Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 19
F Á L K I N N 15 hötöum fengið vitneskju um að það væri silfur þetta sem við fundum í fjallinu, var ekki jafn ljúft með okkur bræðrunum og áður; við vorum altaf að lenda í rifrildi. Og í gærkvöldi lenti oklcur í skömmum út af því, hvor okkar hefði orðið fyrri til að finna námuna — eða, jeg rnan varla hvað' við skömmuð- umst uin, en því lauk svo, að okkur lenti í handalögmáli og jeg drap liann bróður minn, og lika hefir lrann gefið mjer liögg í ennið til minja, og nú verð jeg hengdur og þá ert þú, prest- ur, eini maðurinn, sem nokkuð veist um námuna. En svo ætl- aði jeg að biðja þig, um að gera nrjer svolítinn greiða. „Láttu mig heyra“, sagði prestur, „jeg skal gera það ef jeg get“. „Þú veist, að jeg læt eftir mig mörg börn“, bóf liermaðurinn máls, en presturinn tók fram i: „Ekki skaltu hafa áhyggjur hvað það snertir. Það sem kem- ur af þínum hluta í námunni skulu þau fá, alveg eins og þú hefðir verið á lífi sjálfur“. „Nei, það var annað, sem jeg ætlaði að biðja þig um. Lofa þú mjer því, að ekkert þeirra fái vitundar ögn af því, sem náman gefur af sjer“. Presturinn hrölck við, stóð þarna eins og staur og gat engu svarað. „Lofir þú mjer ekki þessu, get jeg ekki dáið rólegur“, sagði fanginn. „Já“, sagði presturinn, hægt og þungt, jeg lieiti þjer því, sem þú biður mig um“. Og' svo var farið áfram með morðingjann, en presturinn slóð þarna á þjóðveginum og var að hugsa um, hvernig' hann ætti að halda þetta heit, sem hann hafði gefið. Svo hjelt hann heim en alla leiðina var hann að hugsa um auðæfin, sem hann hafði glaðst svo innilega yfir. Setjum nú svo að fólkið hjerna í sveitinni þoli ekki að verða rikt? Nú voru fjórir menn, sem áður höfðu verið góðir og vel- metnir, farnir í hundana. Hann sá í anda allan söfnuðinn sinn og silfurnáman eyðilegði hvern af öðrum. Ætti nú hann, sem settur var sálúsorgari þesss fólks, að sleppa lausri ógæl'- unni, sem yrði því til tortíming- ar ?“ Konungurinn settist alt í einu þráðbeinn í stóhuun og starði á sögumanninn: „Jeg verð að segja, að þú hefur sýnl mjer fram á, að i þessari bygð verð- ur presturinn að vera maður". „Og ekki var staðar numið við það sem orðið var“, hjelt presturinn áfram, „þvi undir eins og fregnin um námuna liarst um sveitina hætti fólk að vinria; það slæptist og beið ]>ess að auðæfin miklu kæmi l'læð- andi'. Og iðjuleysingjar úr öðr- um landsfjórðungum komu mi í hópuru og drykkjuskapur og á- l'log voru daglegir viðburðir. Fjöldi manna var allat' að leita að námunni og presturinn var'ð þess var, að i hvert skifti, sem haim fór að heiman lædd- ust ýmsir i humátt á eftir hon- um til þess að njósna utri, hvort hann væri ekki að fara að silf- urfellinu og til þess að stela frá honuin námunni. Þannig var málinu komið þegar presturinn kvaddi alla liændurna til sín á fund. Fyrs't minti liann þá á allar þær ógæfur, sem námufrégn- in hef'ði bakað þeim og svo spurði hann þá, hvort þeir vildu sætta sig við að fara í hundana, eða hvort þeir vildu hjarga sjer. Þá sagði hann, að þeir gæti ekki búist við því af preslinum þeirra þeirra, að hann vildi stuðla að tcrtímingu þeirra og þessvegna hefði hann einsett sjer að segja aldrei nokkrum lil'andi manni hvar silfurnáman væri og sjálf- ur ætlaði hann sjer ekki að sækja þangað auðæfi. Og svo spurði hann bændurna, hvað þeir ætluðu nú að gera. Ef þeir ætluðu að halda áfram að leita að námunni og bíða eftir auð- æfunum þaðan þá mundi hann flytja sig svo langt burl, að hann gæti ckki einu sinni lieyrt orðróminn um eymd þeirra. En ef þeir vildu hætta a'ð hugsa um sill'urnámuna og lifa eins og áður þá ætlaði hann að ver'ða kyr. „En hvað svo sem þið kjós- ið, þá fáið þið mig aldrei til þess að segja, hvar silfurnám- an er“. „Nú, og hvað kusu bændurn- ir?