Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 22
18 F Á L K I N N Akureyrajrkaiipslaöiir sjotngnr Eftir BRYNLEIF TOBÍASSON. Inngangur. Akureyrarkaupstaður táknar liú ekki einungis allan kaup- staðinn, þ. e. hina upphaflegu Akureyri, og Oddeyri, heldur einnig Eyrarland með hjáleig- unum Barði, Hamarkoti og Kotá, Naustum, Kjarna og Hömrum. En það er aðeins lög- sagnarumdæmið, sem er s\o viðtækt. Verslunarlóðin er miklu takmarkaðri. Upphaflega og reyndar enn í dag táknaði Ak- ureyr( aðeins eyrina fyrir neð- an Eyrarlands- og Naustabrekk- ur, eða eyrina, sem svonefndur Búðarlækur hefir myndað smátt og smátt; hefir liann sennilega verið landamerki milli Eyrar- lands og Nausta. Lækurinn hef- ir í öndverðu runnið beint nið- ur i sjó, en af þvi að búðirn- ar voru í öndverðu byggðar fyr- ir sunnan hann, var hann smált og smátt beygður norður á við, til þess að auka verslunarlóðina. Síðast var liann fluttur eins og hann nú rennur, litlu eftir miðja síðustu öld. Fjaran, sem alt- af hefir verið talin með Akur- eyri, er öll í Naustalandi og hef- ir myndast af framrás úr brekk- unni og að emhverju leyti af framburði úr Skamma(r)g:Iinu. Hún hefir altaf verið að smá- stækka fyrir aðgerðir íbúanna. En um 1890 var engin regluleg gata suður Fjöruna, og gekk þá sjórinn í stórstraumsflóðum alt upp undir grindurnar, og þeg- ar kirkjan var reist 1863 er þess getið í Norðanfara, að hún standi svo nærri sjónum, að ekki sje unt í flóðum að ganga fyrir austan hana og beri því brýna nauðsyn til að fylla þar upp. Nafnið Akureyri bendir á, að akrar hafi verið þar í nánd í fornöld, eins og víða annarsstað- ar á landinu, svo sem ótal nöfn benda á. Hvar þe r akrar hafi verið, er nú eigi hægt að full- vrða neitt um, en sennilega hafa þeir verið i brekkunni fyrir of- an eða í Búðargilinu, sem auð- vitað hefir fengið nafn sitt af verslunarbúðunum niðri á eyr- inni. I gilnu er skjólgott mjög og þar blasir við sólu, enda hafa þar í freka heila öld verið stórir lcartöflugarðar. Akureyrar er hvergi get ð í fornum ritum, enda var þess varla von, því að hún var ein- ungis hluti úr sjerstökum jörð- um, Eyrarlandi og Naustum. Að vísu er Akureyrar getið í Ljós- vetningasögu (útg. Kh. 1880, bls. 147). Dr. Kaalund telur, að efLr sambandi sögunnar geti þetta ekki verið Akureyri við Eyjafjörð, heldur muni þessa Akureyri vera að finna í Ljósa- vatnsskarði, í suðaustur frá Hálsi (Kaalund, Topografisk Be- skr velse II, 147—148). Aftur á móti heldur Matthías þjóðminja- vörður Þórðarson því fram, að hjer sje einmitt um Alcureyri við Eyjafjörð að ræða (Árb. Fornl.fjel. 1918, bls. 11). Ef svo er, hefir liún fengið þetta nafn þegar á landnámstíð eða rjett á eftir. — Annars er hennar fyrst get ð með nafni, svo að kunnugt sje, seint á 16. öld. Þann 27. septbr. 1580 var á Helgastöðum í Reykjadal út- nefndur dómur út af kæru síra Þorsteins Illugasonar í Múla yf- i því, að hann hefði verið sleg- inn á Akureyri þá um sumarið (Alþ.bók I, 417). Er lildegt, að það hafi verið í drykkjuskap, sem presturinn var sleginn. Þegar einokunarverslun var slofnsett lijer á landi árið 1602, fengu kaupmenn i Helsingja- eyri einkaleyf i til verslunar í „Akkerseri“, (þ. e. Akureyri) og' svo er höfnin eða verslunar- staðurinn oft nefndur, en oft- ast þó „0efjords Handels- sted“ eða á íslensku „Eyja- fjarðarhöfn“ eða „kaupstaður“, og hjelst það nafn alt þangað til bærinn fjekk kaupstaðar- rjettindi, 29. ágúst 1862. Oddeyrar er oft getið í forn- um ritum og oftar miklu en Akureyrar, í Glúmssögu og i Ljósvetningasögu er talað um hestaþing á Oddeyri í Hörgár- dal, en þar er vafalaust átt við Oddeyri við Eyjafjörð (sbr. Kaaland II, 109). Eru og rök fyrir því, að Odd- eyri hafi frá öndverðu ver.