Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 32
28
F Á L K I N N
Prentverk á Akureyri
og bókaútgáfa
Minst er lauslega í yfiriti um sögu
bæjarins prentsmiSjurekstrar á Ak-
ureyri. Nú eru tvær slíkar smiðjur
ur í bænum, önnur hin gamla prent-
smiðja Björns Jónssonar, fyrr rit-
stjóra „FróSa“ og „Stefnis", nú
stórum endurbætt um hriS undir
stjórn Þórhalls Bjarnasonar, nú
prentara í Rvík og Helga, sonar
Björns. Helgi er nú einn um stjórn
þessarar prentsmiSju. Hin er prent-
Oddur Björnsson.
srniðja Odds Björnssonar, jafngöm-
ul öldinni. Hefir hún jafnan starf-
að undir stjórn Odds, nema frá 15.
mai 1922 til 1. sept 1926, er þeir
Ingólfur Jónsson, nú bæjarstjóri á
ísafirði og SigurSur Oddsson á Ak-
ureyri fóru með stjórn prentsmiðj-
unnar fyrir eigin reikning. ÁSur en
Oddur hóf prentstarfsemi á Akur-
eyri, hafði hann stundað prentiðn
í Khöfn frá því í mars 1889 og þang-
að til í júlí 1901, að undanskildu
einu ári. Um þriggja ára skeið sótti
(J)ddur á Hafnarárum sínum „Fag-
skole for Boghándværk“, er þá var
nýlega stofnaður, en prentiðn hafði
hann lært í ísafoldarprentsmiðju
árin 1881—1886.
Á Akureyri var aðeins ein prent-
smiðja frá 1886 til 1901. Gamla
Fróðaprentsmiðjan var auðvitað
með handpressu og gekk mjög úr
sjer. Margir góðir menn undu þvi
illa hjer nyðra, hve mjög prentsmiðj-
an á Akureyri var orðin á eftir tím-
anum. Það var Guðmundur Hann-
esson, þá hjeraðslæknir á Akureyri,
sem varð helsti hvatamaður að því,
að Oddur Björnsson (f. 1865) settist
að á Akureyri. Kom hann út í júlí
1901, með nýja hraðpressu og fjöl-
breyttara og fallegra letur en áður
hafði tíðkast. Þótti þessi prentsmiðja
vera hin fullkomnasta ú íslandi.
Hafði hún bæði mikil áhrif og góð.
Ekki aðeins varð hún til þess að
skapa stórum endurbætta og í alla
staði sæmilega prentsmiðju við hiið-
ina á sjer, heldur líka til þess að
örfa landsmenn, aðallega Norðlinga,
til þess að gefa út ýmsisleg rit. Hef-
ir því, það sem af er þessari öld,
verið tiltölulega eins mikið prentað
á Akureyri eins og að frumkvæði
einstakra manna í Reykjavík.
fíókaforlag Þorsteins M. Jónsson-
ar ú 'Akureyri er nú eitt hið mijndar-
icgasta og mikilvirkasta ú íslandi,
og hefir það gefið út aðeins þjóð-
leg rit og þau önnur, er til gagn-
semdar horfa og menningar. Þor-
sleinn M. Jónsson er einn af mestu
atorkumönnum Akureyrar og einna
meslur nytsemdarmaður á landi hjer
um bókaútgáfu. Er samvinna þeirra
Þorsteins og Odds hin besta. Odd-
ur Björnsson er smekkmaður mik-
ill í list sinni og hefir verið svip-
að fyrir Norðlendinga og Sigmund-
ur Guðmundsson var fyrir Sunn-
^endinga. í prentsmiðju Odds er
setjaravjel, hin eina utan Reykja-
víkur. Er hjer sýnishorn af vjela-
sal prentsmiðjunnar. í henni vinna
jafnaðarlega tíu manns. En setjara-
vjelin vinnur fjögurra manna verk.
— Sem dæmi þess, hver aðstaða
prentsmiðju Odds Björnssonar er
gagnvart þeim, er vinna í prent-
smiðjunni, er rjett að geta þess, að
Oddur varð fyrstur allra prent-
smiðjueigenda á landinu til þess af
sjálfsdáð að taka upp átta stunda
vinnudag í prentsmiðju sinni, þrátt
fyrir ýmsa örðugleika, er hann átti
við að etja umfram iðnrekendur í
Reykjavík. Er Oddur því i raun
rjettri brautryðjandi um þá nýjung,
að átta stunda vinnudagur er ákveð-
inn í prentsmiðjum hjer á landi frá
og með árinu 1920.
