Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 38

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 38
34 F Á L IÍ I N N að fara úr vosklæðum sínum, en einn var auðsjáanlega nýkominn inn, því hann var alllur fannbar- inn og var það Helgi, beitarhús- maðurinn á Völlum. Uifgur maður, rúmlega tvítugur. Velvaxinn og harðger á svipinn. ,,Þið hafið liklega ekki sjeð neilt lil hans Gríms gamla áður en hann brast á?“ sagði sjera Björn um ieið og hann kom fram í baðstof- una. „Nei, alls ekki“, svöruðu jíeir. „Var Grimur gamli á ferðinni í dag?“ spurði Heigi. „Já, og er farinn hjeðan fyrir rúmum klukkutíma. Jeg er hrædd- ur um að hann hafi sig ekki til bæja í þessu veðri. Eða er ekki þreifandi stórhríð?" „Jú, jiað er blindbylur, og svo er veðurhæðin mikil að maður ræður sjer varla“ svaraði Helgi. „Já, það hlýtur að enda á einn veg. Grímur lifir ekki af ef hann liggur úti í nótt“, mælti prestur og var klökkur í rómnum. Helgi leil framan i prest og þeir horfðust í augu stundarkorn. Um leið kom fram í huga Helga endurminning um smá atvik, sem hafði skeð fyrir mörgum árum þegar Helgi var unglingur. Hann hafði þá verið ljettadrengur hjá vandalausum bónda þar i sveitinni og átt miður góða æfi. Einn sunnudag liafði hann verið að Ieika sjer við son l)ónda, jafnaldra sinn, en sterkari og harðleiknari. Þeim hafði orðið eitthvað sundurorða í leiknum og bóndasonur hafði flogið á hann og leikið liann hart, svo að Helgi hafði farið að gráta. Þá hafði Grím gi.mla borið þar að. Tekið i öxlina á hinum drengnum og sagt við hann að það væri ekki drengilegt að leggjast á lítilmagna. Síðan hafði Grímur kiappað á kollinn á Helga og sagt við hann að það væri betra að þola órjett en að gjöra öðrum rangt, og bað hann að minnast þess að rjetta þeim veik- ari jafnan hjálparhönd, þegar liann gæti. Orðin voru ekki mörg, en þau höfðu fest vel i huga Helga. Síðan hafði honum altaf verið hlýtt lil Gríms gamla. En aldrei hafði honum tekist að gjöra neitt fyrir Grím, sem heitið gæti. En máske honum lánaðist það nú að hjálpa honum, og heit fagnaðaralda fór í gegn um sál Helga við þá hugsun. „Jeg skal fara og reyna að hafa upp á honum ef jeg get. Viljið þjer það ekki?“ „Jeg læt þig sjálfráðan Helgi minn. Jeg bið engan að leggja út í þetta veður og það á sjálfa jóla- nóttina. En mjer líður ekki vel að hugsa til þess að karlauminginn skyldi hafa farið frá mínum hús- um og verða svo úti“. „Já. Jeg skil það. Jeg ætla að fara og það strax. Þið skuluð ekki undr- ast þótt jeg komi ekki í kvöld, því vel getur verið að jeg fari alla leið yfir að Heiði og þá kem jeg ekki í kvöld“. „Jæja, Helgi minn. Guð fylgi þjer og jeg vona að þú hafir ekki ilt af því að gjöra þetta góðverk. En væri ekki betra fyrir þig að hafa eitthvað volgt með þjer á flösku, ef þú kynnir að finna Grím. Jeg ætla að vita hvort ekki er til heit mjólk til að fara með. Á meðan getur þú borðað einhvern matar- bita. Síðan gengu þeir prestur og Helgi fram í eldhús og ljet prestur setja heita mjólk í flösku meðan Helgi mataðist. Að því búnu gengu þeir fram i bæjardyrnar. Veðrið var það sama, þó heldur kyrrara. Helgi kallaði á fjárhundinn sinn. Síðan kvaddi hann sjera Björn og óskaði houm gleðilegra jóla. Prest- ur kom engu orði upp fyrir geðs- hræringu, en tók innilega í hönd Helgá.um leið og hann kvaddi hann. Svo hvarf Helgi út í hríðina. Helgi greip sporreku, sem hann var vanur að hafa með sjer þegar hann var á ferð í hriðarveðri. Þær voru handhægar að grafa sig í l'önn með með þeim ef þess þyrfti með. Svo staðnæmdist hann um stund á varpanum til að hugsa sig um og átta sig sem best á yeður- stöðunni, því hún var það eina sem hægt var í raun og veru að átta sig' á, ])ví hríðin og náttmyrkr- ið var svo dimt að varla var hægt að greina handaskil. Svo lagði Helgi á stað. Honum sóttist heldur seint ferðin. Færið var að vísu sæmilegt með köflum en þar sem lægðir voru eða dældir voru umbrotaskaflar, sem honum gekk erfiðlega að hafa sig í gegnum. Ekki gat hann þekt sig neinstaðar á þessari leið, en þó þóttist hann vita að hann mundi vera á rjettri leið og bjóst við að hann mundi frekar reka sig á einhvern mel eða hávaða þegar hann kæmi að háls- inum, sem skilur dalina sundur, sem bæirnir Vellir og Heiði stóðu i. Sjer í lagi treysti Helgi þvi að hann mundi finna gildrag