ð al- mennur þingstaður fyrir Ey- firðinga, enda var hún einkar vel kjörin til þess. Norðlendingar gerðu atför að Alfi úr Króki á Oddeyrarþingi i byrjun 14. aldar. Enn er Odd- eyrar getið í máldaga Ólafs biskups Rögnvaldssonar fyrir Munkaþverárklaustur á seinni hluta 15. aldar. Er þess getið, að klaustrið eigi „naust og skip- stöðu á Oddeyri á veturinn milli krossmessna (ísl. Fbrjs. V. 303). Hefir þá verið útræði það- an. Þá er Oddeyri næst nefnd 1551, er hinn nafnfrægi dómur var kveðinn þar upp um eignir Jóns biskups Arasonar og sona hans. — Siðan er Oddeyrar iðu- lega getið. Akureyri og Oddeyri mynda höfnina, einkum hin síðarnefnda af því að liún er svo stór og gerir höfnina alveg örugga fyr- ir norðanstormi, en í sunnan- stormum getur þar orðið æði stormasamt. Þessi höfn liefir ætíð verið talin, og það með rjettu, eitthvert öruggasta og besta skipalægið á Norðurlandi. í brjefi einu frá 10. ágúst 1740, sennilega frá Þórarni Jónssyni sýslumanni á Grund til landfó- geta, er svo að orði kveðið um höfnina á Akureyri „Hún er besta höfn landsins, af því að hún liggur svo langt inni í landi . . . .„ Höfnin var fyrst nefnd Iiofsbót (Ferðabók Olavius, bls. 359, sbr. Oddsens landafræði I, 262), en hefir nú um langt skeið alment verið kölluð Pollurinn. Þótt Pollurinn hafi vafalaust þegar frá Landnámstíð verið á- gæt höfn, var þó engin verslun, svo að menn viti, rekin þar í grend, fyr en seint á miðöldum. Að vísu bendir nafnið Iíaupang- ur, sem er jörð fyrir austan og innan Pollinn, á það, að þar liafi verið rekin verslun til forna, en þá hefir höfnin hlotið að ná miklu lengra suður á við en nú, enda er það alveg víst, að leir- an eða vaðlarnir hafa færst stöðugt út. I. Verslun hefst. Löggilding verslunarstaðar. Á síðari hluta 16. aldar er get- ið um verslun á Akureyri (sbr. Ráðhúsið á Akureýri. Einokunarsögu Jóns Aðils, bls. 43, 54—55). Á einokunartíman- um er stöðugt verslun á Akur- eyri. Verslunarhús einokunar- kaupmanna stóðu syðst á eyr- inni, áður en hin eiginlega Fjara byrjar. Milli 1880 og 1890 var rifið langt liús, er sneri frá austri til vesturs, hjer um hil á sama stað, er íbúðarhús Þorvalds Vesi manns stendur nú (áður síma- stöð). Það var talið af fróðum mönnum elsta konungshúsið og elsta búðin, en varð siðar gej'msluhús. Árið 1785 var 10 manns bú- sett á Akureyri. — Þegar verslunin var gefin frjáls við alla þegna Danakon- ungs í Norðurálfu 13. júni 1787, sbr. opið brjef 18. ágúsl 1786, var 6 Verslunarstöðum á- Islandi veitt svokölluð kaupstaðarrjett- indi*), og þar á meðal var Ak- ureyri. Þessi rjettindi voru að- allega þau, að kaupstaðarbúar skyldu fá ókeypis lóð undir hús og garða eft.r útmælingu. Ef konungur átti ekki sjálfur kaup staðarlóðina, átti að kaupa hana handa kaupstaðnum fyrir hans reikning. Ibúarnir skyldu í 20 ár vera lausir v.'jð að greiða manntalsskatt. Svo átti hver serr. vildi lieimtingu á „borgara- rjetti“; sk}4di nafn hans skráð í borgarabókina og honum af- hent borgarabrjef. I framkvæmd inni varð þetta miklum tak- mörkunum bundið. Fr. Lynge var síðasti kaup- maður á Akureyri á einokunar- timabilinu og einnig elsti og fyrsti kaupmaður þar,eftir breyt- :,nguna á verslunarfyrirkomu- laginu 1787. Hann er því i raun rjettri frumbyg-gi kaupstaðarins eða hins löggilta verslunarstað- ar. Rak hann verslun á Akur- eyri til dauðadags, 1812 (f. 1745). Lætur Stefán amtm.Tlior- arensen illa yfir Lynge, en Jón sýslum. Jakobsson hrósar hon- um mjög. Þe.jr settu upp saman *) Reykjavík ein varð kaupstað- ur í þess orðs fylstu merkingu, en hinir 5 kaupstaðir aðeins í merk- ingunni löggiltir verslunarstaðir. Akureyri um 1880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.