Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Page 29

Fálkinn - 17.12.1932, Page 29
F Á L K 1 N N 25 Ræktunarfjclaíi Norðurlands o tr| ágarðurínn á Akurcyri Eftir SI6URÐ SIGURÐSSON búnaðarmálastjóra Akureyrarkaupstaður er að mörgu ólíkur öðrum bæjum hjer á landi. Lega bæjarins, við botn Eyjafjarðar, á ströndinni meðfram brekkunni og á Odd- eyri, er einkennileg. Eyjafjörð- ur nær sem kunnugt er langt inn í land. Þar er skýlt og hafstormar hafa þar eigi eins mikil áhrif og víða annarsstað- ar. Jarðvegur er þar góður. Ak- ureyri á sjerstæða ræktunar- sögu og það sem einkennir bæ- inn mest er hinn þroskamikli trjágróður, sem þar er víða og hin víðlendu tún sem þar eru i grend. Vjer ætlum oss eigi að rita ræktunarsögu Akureyr- ar, þótt það gæti verið lærdóms- ríkt, en á nokkur atriði skal minst. í byrjun 19. aldarinnar (1807) hófst jarðeplarækt á Ak- ureyri. Norskur maður, Lever, gerði þar ágætan jarðeplagarð í óræktar gilhrekku, sem i meira en hálfa öld var stærsti jarðeplagarðurinn á landinu. Aðrir fóru að þessu dæmi og siðan hefir ætíð verið mest jarð- eplarækt norðanlands á Akur- eyri. A fyrri liluta 19. aldar gróð- ursettu þeir Skriðufeðgar nokk- ur reynitrje á Akureyri. Þau voru fram á 20. öld einhver þroskamestu trje á landinu. Um 1870—80 var byrjað að rækta tún á Akureyri, hin fyrstu á Oddeyri. Grútur var borinn á sljettar eyrargrundir og lán- aðist það vel. Um aldamótin 1900 fengust af túnum þessum um 1000 héstar. Nú er töðuafl- inn á Akureyri um 9000 hestar árlega. Árið 1899 var trjáræktunar- stöðin stofnuð á Akureyri. Það var aðallega fyrir tilhlutun Páls amtmanns Briem. Tilgangurinn með stofnun trjáræktarstöðvar- innar var að sá trjáfræi og ala upp trjáplöntur, sem þrifist gæti hjer á landi. Þetta lánaðist vel, næstum betur en menn höfðu gert sjer vonir um. Eigi einung- is á Akureyri, heldur og víða lit um sveitir landsins, einkum í Eyjafirði, eru gróðursett trje frá ti-járæktarstöðinni á Akur- eyri, og það er trjágróðurinn á Akureyri, sem gefur bænum sinn einkennilega og fagra svip. í trjáræktarstöðinni á Akureyri vaxa nú bjarkir 6,5 metra há- ar, reynir 8 metra hár, greni 5 metra, lævirkjatrje 7 metra, auk fjölda runna og annara trjátegunda. Ræktunarfjelag Norðurlandis var stofnað 1903 á Hólum i Hjaltadal. Aðal tilraunastöð fje- lagsins var sett á Akureyri og byrjað að undirbúa hana sama ár. Verksvið tilraunastöðvar- innar var víðtækt, þar átti að gera tilraunir með alt sem að jarðyrkju lýtur og að gagni mætti koma hjer á landi. Með Ræktunarfjelaginu er vakin ný hreyfing áður óþekt hjer á landi. Fjöldi manna á Norðurlandi sameinast um að mynda fjelagsskap, sem hefir það markmið, að láta gera til- raunir með alt sem að jarð- yrkju lýtur og breiða út þekk- ingu á öllu sem þar til heyrir. Að þessu markmiði var unn- ið ötullega á hinum fyrstu ár- um Ræktunarfjelagsins. Fjelag- ið naut tiltrúar og stuðnings, eigi aðeins um alt Norðurland, heldur og aðstoðar ríkisvaldsins til sinna framkvæmda. Það var sem eldlegur áhugi hefði gripið alla aðstandendur fjelagsins, sem af óeigingjörnum hyötum unnu að viðgangi og vexti fje- lagsskaparins. Enda mun vart nokkur fjelagsskapur hjer á landi hafa meiru áorkað um skeið. 1. Tilraunir með ýmiskonar jarðvinslutæki. Þetta voru einkum hand- og hestaverk- færi, sem voru útveguð hetri og fullkomnari en áð- ur hafði tíðkast. 2. Tilraunir með tilbúinn á- burð, hinar fyrstu og við- tækustu, sem þá höfðu ver- ið gerðar hjer á landi. 3. Tilraunir með sáning af grasfræi, sem lánaðist vel. 4. Ýmiskonar tilraunir með garðrækt, ræktun kálteg- unda og fleiri jurta. 5. Tilraunir með rófur og jarðeplaafbrigði, hinar víð- tækustu, sem enn hafa ver- ið gerðar hjer á landi. 