eitt all- djúpt, sem lá upp og niður háls- inn rjett sunnan við veginn, sem lá yfir hálsinn. Næði hann gilinu var hann viss um að rata upp á hálsinn og ná beitarhúsunum frá Heiði, sem stóðu á háhálsinum, þá gat hann annað tveggja látið fyrir- berast um nóttina í húsunum eða þá að reyna að ná bænum á Heiði, sem hann bjóst við að sjer myndi takast, því hann var vel kunnug- ur þeirri leið og hafði oft farið hana i myrkri og hríð og aldrei hallað af rjettri leið. En var ekki þetta ferðalag hans mesta fásinna og þýðingarlaust erfiði og jafnvel hættulegt? Hugsunin kom fram i sál hans eins og ósjálfrátt. Hann liafði í raun og veru ekkert hugs- að um þetta eða var það ekki barna- skapur að ætla sjer að leita að manni í þessu veðri og það á sjálfa jólanóttina. Og það að gamla Grimi, sem flestum var sama um. En voru nokkrar likur til þess að hann findi hann i þessu veðri. Likurnar voru litlar, þó var það ekki ómögu- legt ef að Grímur gamli hefði sest að strax og veðrið skall á. En ef hann hefði haldið áfram eitthvað undan veðrinu á meðan að kraft- arnir entust þá var það alveg ó- liugsandi að hann findi hann. En hitt þótti Helga líklegra að Grimur hefði ekki vilst af rjettri leið og lian hefði svo grafið sig í fönn þegar hann treysti sjer ekki að halda áfram. Og þá hugsaði Helgi að frekast væri að leita í gilinu, sem lá eftir hálsbrekkunni rjett sunnan við veginn. Þar hlaut að vera nógur snjór og gott skjól að grafa sig í fönn. Veðrið var hið sama, samt var eins og dragi heldur úr því um dagsetrið. Helgi giskaði á að hann væri nú kominn að hálsinum, en þa var eftir að finna gilið. En gat ekki farið svo að liann findi ekki gilið og hvað tók þá við. Að átta sig á bersvæði, þar sem ekkert var að styðjast við, var ekki gjörlegt fyrir nokkurn mann í þessari hríð og náttmyrkri. Hann hóaði nokkrum sinnum ef ske kynni að Grímur væri þar ein- hverstaðar nálægur og gæti heyrt til hans. En enginn tók undir og Helga fanst hálf ömurlegt að heyra sín eigin hljóð kveða við í dimm- unni. Hann reyndi að gæta að, hvort hann sæi ekki stein eða mel í kring um sig. Það voru þó nokkr- ir melar og stakir steinar hjer og þar meðfram hálsinum. Jú, þarna grilti i eitthvað svart rjett við hlið- ina á honum. Helgi beygði við og gekk að þústinni. Hann lofaði ham- O ........................III......... "'IIIIIII" O "'illliir o ""1111111’' O ""111111" O ................................ .........II..............Illli'" .......... O ""Ullli'" O .............................. o O o o £5 o % o o o o o ■5 o o o o ö o GUÐJON BERNHARÐSSON GULLSMIÐUR Ráðhústorg- 1. Pósthólf 116. Símar 94 og 284. Akureyri Sniíðar af fjölbreyttum gerðum úr gulli og- silfri: Stokkabelti Doppubelti Beltispör Brjóstnálar Millur Millufestar Svuntupör Ermahnappa Herrahnappa tjpphlutsborða Frakkaskykli Skúfhólka Steinhringa Svuntuhnappa Armbönd Brjósthnappa Bindisnælur Húfuprjóna Hálsmen •Signet Tóbaksdósir Púðurdósir S jaf’húna Snúrur TRÚLOFUNARHRINGA Til sýnis á vinnustofunni eiginhandar vinna, skautbún- ingur og upphlutsbúningur er kostar um kr. 3000.00. Hef fyrirliggjandi borðbúnað úr silfri, einnig fjöibreytt- ar silfurplettvörur til tækifærisgjafa. Er uinboðsmaður fyrir liina góðkunnu, fall- egu og vönduðu EVERSHARP sjálfblekunga og blýanta. Einnig REMINGTON ritvjelar sem uppfylla allar kröfur hins vandlátasta eiganda. Sendi gegn póstkröfu um all land. — Áhersla lögð á að gera viðskiftamanninn ánægðan. Ó ""Ullln" O ""IIIHi"’ O ""llllli." O ""Hllli'" O ""llllln" O ""Hllli'" O ................................... O ...................... "'Ullli." O "«li||ln" O ""llllln" O ""llllli." Oddsprentsmiðja á Akureyri. Prentunar verðlaun ívenn veitt, á iðnsýningum. Sjálfgefið með sjer mælir, um prentvinnu alla bóka sem blaða, vjelsett, sem handsett. Þrí-eðafjórlitamyndprent, sem einlita, og af tægi hverju, sem vera víll, íburðar-mikið, eða -lítið. Ódýrt, þótt gjald sje, en gjöf eigi, og greiðlega af hendi leyst, um land, hvar sem er. Prófarkir sendar, um iandsfjórðunga alla, ef nauðsyn krefur. O ""iUlin" O ""Hllii'" O "'UIIii" O "'illlii'" O ""Hllii'' O ""lUlii'" O ""illlii" O ""illlii'" O O ""Hllii"' O ""Hllii"' O '"'Hlliii" O "''Hllii'' O "'illlir O "'illlii" O ""illlii'" O "'UIHi'" O ""Hliii'" O "'HIIii'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.