“ spurði konungur. „Þeir gerðu eins og prestur- inn vildi. Þeim fanst þetla skörulega mælt og bjetu því að hugsa ekki um námuna framar. Þeir skildu að prestinum gekk golt eitl til, úr þvi að hann vildi lifa við fátækt þeirra vegna. Þeir fengu óbrigðult traust á honum. Þeir fólu horium að fara ú: í skóg og fela málmæðarnar svo vel með grjóti og sprekum, að enginn gæti fundið þær, iivorki sjálfir þeir nje afkom- udur þeirra“. „Og siðan hefur presturinn lifað hjer við sömu fátækt og hínir?“ „Já“, svaraði prestur, „hann H-l'ir lifað hjer við sömu fátækt !g hinir“. „En hann hefir þó gifl sig og reist sjer hús?“ mælti kóngur. „Nei, hann hefir ekki haft efni á þvi og býi- enn i gamla !ireysinu“. „Það er falleg saga, sem þú hefir sagt mjer“, sagði koriung- ur og beygði höfuðið þakklát- lega. Pi’esturinn stóð þögull frammi fyrir konungi. Svo lióf konungur máls aftur: „Var það silfurfjallið, sem þú varst að hugsa um þegar þú mintist á, að preslurinn lijerna gæti útveg- að mjer eins mikið fje og jeg óskaði?“ „Já“. „En ekki get jeg pínt prest- inn til sagna, og ekki mundi maður eins og hann yilja sýna mjer fjallið sjálfviljugur? Hann hefir neitað sjer um unnustuna og um öll gæði þessa lieims“. „Það er annað mál“, sagði presturinn, „þegar ættjörðip þarfnasl sjóðsins, þá lætur presturinn víst undan“. „Gétur þú áhyrgst það?“ spurði konungur. „Já, það áhyrgist jeg“, sagði presturinn. „Lætur hann sig einu gilda hvernig fer um sóknarhörnin hans?“ „Það felum við guði á vald“. Konungurinn stóð upp og gekk út að glugganum. Hann stóð þar lengi og horfði á mannfjöldann fyrir utan. Og því lengur, sem hann horfði þvi meir ljómuðu augu hans og Jiessi grannvaxni maður virt- ist stækka. „Heilsaðu prestinum og segðu lionum“, sagði kon- ungur, „að konungi Svíþjóðar veitist aldrei fegurri sjón en að horfa á svona l'ólk“. Svo sneri konungur sjer frá giugganum og leit á préstinn. liann brosti. „Er það satt, að presturinn hjerna sje svo fátæk- in að hann verði að fara úr svortu l'ötunum sínum undir eins að lokinni guðsþjónustu og ftra í bændabúning?" sagði konungur. „Já, svo fátækur er hann“, sagði presturinn og það kom rc.ði í stórskorna andlitið. Komingur gekk úl að glugg- anum. Það leyndi sjer ekki að liann var í besta skapi. Alt sem göfugt var í lionum hafði vakn- að. „Láttu námuna vera i friði“, sagði hann. „Úr því að þú hef- ir svelt alla æfi þína til þesþ að söfnuðurinn yrði eins og þú vilt að hann sje, þá skal þjer leyft að halda honum eins og hann er“. „En þegar rikið er i hættu?“ sugði presturinn. „Ríkið þarfnasl fremur 1 anna en fjár“, sagði konung- ur. Og þegar hann háfði sagi þetta kvaddi hann prestinn og kk út úr skrúðhúsinu. En fyrir utari stóð hópurinn, jafn þögull og kyr eins1 og þeg- ar liann fór inn. Þegar konung- ur kom niður þrepin kom bóndi einn til lians. „Ertu búinn að tala við prest- inn okkar?“ spurði harin. „Já, jeg hefi talað við hann“. „Þá liefirðu víst fengið svar okkar?“ sagði bóndinn. Við háð- um þig um að tala við prest- ii n okkar, svo að hann gæti gef- ið þjer svar okkar“. „Já, jeg hefi fengið svar“, sagði konurigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.