Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 18
14 F Á L K T N N DYRIR SILKISOKKAR ENDAST LENGUR, sjen Þeir Þvegnir úr LUX Þjer hafið efni á aS eiga hina fe- gurstn s’lkisokka ef ]?jer ]n7oi’S ]?á sjálfar úr LLJX. Þeir endast meir en hálfu lengur og aS útliti ætiS sem nýjir væru, sjeu ]?eir ]>vegnir á hverju kveldi úr LUX-löSri. Silkisokkar verSa kvegnir úr LUX. M-Lx 374-047A lc. aldrei of oft LUX tvöialdar endingu fíngerðra faía Lever Brothers Limited, Port Sunlight, England. „Hafið þið mikið af svona steinum í bygðarlaginu?“ „Heilt fjall“, sagði presturinn. Þá stóð námustjórinn upp, gekk til prestsins, lagði hönd- ina á öxlina á honum og sagði: „Sýnið þið mjer þá að þið far- i« svo með það, að það verði bæði ættjörðinni og ykkur til gagns, því að þetta er silfur!“ „Jæja, er það“, sagði prestur- inn og fálmaði fyrir sjer. „Jæja, svo að það er silfur?“ Nú fór námustjórinn að út- skýra fyrir honum, hvernig hann ætti að ná sjer löglegu eignarhaldi á námunni, og hann gaf honum mörg góð ráð; en presturinn stóð grafkyr og gaf þessu engan gaum. Hann var að hugsa um hve ótrúlegt það væri, að þarna heima í fátæku sveitinni væri heilt silfurfjall og hiði hans“. Konungur rjetti svo snögg- lega úr sjer, að presturinn hætti ósjálfrátt frásögninni. „Það mun liafa farið svo“, sagði konungur, að þegar hann kom heim og fór að grafa, upp- götvaði hann, að námustjórinn liafði gabbað liann“. „Ónei“, sagði presturinn, „námustjórinn hafði engu log- ið“. „Þá geturðu haldið áfram“, sagði konungur og fór aftur að hlusta. „Þegar presturinn loks kom heim í sveitina aftur, fanst lionum að fyrst af öllu skyldi hann segja fjelögunum af verð- mæti málmfundarins. Og af því að leiðin lá framhjá bæ gest- gjafans datt honum í hug að líta þar inn og segja honum, að það væri silfur, sem þeir hefðu fundið. En um leið og hann stöðvaði hestana á hlaðinu tók hann eftir að hvítar blæjur voru hengdar fyrir gluggana og að slígurinn upp að dyraþrepinu var stráður grenigreinum. „Hefir einhver dáið hjerna?“ purði prestur piltinn, sem stóð við hliðið. „Já, gestgjafinn er dáinn“, svaraði pilturinn. Og svo sagði hann, að gestgjafinn hefði drukkið sig fullan á hverjum degi alla síðustu viku. „Þvílík kynstur af brennivíni, sem liaí'a farið í hann!“ sagði pilturinn. „Hvað kemur til?“ sagði prest- urinn, „ekki var hann vanur að drekka sig fullan“. „Hann drakk af þvi að hann þóttist hafa fundið námu“, sagði vj engurinn. „Hann sagðist vera orðinn svo ríkur, að hann hefði el'ni á að drekka frá morgni til kvölds. Og í gær ók hann eitt- hvað burt, blindfullur, og vagn- inn valt um og hann slasaðist til bana“. Þegar presturinn hafði heyrt þetta sneri hann hestunum og k heimleiðie. Hann hrygðist yfir þessu, sem hann hafði feng- ið að vita. Hann hafði snúið heimleiðis svo' ánægður og hlakkað til að segja tiðindin. En þegar hann hafði ekið stuttan spöl sá hann Israels Per Persson koma labbandi. Hann var að sjá eins og hann var vanur og það þótti presti gott, að meðlætið skyldi ekki hafa stigið honum til höfuðs líka. Nú ællaði hann undir eins að segja honum, að hann væri orðinn ríkur maður. „Góðann daginn", sagði Per Person, „ertu að koma frá Falun?“ — „Jú, það held jcg“, sagði presturinn, „og jeg get glatt þig með því, að erind- ■slokin urðu enn betri en við erðum okkur vonir um, þvi að námustjórinn segir, að þetta sem við fundum, sje silfur“. En í sömu svifum var, Per I’erson útlits eins og jörðin hefði opnast undir fótum hans. „Hvað ertu að segja? — hvað ertu að segju? Er það silfur?“ ,,.!á“, svaraði presturinn, „nú verðum við allir rikir og getum lifað við rausn það sem eftir er æfinnar!