6. Tilraunum með trjárækt var samtímis haldið áfram i trjáræktarstöðinni og i að- alstöð Ræktunarfjelagsins. Allar þessar tilraunir báru furðanlegan árangur, þótt þær væru einfaldar og i raun og veru eigi annað en undirbún- Úr gróðrarstöS Ræktunarfjelags Norðurlands á Akureyri. Sem sagt, Ræktunarfjelagið hafði aðallega tvennskonar slarfsemi með höndum. Annað var að láta gera tilraunir með jarðyrkju, hitt að veita öllum þeim, sem þess æsktu leiðbein- ingar með alt, sem að jarðyrkju laut. Tilraunastarfsemi Ræktunar- fjelagsins fór aðallega fram í tilraunastöð fjelagsins við Ak- urayri, en að nokkru í smá- stöðvum út um land. Trjárækt- arstöðin var einnig undir um- sjón Ræktunarfjelagsins. 1 tilraunastöðinni voru gerð- ar margskonar tilraunir. Þar byrjuðu fyrstu ræktunartilraun- ir Norðulands, sem þvi má segja að hafi verið brautryðj- andi og beint ræktuninni inn á nýjar lei(ðir. Það sem mesta þýðingu hefir haft í þessum efnum er einkum: ingstilraunir til frekari rann- sókna. Það lánaðist að nota til- búinn áburð, með góðum ár- angri. Menn fengu betri jarð- yrkjuverkfæri en þeir böfðu áður haft. Það heppnaðist að búa til góðar grasfræsljettur. \’ý rófna- og jarðeplaafbrigði komu til sögunnar. Blómkál, hvitkál og fleiri garðjurtir uxu vel. Ivorn fjekkst fullþroskað af byggi, höfrum og rúg. En mest áberandi varð árangurinn með trjáræktina, eigi aðeins reynir og björk uxu vel, heldur jafn- vel lævirkjatrje, greni og fura. í nær 30 ár hafa flestar þessar trjátegundir vaxið í tilrauna- stöðinni á Akureyri, þolað þar öll hretviðri og misjafna aðbúð. Þetta sýnir hverjir möguleikar eru fvrir trjárækt lijer á landi. Akureyrarbúar hafa þegar frá bvrjun fylgst með starfi trjá- í æklarstöðvarinnar og Ræktun- arfjelags Norðurlands með miklum áhuga, og hagnýtt sjer þá reynslu, sem unnist hefir, til framkvæmda. Akureyrarbær gaf land undir tilraunastöðvarn- ar og sá um girðingu á trjá- ræktarstöðinni. Fjöldi einstak- linga í Akureyrai'bæ var í góðu samstarfi við Ræktunarfjelagið. Ivonurnar tóku það hlutverk aðallega að gróðursetja í kring- um húsin trjá- og blómagarða, en þeim nægði það eigi, held- ur komu þær einnig upp liinum fagra skrúðgarði, sem liggur uppi á brekkunni, sunnan við gagnfræðaskólann. Árangurinn af þessu starfi er nú auðsær. Akureyri hefir hlut- fcllslega flesta og fegursta trjá- og blómagarða á landi hjer. Það gefur bænum sinn yndislega svip um sumarmánuðina, og c-flir trú á ræktunarmöguleikun- um. * Um aldamótin var var byrjað að rækta móa og mýrar fyrir ofan Akureyrarbæ. Það er við- áttumikið land. 1 fyrstu voru blettirnir fáir og smáir, en þeir hafa stækkað með ári hverju og mynda nú samfeldar túnbreið- ur, eigi aðeins fyrir ofan allan bæinn, heldur og suður og norð- ui fvrir hann (Glerárþorpið). Margar spildurnar eiga einstakl- ii'gar sem eru búsettir í bænum. Aðrir hafa stofnað nýbýli, sum þeirra (t. d. Jakobs Karlssonar) taka fram öðrum nýbýlum, sem stofnað hefir verið til hjer á landi. Síðan um aldamót hefir orð- ið. mikil breyting á AkurejTÍ í raéktanlegu tilliti. Um aldamót- in voru ljclegir vegir um bæ- inn. Vel ræktaðir jarðeplagarð- ar í gilinu og brekkunni. Gömlu reynitrjen og nýgræðingur á einum tveim stöðum. Túnin á Oddeyri, annars alt óræktað í uámunda við bæinn. Nú eru vegir ágætir, eigi aðeins um bæinn, beldur veganet upp um móa og mýrar og við það liggja hin víðlendu tún. Við húsin eru víða blóm- og trjágarðar. Með ári hverju vex ræktunin, það er tekið nýtt land til ræktun- ar. Akureyrarbær á mikið land, því stjórn bæjarins hefir verið svo forsjál að kaupa jarðir þar i grendinni og það meðan jarða- verð var lágt. Ræktunito við Akureyri er til fyrirmyndar fvr- ir önnur þorp og bæi. Við þetta hefir fjöldi manns atvinnu.Fólkið hefir betra við- urværi og tryggari afkomu fjár- hagslega. Ræktunarstarfið og húnaður sá er stundaður er í sambandi við það, krefur um- hugsunar og hirðusemi. Það hroskar einstaklingana og styrk ir trú þeirra á landinu og fram- tiðarmöguleikunum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.