Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 50
46
F Á L K I N N
JM
Jólatrjíe Asu
Jólahugleiðing Framh. af bls. 3
manna; barnið sjálft er liug-
sjón hins æðsta, sem maður á
að fá náð, fullkommm Guðs.
Hvernig fáum vjer þá notað
og notið þessarar gjafar eins og
ber? Hvernig þakkað jólin, op-
inberunarhátíð kærleilcans? Með
því einu að leitast við að lifa
þau eins og börn Guðs, reyna
livert í sínu umhverfi að vera
farvegur kærleikans út til bræðra
vorra og systra. Reynum á þess-
um jólum að vera ekki aðeins
þiggjendur, heklur líka gefend-
ur. Reynum að færa öllum þann
fögnuð, að frelsarinn er fæddur
og friður boðaður á jörðu, með
þeim mönnum, sem Guð hefir
velþóknun á. Reynum á þessum
tímum efasemda og andlegs al-
vöruleysis að opna augu allra
fyrir þeirri náðargjöf, sem fæð-
ing frelsarans er. Reynum að fá
alla til að finna til þeirrar skuld-
ar, sem ó þeim hvílir, fyrir send-
ingu sonarins í heiminn.
Hvernig getum vjer það, svo
að gagni komi?
Vjer vitum að fyrir þessi jól
er jafnvel fremur en oft ella,
mikið um samúð og lijálpfýsi
meðal fólksins, sjerstaklega í
bæjunum. Það er mörgum ljóst
að nú eru víða örðugri kring-
umstæður til þess að fagna jól-
um á venjulegan liátt, heldur
en oft liafa verið áður. Það
langar marga til þess að rjetta
nú hinum nauðstadda hjálpar-
hönd og bera þar inn birtu sem
dimt er, yl, þar sem lcalt er.
En vjer mættum láta þessar
samúðarliugsanir, sem jólin hafa
vakið, kenna oss, að vera altaf
full þeim huga. Því jólin eru
hátíð kærleikans.
Undir jólin eru heimilin fág-
uð og prýdd, alt klæðist hátíða-
skarti, eftir efnum og föngum.
Vjer mættum líka láta það
minna oss á að fága og prýða
vorn innra mann, svo að þar
væri ekkert að finna, sejn þeim
er ósamboðið. Því jólin eru há-
tið hreinleikans.
Um jólin livíla trúardeilur og
gagnrýni mannanna á dásemd-
úm Guðs. Allir geta orðið sam-
l'erða í jólagleðinni. Mættu þau
ekki líka minna oss á að horfa
hina tíma ársins minna á það
sem sundurgreinir, en meira á
það sem allir geta sameinast
um, Guðs-vitnið í Betlehems-
jötunni. Því jólin eru hátíð
sannleikans.
Illustaðu í kvöld eftir röddu
Guðs í sjálfum þjer. Með þess-
ari hátíð hefir Guð opinberað
Jjjer livers virði tiann skoðar þig
og livað Jesús vill fyrir þig
vinna, að hann fæðist, lifir og
deyr fyrir þig, af því að þú ert
í eðli þínu Guðs barn, bróðir
hans eða systir, og að Guðs andi
býr í þjer. Það er boðskapur
jólanna. Fyrir þann boðskap
eigum vjer öl 1 sameiginlega
þakkarskuld að gjalda.
v Látum því jólin vekja í oss
Það var skafrenningur á götun-
um og stormurinn veinaði á götu-
hornunum. Reglulegur jólabylur
enda voru nú ekki margar stundir
óliðnar til helginnar. Og fólkið á
götunum flýtti sjer að komast i
vetgjuna og hlýindin heima hjá
sjer.
„Það er notalegt að geta setið
inni i stofu í svona veðri“, sagði
fátœk móðir, sem var á gangi á
götunni. Hún hafði farið út til þess
að kaupa eitthvað smávegis og var
nú á heimleið til barnanna sinna
tveggja. Þau voru ein heima, en
þau voru svo vön því. Ivar var allra
greindasti drengur, hann hafði
verið í skólanum í tvö ár og gat
þessvegna vel gætt að henni syst-
ur sinni, sem var nýlega orðin
fimm ára. Þau höfðu sest á fóta-
skemil við ofninn, meðan þau hiðu
eftir mömmu sinni og skemtu sjer
við að horfa á hvernig eldurinn
brann.
„Jeg vildi óska, að við fengjum
jólatrje í kvöld“, sagði telpan.
