Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 42

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 42
38 F Á L K I N N Klæðaverksmiðjan Gefjun á Akureyri, eign S.í. S. lagssamtök áttu upptök sín í -■ingeyjarsýslu eins spratt og ar liinn fyi'sti vísir til allsherj- rsamtaka landsmanna í sam- vinnumálum. Jafnskjótt og kaupfjelagshreyfingin hafði náS útbreiðslu til næstu hjeraöa hófu Þingeyingar viðleitni um að koma til leiðar samstarfi fjelaganna. Voru þau samtök i fyrstu andlegs eðlis en náðu brátt til framkvæmda um sam- eiginleg innkaup og sölu inn- lendra framleiðsluvara. Þótti þó sjerstaklega miklu skifta, að vel tækist með að vinna markað fyrir framleiðsluvörurnar. Arið 1913 var á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufjelaga í Ystafelli lagt fast að Hallgrími Ivristinssyni um að taka að sjer erindrekastarfið fyrir fjelögin. Taldi liann sig að vísu hafa ærið verkefni við Kaupfjelag Eyfirðinga, en ljet þó til leið- ast um að eiga hlut að vörusöl- unni fyrst um sinn. Gegndi liann síðan erindrekastarfinu iafnframt því að veita Kaup- íjelagi Eyfirðinga forstöðu þangað til á aðalfundi fjelags- ins 1918 að liann kvaddi fjelag- ið til þess að takast á hendur forstjórn Sambands ísl. sam- vinuufjelaga, sem liafði þá tek- ið miklum vexti og fært út starfsemi sína. Hafði Sigurður Kristinsson bróðir Hallgríms, verið önnur hönd hans á þess- um árum og gegnt fram- kvæmdastjórnarstarfinu í fjar- veru hans. Enda tók hann nú við forstöðu Kaupfjelags Ey- firðinga við brottför Hallgríms og síðar við forstjórn Sam- bandsins við lát bróður síns árið 1923. Afrek Hallgríms Kristins- sonar í samvinnumálum lands- manna voru þau mestu, sem unnin hafa verið af einstökum manni. Hann hóf nýja stefnu í skipulagi og starfsháttum sam- vinnufjalaga, sem reyndist hag- nýt og sigursæl, hann bygði upp í Eyjafirði eitt hið sterk- asta kaupfjelag landsins og hann átti höfuðþátt í að byggja i pp samvinnusamtök lands- manna og má telja að Samband lenskra samvinnuf jelaga sje um form og starfsháttu að mestu óbreytt verk hans enn þann dag í dag. Eins og fyr var greint var Kaupfjelag Eyfirðinga, undir forustu Hallgríms Kristinssonar eitt hið öflugasta samvinnufje- lag landsins. Hafa eftirmenn Hallgríms í fostjórastöðunni, Sigurður Kristinsson og núver- andi forstjóri þess, Vilhjálmur Þór, haldið vel í horfi, svo að fjelagið hefir síðan eflst mjög og fært starfsemi sína út til fleiri greina. — Fer hjer á eft- ir örstutt yfirlit um starfsþróun fjelagsins, en hún hefir verið mörg ár stórstíg einkum á síð- ustu árum. Auk hins eldra verslunarhúss. þar sem viðskifti fjelagsins voru lengi rekin hefir fjelagið ný- lega reist á Torfunefi eitt af stærstu verslunarhúsum á land- inu af nýjustu gerð og hið /andaðasta. Hús þetta er fjór- lyft. A neðstu liæð eru brauð- i’ús, vefnaðarvörubúð, járn- og glervörubúð og nýlenduvöru- búð. Á annari hæð eru skrif- stofur fjelagsins, skrifstofur Eyjafjarðarsýslu og útbú Bún- aðarbankans. Á þriðju hæð saumastofa Gefjunar og íbúðir, á fjórðu hæð íbúðir og stór fundarsalur fyrir fasta starfs- menn fjelagsins, sem eru nú um 90 manns. í stórri sambyggingu við Kaupvangsstræti er kornvöru- geymsla fjelagsins og kjötbúð, sem fjelagið hefir rekið