið úr himnadýrð, en sem vor vegna á eftir að krýn- ast þyrnikórónu píslarvættisins og á eftir að ganga þann veg, sem einn liggur til lífsins, veg kærleikans, lireinleikans og sann leikans. Vjer fögnum honum, sem er vegurinn sannleikurinn og lifið, og þau hughrif, sem jólin vekja í sálum vorum, eru ósjálfráð tilfinning skyldleika vors við hann, bergmál vors eigin insta eðlis við kalli hans. Jesúbarnið, jólin, kalla á það besta í oss, Guð í sjálfum oss. Þau opna sálu vora fvrir geisla frá Guði sjálfum. Hvernig fáum vjer þá fagnað barninu rjettilega, livernig lát- ið geislann l'rá Guði ylja, lýsa og verma, ekki aðeins um oss sjáll', heldur út frá oss til þeirra, sem ef til vill sitja í skugganum og áveðurs í næðingum lifsins? Það getum vjer aðeins og með því einu, að leitast við að láta þau hughrif sem jólin vekja oss, brjótast út í veruleikann, láta það gott, sem hreyfir sjer i hjörtum vorum í kveld, ekki að- eins vera bundið við þá einu stund, heldur láta jólin ná til að liafa áhrif á líf vort alt og f ram t íðarbrey tni. Jólin eigum vjer kærleika Guðs að þakka. Hann elskaði heiminn svo, að hann gal' oss sinn eingetinn son. Jólabarnið er ímynd veru hans og ljómi dýrðar hans, holdi klæddur liinn fórnandi, fullkomni kærleikur. Það er tilfinningin fyrir þeim kærleika, sem veldur hughrif- um vorum; vjer finnum að boð- skapur jólanna snertir skylda strengi í sálum voruni, finnum hræringar Guðs anda innra með oss. Barnið í jötunni er kærleiks- pantur Guðs föðurelsku til vor Framhald á bls. 46.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.