Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 45

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 45
F Á L K I N N 41 Ágúst Kvarctn sem Nathan Ketilsson. var æfður. — Smink þektisi ekki —- en nolnð voru önnur ráð lil að breyta litarhætti sinum og útliti“. 1(>00 ára afmæli Eyjafjarðar. Arið 1890, var 1000 ára af- íi æli Evjafjarðar haldið hátíð- k-gt á Akureyri. Einn þáttnrinn í þeim hátíðahöldum, var sýn- ing fjelagsins á leikriti Matth. Jocliumssonar „Helgi magri“. Nú voru komnir nýir leikend- ur til sögunnar svo sem Páll Jcnsson skáld, er ljek Helga magra. Frú Anna Stepliensen er ljek Þórunni hyrnu o. fl. Þá kom og í fyrsta sinn fram á leiksviðið Friðlinnur Guðjóns- son í hlutverki Vífils og Mar- grjet Valdimarsdóttir er ljek Þorbjörgu Iiólmasól UngU stúlkurnar, Ijeku hinar glæsi- legu ungfrúr Olga Schiöth og María Jensen. Mikill rómur var gerður að sýningu þessari, en sökum veikinda var ekki sýnt nema fá kvöld, og varð tap á fyrirtækinu. Næstu ár eftir þetta dofnað: nokkuð vfir starfsemi fjelagsins. Gaman og alvara. iÁrið 1885 stofnuðu þeir Páll Jónsson skáld, Hannes Blöndal og Ásgeir Sigurðsson fjelag er þeir nefndu „Gaman og alvara“, „til skemtunar og fróðleiks“. - Jafnframt því, sem það var mál- fundafjelag — sem átti að æfa menn í mælsku og rökfimi sá það um allar skemtanir í bæn- um, og þá um leið leiksýningar. Fjelag þetta var fjölment og í uppáhaldi bjá bæjarbúum, sýndi það ýms leikrit, t. d. eftir Moliere-Hostrup svo og innlenda smáleiki, aðallega eftir Pál Jóns son skáld, sem i alt hefir samið 16 leikrit stór og smá. Nú komu Goodtemplarafjelögin til sög- unnar (1888) með sína smáleiki og skemtanir. Kraftarnir dreifast nú, svo að fátt var um merkar leiksýningar fram vfir 1890, en þá lifnaði enn á ný yf- ir þessari starfsemi. Fyrsta leikhús Akureyrar. Arið 1897 var reist á Akltr- eyri hið fyrsta leikhús norðan- lands, var það gert með hluta- Haraldnr Björnsson sem Fjalla-Eij- vindur. fje. Var leiksviðið rúmgott og lofthæð mikil. Búningsherherg- in voru allgóð, «5 að tölu og sal- ur fyrir ca 220 áhorfendur. - Nú færðist „Gleðileikjafjelagið" aftur i aukana og starfaði með lalsverðu lífi fram yfir aldamöt. Meðal annars var „Nýjársnótt- in“ (1. E.) þá sýnd, „Skjaldvör hötlkona' eftir Pál Jónsson o. m. fl. Enn höfðu nýir leikendur bæst í hópinn, sem mikill fengur var í, má þar fremsta telja hina glæsilegu og fjölliæfu Margrjeti Valdimars- dóttur o. m. fl. 1904 var leik- húsið selt og því breytt i póst- hús og með þvi lauk starfi Gleðileikjafjelagsins. Leik- starfsemi er slitrótt á þeim ár- um sem nú fara i hönd, en 1906 var hið núverandi leikhús Ak- ureyrar fullgert, og 1907 var enn stofnað nýtt leikfjelag á Akureyri, sem nefnt hefur verið „Gamla leikfjelagið. Leikendur voru margir þeir sömu og áður. Margrjet Valdi- inarsd., Svafa Jónsd., Halldóra Vigfúsd., Vilhelm Knudsen, Páll Jónsson og Páll Magnússon voru þeir helstu. Fjelag þetta starfaði með miklu fjöri, og tókst því að koma upp miklu betri sýning- um, en áður höfðu sjest á Ak- ureyri. Fór svo fram um nokk- Sigr. Stefánsdóttir, sem Disa í fíaldra-Lofti. ur ár — fór sýningum fjel. stöðugt fram, kröfur áhorfanda uxu að sama skapi. Sýndi fjel. mörg ágæt leikrit á þessuin ár- iæði útlend og