síðan árið 1910. í þessu húsi var og áður fyrri slátrunarhús fje- lagsins. En árið 1928 reisti fje- lagið stórt og vandað slátrunar- hús á Oddeyrartanga. Keypti það jafnframt frystihús og haf- dsipabryggju af „Hinum Sam- einuðu Islensku Verslunum" þar á tanganum. Hefir það siðan ækkað og bætt frystihúsið og aukið við bygginguna. — Þar sem áður var slátrunarhús við Kaupvangsstræti kom fjeíagið fyrir vjelum og tækjum Mjólk- ursamlags Kaupfjel. Eyf., sem var stofnað um þær mundir. Eru vörur þessa samlags kunnar um dt land og njóta einróma álits sem ágætisvörur. Árið 1930 reisti fjelagið ný- tísku smjörlikisgerð við Kaup- vangsstræti. Mun hún vera ein af stærstu og vönduðustu smjör- líkisverksmiðjum landsins. Það- an kemur smjörlíkið „Freyja“. Enn hefir fjelagið rekið brauð- gerðarhús siðustu 2 árin. í hinu eldra verslunarliúsi fjelagsins við Hafnarstræti er sölubúð þar sem seldar eru ýms- ar vörur. Auk þess hefir fje- lagið árið 1919 reist við Hafn- /irstræti geymslu- og verslunar- hús fyrir byggingarefni alls- konar. Er það þrílyft hús, 25 m. langt. Hefir verslun fjelags- ins með þá vöru aukist mjög hin síðustu ár og má telja að fjelagið reki nú einu fullkomnu verslunina með þær vörur á Norðurlandi. Auk þess, sem nú hefir verið talið hefir Kaupfjelag Evfirð- inga umsjón með rekstri nokk- urra fyrirtækja Sambands isl. samvinnufjelaga á Akureyri. Má þar fyrst telja Klæðaverk- smiðjuna Gefjuni er Samband- ið á og rekur í sambandi við liana stóra saumastofu. Þá hefir Sambandið rekið gæruverkun- arstöð á Akureyri um allmörg ár. Enn liefir Sambandið reist þar Kaffibætisverksmiðju. Kem- ur þaðan kaffibætirinn ,Freyja‘. Loks er Sambandið að reisa á Akureyri sápugerð, sem er að taka til stai'fa um liessai- mund- ir. Við Kaúpfjelag Eyfirðinga og slarfsgreinár Sambandsins á Akureyri vinna nú 140 fast- ir starfsmenn. Kaupfjelag Eyfirðinga er nú stærsta kaupfjelag landsins og hefir verið það um alllangt skeið. Er fjelagið stærsta verslunar- fyrirtæki á landinu utan Reykja- víkur og eitt meðal stærstu fyr- irtækja landsmanna. Fjelagið liafi á sínum tíma l'orgöngu um nýtt samvinnu- skipulag á landi lijer. Það hefir ávalt staðið í fremstu röð um að færa samvinnuna yfir á fram leiðslusviðið. Þannig reisti það 1928 fyrsta nýtísku mjólkur- vinslubúið á landinu. Hefir starfsemi þess á síðustu árum færst til fleiri og fleiri greina sem horfa til aukinnar sjálfs- bjargar, hagsældar og menn- ingarsamtaka alþýðu manna á fjelagssvæðinu. (Jr sláturhúsi Kaupfjelags Eyfirð- inga, Akureyri. HÚSGAGNAVERKSTÆÐI HJALTA SIGURÐSSONAR Hafnarstræti 79. — Akureyri, framleiðir húsgögn af ýmsum gerðum svo sem: Borðstofu-, svefnstofu-, dagstofu-, og skrif- stofu-húsgögn o. fl. Alt unnið úr þurkuðum við. Húsgögn send gegn eftir- kröfu ef óskað er. — Verð og vörugæði þola allan samanburð. H. SIGURÐSSON •CD4OK=>4O»C3K=>K3«OK=>«O«C=MOK=^0C3K=>tC3K=HC3«O*O«C3*0«0«C3K=M I SAUMASTOFA Stefáns Jónssonar f * tekur að sjer saumaskap á allskonar karlmannafatnaði, I : sömuleiðis aðgerðir á fatnaði, pressun og hreinsun. ? | ÖLL VINNA FLJÓTT AFGREIDD OG MJÖG ÓDÝR | ♦ Virðingarfylst , | STEFÁN JÓNSSON | ♦O*0K340*O4OK3tOW=MO»O«OK3*aOK=WaK3tC3K=5»C3K=>»CD4CD«0*CD*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.