“ — „Nei, er það silfur“, spurði Per Person aftur ■nn ræfilslegri. „Já vist er það silfur, — ekki skaltu halda jeg sje að gabba þig. Og ekki skaltu vera smeikur við að njóta lífsins“. — „Njóta“, sagði Per Persson, „hvers ætti jeg að njóta? Jeg lijelt að þetta væri ekki annað en gljágrjót og svo fanst mjer vissara að hafa vað- ið fvrir neðan mig. Jeg seldi honum Olof Svárd minn hluta í r.ámunni í gær fyrir hundrað dali“. Hann var yfirkominn af ör- væntingu og þegar presturinn fór stóð hann hágrátandi úti á vegi. Þegar presturinn kom heim til sín sendi hann vinnumanninn lil Olof Svárd og bróður hans til að segja þeim, að það væri silfur, sem þeir höfðu fundið. Því að sjálfur var hann orðinn ánægður af að segja góðu frjett- irnar. En þegar prestur var sest- ur einn inn i stofuna sína um kvöldið krafðist gleðin útrásar. Hann gekk út í dimmuna og upp á hólinn, þar sem hann var að hugsa um að byggja nýja prestsetrið. Það skyldi nú verða prestsetur í lagi, ekki lakara en biskupsstofan. Honum dvaldist lengi þarna á liólnum og hann ljet sjer ekki nægja að byggja upp prestsetrið. Hann sá, að úr því að svona ríkidæmi yrði þarna mundi fólk flykkjast í hópum i hygðina og að lokum mundi byggjast horg þarna i kringum námuna i skóg- inum. Og þá mundi hann verða að byggja nýja kirkju í stað þeirrar gömlu. Líklega mundi mestur hluti eigna hans fara í það. En ekki var þar með búið. Þegar kirkjan væri tilbúin muni konungurinn sjálfur og margir hiskupar koma til vígslunnar og konunginum mundi lítast vel á kirkjuna og láta á sjer lieyra, að ekki væri til í bænum neitt hús sem sjer hæfði. Og þá neyddist hann til að bvggja höll handa konunginum þarna í bænum“. í sama hili kom feinn af hirð- mönnum konungsins . inn í dyrnar og tilkynti að nú væri konungsvagninn kominn í lag. Konungurinn stóð luidii' eins upp og sýndi á sjer fararsnið, en liugsaði sig svo um og sagði: „Þú getur gjarnan sagt söguna á enda. En farðu ofurlítið hrað- ai yfir. Við höfum nú heyrt hvernig manninn dreymdi og livernig hann hugsaði. Nú vilj- um við vita, hvað hann gerði“. „Msðan presturinn bygjði skýjahorgir í huganum kom hoðberi til lians, er sagði að Israels Per Person liefði fyrir- farið sjer. Hann hafði ekki get- að afborið, að hann skyldi selja hlutinn sinn í námunni. Hann hefir víst haldið, að lífið mundi verða sjer óbærilegt, að horfá ■pp á aðra njóta gleði af auð- num, scm átti að vera hans“. Konungurinn rjetti aftur úr 'er á stólnum. Og nú voru bæði augun opin. „Hefði jeg verið prestur, þá svei mjer ef jeg hefði nú ekki vefið orðinn al- veg gáttaður á námunni“. „Konurigurinn er nógu ríkur fyrir“, sagði prestur, „liann þarf ekki meira. En öðru máli er að gegna um prest-tusku, sem ekk- ert á. I stað þess hugsaði hann, veslingurinn, þegar hann sá, að hlessun guðs var ekki með fyr- irtæki hans: „Nú vil jeg ekki framar hugsa um, að afla mjer anægju nje frægðar með þess- um auðæfum. En ekki get jeg látið silfrið liggja þarna i jörð- inni. Jeg verð að láta vinna ■lámuna til þess að rjetta sveit- ii.a við“. Og þessvegna fór presturinn einn daginn til Olof Svárd og hróður hans til þess að ræða við þá um hvað þeir ættu að gera við silfurfjallið. Þegar liann var kominn heim undir hús striðsmannsins mætti hann kerru, og á báðar hliðar henni gengu menn með hyssu um öxl, eins og þeir hjeldu vörð. Og á kerrunni sat maður, með liend- urnar bundnar á hak aftur. Þegar prestur ,kom að kerr- unni staðnæmdist hún, svo að hann gat skoðað fangann. Höf- uð lians var reifað, svo að erf- ilt var að sjá hver þetta var, en þó virtist prestinum hann þekkja, að þar væri Olof Svárd. Hann heyrði að fanginn spurði gæslumennina, hvort hann mætti ekki tala örfá orð við prestinn. Og presturinn gekk upp að kerrunni og 'fanginn sneri sjer að honum. „Nú ert þú sá eini, sem veit hvar silfrið er“, sagði Olof Svárd. „Hvað ertu að segja, 01of?“ spurði presturinn. „Líttu á, prestur. Þegar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.