innlend, enda var aðsóknin góð og ljetu marg- ir bæjarmenn sjer mjög ant um fjelagið. Bæjarfógetinn á Ak., Guðl. Guðmundss. var t. d. einn af aðalstyrktarmönnum þess, á þessu tímabili. Var nú byrjað að greiða leikendum þóknun fvr- i- vinnu sína, þó mjög væri það af skornum skamti, þar sem fjel. var algjörlega stvrklaúst. Á næstu árum dreifðust kraftar fjelagsins. Vilhelm Knudsen, sem hafði liaft forystuna um skeið, flutti búrtu, ásamt fleir- um. Leiksýningarnar urðu dýrari og kröfur áhorfenda uxu stöðugt, og þar sem fjelagið ekki naut opinbers fjárstyrks fór svo að lokum að það lagð- ist niður. Árin 1912- 18 var því ekkert fast leikfjelag starf- andi á Akureyri. Merkustu leik- sýningar á þessu tímabili, má telja sýningu þá á „Ljenharði fágeta“ (E. H. Kv.) 1912 er Hallgr. Kristinsson veitti for- Frá Svava Jónsd'óttir sem Ainman i „Franska æfintgrinu". stöðu (ljek hann Ljenharð, en frú Margrjet Valdimarsd. Guð- nýju). — svo og sýninguna á „Skugga-SveinV' 1916, þar sem Jón Steingrímsson ljek Svein. 1915 dó Margrjet Valdimars- dóttir. Með henni misti norð- lensk leiklist sina mikilhæfustu leikkonu. Er það ekki ofmælí að hún hafi verið ein fremsta listakona þessa lands. Hið núverandi Leikfjelag Akureyrar, var stofnað 1917, er það í raun- inni beint áfrainliald gömlu fje- laganna. Opinberan fjárstvrk hlaut það fyrst árið 1926, og hefur það haldið honum síðan. Starf þess hefir verið næstum óslitið í þessi 15 ár. Það liefur leitast við að sýna aðeins leik- íit eftir hestu höfunda. Meðal merkustu leiksýninga ]iess má tclja t. d. Æfintýri á gönguför (II. II.), Fjalla-Egvind (J. S.), Vjer Morðingjar (G. K.), Ljen- harður fógeti (E. H, K.), Galdra-Loftur (J. S.), A útleið (S. V.), Sá sterkasti (K. Br.), Heimkoman (II. S.) o. m. fl. Fjelagið hefur og stofnað til sýninga með útlendum og inn- lendum gestum, og unnið að leiksýningum með utanbæjar- leikflokkum, sem komið hafa til Akureyrar. Með hverju ári hafa sýning- ar fjelagsins farið batnandi, bæði hvað snertir útbúning all- an og meðferð leikenda á blut- Fregmóðnr Jóhannesson, málari. verkum sínum. Freymcíður Jó- hannesson málari, sem um skeið var einn aðalmaður fje- lagsins gerði leiksviðið úr garði 1929 með liringtjaldi og öðrum nýtísku útbúnaði, eftir að hafa kynt sjer þá tækni við útlend leikhús. Aðrir styrktkr- menn og leikarar fjelágsins á þessum 15 árum hafa verið margir og má þá nefna frú Svövu Jónsd., Álfheiði Einarsd., Þóru Hallgrimsd., Gísla Magn- ússon, Har. Björnsson, Hallgrím Valdimarsson, Sig. E. Hliðar, Vigfús Jónsson, Jón Norðfjörð, Páll Vatnsdal, I. Eydal og nú síðustu árin hinn góðkunna leik- ara Agúst Iivaran o. m. fl. Leikfjelag Akureyrar og starfsemi þess er nú fyrir löngu orðin landskunn, og fjelagið viðurkent, sem annað besta ltikfjelag Islands. Akureyrarbú- ar liafa hvað eftir annað sýnt, að þeim þykir vænt um það og meta starf þess að verðugu. Fjelagið hefur unnið sjer heiðurssess í hugum og meðvit- und bæjarbúa og alls Norður- lands, og besta sönnun þess er hin mikla, og oft óbrigðula aðsókn úr sveitunum að sýn- ingum fjelagsins. (Einkarjettur: Fáikinn). Tek að mjer aðgerðir á reiðtýgjum og ak- týgjum. Smíðahnakka eftir pöntunum. BENEDIKT EINARSSON Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.