Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 36
32 F A L K 1 N N Dirnm jíólamótt JÓLASAGA eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli Sjera Björn á Völlum sat við skrifborðið sitt í húsi þeirra hjón- anna og var að semja jólaræðuna. Hann var að enda við hana, enda mátti það ekki seinna vera því nú var kominn miður dagur aðfanga- dags og á jóladaginn átti hann að messa heima hjá sjer. Sjera Björn var við aldur og orð- inn hvitur fyrir hærum. Hann var þreklegur á velli og svipurinn festu- Iegur en þó hreinn og góðmannleg- ur. Augun grá, einarðleg og skýr og hrá fyrir fjörglampa i þeim þegar hann talaði. Þegar hann var búinn með ræð- una fór hann að lesa hana yfir. í stöku stað strikaði hann yfir orð og setningar og bætti inn í á öðr- um stöðum. var auðsjeð að hann var vandvirkur við ræðugjörðina, enda hafði hann alla tíð verið tal- inn góður ræðumaður, skýr, en þó jafnframt viðkvæmur og djúpugður. Þegar hann var búinn að lesa ræðuna yfir lagði hann hana frá sjer og hallaði sjer aftur á bak í stólnum. Honum fanst að sjer hafa tekist vel með ræðuna. Fagnaðar- boðskapurinn um komu frelsarans var megin þráður ræðunnar, skýr og auðskilinn. Presturinn vonaðist til að ná föstum tökum á hugum og tilfinningum áheyrenda sinna og fá þá til að beina hugum sínum til hans, sem jólahátíðin var helguð. Og það hafði jafnan vakað fyrir sjera Birni, að reyna að ná föstum tökum á safnaðarbörnum sinum með ræðum sínum, að vísu fanst honum stundum sjálfum að sjer ekki takast það eins vel og hann liefði kosið, og varð það til þess að gjöra hann órólegan, því að honum fanst þá sökin vera hjá sjer. Hann hefði ekki verið búinn að hugsa ræðuefnið nógu vel og ekki sett það fram í nógu áheyrilegum og auðskildum búningi. En í þetta sinn fanst honum sjer hafa tekist með besta móti og enn vakti hrifn- ing í huga hans frá því að hann var að semja ræðuna. Hann náði í tóbaksp.ípuna sína, fylti hana með tóbaki og kveikti síðan í henni og ljet hugann reika lil gamalla jóla- minninga frá skólaárum sínum. En hann hrökk fljótt upp frá þeim hugsunum við það að hund- arnir þutu upp með áköfu gelti. Sjera Björn reis á fætur af stólnum og leit út um gluggann. Það hlaut einhver að koma því hundarnir gedu svo gestalega. Jú, þarna kom maður sunnan túnið. Hundarnir hlupu suður i túnið á móti honum og ljetu grimm- iega. Hver getur það verið sem er á ferðinni núna á aðfangadag- inn? sagði prestur við sjálfan sig og settist aftur. Litlu seinna leit hann út um gluggann aftur og var þá maðurinn komin heim á hlaðið. Nú. Það er gamli Grímur, karl- inn. Hvað skyldi hann vera að fara ,á aðfangadaginn, karlsauður- inn? Jú, auðvitað. yfir að Heiði til l'rænku sinnar til að vera þar um hátíðarnar eins og hann var van- ur. Sjera Björn settist aftur í stólinn og hjelt áfram að reykja. Allir i sveitinni þektu Grim gamla. Hann var talinn auðnuleys- ingi og háifgerður vandræðamaður í sveitinni nú seinustu árin. Sjera Björn þekti sögu Gríms gamla vel og ýms atriði úr henni rifjuðust nú svo glögt upp fyrir honum og vöktu djúpa samúð í sál hans með auðnuleysingjanum, sem nú gekk hrumum fótum um sveitina og átti ekki neinstaðar heima. • Grímur var ættaður þarna úr dalnum. Sonur efnaðs bónda, sem hafði búið á næsta bæ. við Velli þar sem sjera Björn var alinn upp. Höfðu þeir verið jafnaldrar Grím- ur og hann og leikbræður öll sín