„Þess vildi jeg líka óska“, sagði
Ivar. „En mamina segir, að hún
hafi ekki efni á því. Mikið var
það annars stórt jólatrjeð hjá okk-
ur í skólanum í gær. Það stóð i
fimleikasalnum og var svo gríðar-
lega hátt — ekki viðlit að það gæti
staðið lijerna inni. Og það voru
þann bænarhug, sem leiti til
Guðs um gjöf þess kærleika í
hjörtu vor sem jólabarnimi sje
samboðinn, að hugur vor fyllist
þeim álirifum, sem geri hann að
farveg alls þess, sem jólabarnið
vildi gefa oss með fæðingu
sinni, oss sjálfum og öðrum til
blessunar. Megi Betlehemsstjai’n-
an, jólaljósið sem lýsir í myrkr-
um vetrar, lýsa oss öllum til
þess að ganga veg hans sem var
líf og ljós mannanna. Gefi Guð
oss öllum í þeirri bæn gleðileg
jól.
í Jesú nafni. Amen.
meira en hundrað kerti á þvi og
á toppinum var stór glitrandi jóla-
stjarna og allir drengirnir og telp-
urnar gengu kringum trjeð og
sungu“.
Augu Ásu ljómuðu þegar hún
hugsaði um alla þessa dýrð. Mikið
hefði henni þótt gaman að vera
þarna, því að hún hafði aldrei sjeð
jólatrje. Jú, hún hafði að vísu sjeð
jólalrje á götunni,. þar sem þau
voru til sölu fyrir utan verslanirn-
ar, en það voru engin kerti á þeim
trjám.
„0, ef jeg fengi að sjá reglu-
legt jólatrje", andvarpaði hún.
„Það stendur eitt í húðinni við
htiðina á bakaranum“, sagði Ivar.
„Þegar mamma kemur heim skul-
um við spyrja hana hvort við meg-
mn ekki fara þangað“.
Eftir augnablik kom mamma
heim og leyfði hún börnunum að
fara, en fyrst varð Ivar að fara
í sendiferð. Ása sat kyr á meðan
og var að hugsa um jólatrjeð. Hún
mundi áreiðanlega rata þangað
sjálf, fanst henni, því að hún hafði
svo oft farið til bakarans fyrir
hana mömmu sína, og kannske yrði
tvar lengi í burtu. Hún setti á sig
hettuklút og læddist út úr dyrun-
um.
Það var hægur vandi að rata til
bakarans og búðina með jólatrjenti
fann hún líka. Hún horfði á það
nokkurar minútur. Auk kertanna,
pappírsflagganna og kramarhúsanna
úr gull - og silfurpappír vár stór
gullin stjarna í toppinum og inni
á milli greinanna kom hún auga
á fíl úr sykri, lítinn hund úr postu-
líni, dálítinn fugl sem líklega gat
kvakað þegar stutt var á vængina
á honum.
Hún varð svo hugfangin af þessu,
að hún gleymdi alveg mömniu sinni
og Ivari og þegar hún svo kom
auga á brúður og brúðuhús þarna
rjett hjá, þá varð hún að skoða það
líka, og hinumegin við götuna var
búðargtuggi með mörgum jótasvein-
uín i og ekki gat hún farið án þess
að skoða þá. Já, þarna var margt
að skoða og hún fór altaf frá ein-
um gtugganum til þess næsta þang-
að til loksins að hún ætlaði að
fara heim. Þá vissi hún ekki hvar
hún var, þvi að nú var hún komm
langt frá bakarabúðinni, og fór nú
skakka leið. Hún gekk og gekk en
komst sífelt lengra og lengra burt.
Hún fór að þreytast i fótunum, þvi
að þæfingur var mikill á götunni;
lienni kólnaði á fótunum og fing-
urnir voru helbláir af kulda og hún
fór að gráta.
í sama bili kom hún auga á bif-
reið, sem hjelt kyrru fyrir á göl-
unni. Það var bílstjórinn, sem átti
heima i sama húsinu og hún, sem
álti hana, sýndist henni. Hún ætl-
aði að fara til hans og spyrja hvort
hún mætti aka með honum heim.
En það var enginn maður í biln-
um. Svo beið hún dátitta stund og
þegar hún sá að hurðin var í hálfa
gátt skreið hún inn i bilinn.
Augnabliki síðar kom bílstjór-
inn, en henni hafði skjátlast, þvi
að það var alls ekki sá, sem hún
þekti og hún varð svo hrædd, að
hún gleymdi alveg að gera varl
við sig. Hann tók ekkert eftir henni,
en sketti hurðinni aftur og ók af
stað.