æskuár. Þegar Grimur var orðinn fulltíða maður giftist hann mynd- ar stúlku og tók við' föðurleifð sinni og búi föður sins, þvi hann var einbirni. Næstu árin þar á eftir hafði alt snúist honum til hamingju. Hann var með efnuðustu bændum í sveit- inni og átti ágæta konu og 4 börn með henni, tvær dætur og tvo sonu. En svo breyttist þetta alt á fáum árum. Taugaveiki kom upp á heim- ilinu og úr lienni dó kona hans og yngri dóttirin. Grímur hafði tekið mjög nærri sjer ástvinamissirinn, en var þó stiltur vel. Hann hafði samt haldið áfram búskap og var dóttir lians ráðskona hjá honum og svo synir hans báðir, sem nú voru orðnir nær fullaldra menn efnilegir og vel gefnir. En jóla- dagskvöld eitt liöfðu þeir bræður verið að leika sjer á skautum á ánni neðan við bæinn og druknuðu þá báðir í ánni. Eftir það var Grím- ur ekki sami maður. Að vísu var hann aldrei óður en vildi helst vera einn.og ekki gefa sig að nein- um manni. Samt hafði hann haldið við búskap fáein ár eftir það, en á þeim árum gengu öll efni hans til þurðar. Þegar efnin voru búin hafði dóttirin gifst og farið til Am- eríku. Vildi hún að faðir hennar færi með sjer, en til þess var hann ófáanlegur. Vildi ekkert fara úr dalnum. Hafðist hann þá við á ýmsum bæjum i sveitinni og vann tíma og tíina, En svo greip eirðar- leysið hann og þunglyndið og hann gat ekki verið til lengdar á sama stað. En nú seinustu árin var hann alveg hættur að vinna nokkuð sem teljandi var, og gekk bara um árið um kring. Sveitarstjórnin liafði oft reynt að koma honum fyrir á góð- um heimilum yfir árið, en það var ekki til neins, Grímur eyrði ekki nema fáeina daga, svo lagði liann á stað. Það var því orðin sjálfsögð venja hreppsbúa, að láta Grím ganga ofan á, eins og menn komust að orði, enda var það kostnaðar minst fyrir sveitarsjóð- inn að hafa það þannig. En þó Grímur væri enginn reglumaður með ferðir sínar um sveitina — út úr henni fór liann aldrei — liafði hann þó það fyrir fasta venju að dvelja um jólin og nýárið á Heiði hjá frændkonu sinni, sem þar bjó og hafði verið alin upp hjá for- eldrum Gríins.- Kom hann þar jafn- an á Þorláksdag og fór svo það- an á annan i nýjári. ' Sjera Björn hafði oft reynt að fá Grím til að dvelja hjá sjer um stund, en það lánaðist sjaldan að fá liann til að dvelja lengur en 4—5 daga, þá greip eirðarleysið hann og hann gerðist enn þá þur.g- lyndari og þögulli, svo prestur sa sjer ekki fært að hafa hann lengur, enda var ekki gjörlegt að leggj.i fast að Grími að vera kyrran þeg- ar þessi köst gripu hann. Annars var hann meinhægur jafnan og fá- skiftinn. Þegar sjera Björn var búinn úr pipunni Ijet hann í hana aftur og kveikti í henni og gekk síðan fram fyrir í baðstofuna þvi liann langaði TÓMAS BJÖRNSSON | Simi: 155 AKUREYRI Simnefni: Tjebje j ♦O*0»0t0K3K3*O+a»CH0»CMOOtO»C3tC3*O»C3t040»atCWC34CMC)»0t ,MORS0‘- miðstöðvareldavjelar hafa hlotið einróma lof allra, sem notað hafa, Á fjórða hundrað vjelar seldar á Norður- urlandi s. 1. fimm ár. Míðstoðvarkatlar Míðstoðvarofnar af allskonar gerð. Vatnshitunardunkar Vatns-salerni Handvaskar Eldhúsvaskar Baðker Blöndunaráhöld Vatnshanar allsk. Vatnsdælur V atnsleiðslupipur — galv. og svartar — Asfalteraðar pípur Pipu-sambandsstykki Sje um uppsetningu á ofanskráð- um tækjum, ef óskað er, og er áhersla lögð á smekklegan og vandaðan frágang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.