Árið 1922 rjeð Kl. Jónsson, þá-
verandi atvinnumálaráðherra, Odd
Björnsson, til þess fyrir ríkisins
hönd að rannsaka erlendis skilyrði
og möguleika fyrir því, að ríkið
stofnsetti prentsmiðju. Gerði atvm.-
ráðherra þetta, samkvæmt samþykt
Alþingis (Efri deildar og meiri
hluta alls þingsins). Sigldi Oddur
það ár og heimsótti þá og næsta ár
flestar merkustu borgir á Þýskalandi,
til athugunar málinu og undirbún-
ings. Gerði hann allítarlega rann-
sókn á þessu sviði. En er hann kom
aftur til Reykjavíkur síðla árs 1923,
var ný stjórn sest að völdum, og sló
hún málinu á frest. Komst það þvi
eigi í framkvæmd, fyrr en nokkur-
um árum síðar. Hafði O. B. þá afþ
ur tekið við forráðum prentsmiðju
sinnar á Akureyri. Var þá enn ný
stjórn tekin við völdum. Var ríkis-
prentsmiðjan stofnsett i öðrum og
atkvæðaminni stil en Oddur vildi
vera láta. En stjórnin afsakaði sig
með því, að hægt hefði þurft að fara
af stað í byrjun, svo að nytjamál
þetta næði framgangi, ríkissjóði til
tekna, og að sem minst rask yrði á
jafnvægi prentsmiðja við stofnun
ríkisprentsmiðju.
Geta má þess, í sambandi við
starf Odds Björnssonar á Akureyri
að hann hóf merkilegt menningar-
fyrirtæki í Kaupmannahöfn. Það var
„Bókasafn alþýðu“. Útgefandinn bar
áreiðanlega ekki eigin hag fyrir
brjósti. Bækur hans báru bæði um
efni og ytri frágang, langt af því,
sem tíðkaðist um það leyti á landi
hjer. Áttu bækur þessar mikinn þátt
í að opna augu islenskrar alþýðu
fyrir nytsemi góðra bóka og‘ glæða
smekk hennar fyrir fögru máli og
fagurri bókagerð. „Uranía“ er
skrautbúnasta snildarverkið, sem
komið hefir enn á islenskan bóka-
markað. Almenningur lærði að
meta gildi mynda í góðum bókum,
er hann kyntist „Bókasafni alþýðu".
Oddur Björnsson hefir reist sjer ó-
brotgjarnan bautastein, með þessari
bókaútgáfu einni saman. Lagði hann
ótviræða áherslu á menningargildi
þeirra bóka, er hann gaf út, og
lagði mikið í sölurnar, til þess að
gera þær aðgengilegar. — í bæjar-
stjórn Akureyrar var Oddur nokk-
ur ár; einn af helstu stofnendum
Iðnaðarmannafjelags Akureyrar 1904
og formaður þess um langt skeið.
Forstöðumaður Iðnaðarmannaskóla
Akureyrar var hann og mörg ár.
Oddur var ennfremur hvatamaður
liess, að stofnað var Sjúkrasamlag í
bænum. Hefir hann verið formað-
ur samlagsins og í stjórn þess.
Framarlega hefir hann og staðið í
heimilisiðnaðarhreyfingunni á Ak-
ureyri og verið formaður þess fje-
lagsskapar. i ýmsum öðrum nyt-
semdarfjelagsskap, svo sem stofnun
dýraverndunarfjelags, hefir Oddur
látið til sín taka. Á iðnaðarsýning-
unni á Akureyri árið 1906 hlaut
Oddur fyrstu verðlaun fyrir prent-
un, og fyrstu heiðursviðurkenningu
hlaut hann fyrir framúrskarandi vel
unnið prentverk á heimilisiðnaðar-
sýningunni á Akureyri árið 1918.
í blaði Hins islenska prentarafje-
lags (okt. 1928), Prentaranum, er
Oddi Björnssyni ,lýst þannig: „—
Oddur hefir altaf verið starfsmaður
mikill og áhugamaður um iðn sína
--------Hann er mikill vexti, höfð
inglegur og prúðmannlegur og hug-
sjónaríkur, nokkuð viðförull og all-
sýnt um smekkvisi. Hann er að
inörgu einkennilegur og einn lang-
merkastur prentari þessa lands“. —
Fágætur trúleiksmaður hefir Odd-
ur Björnsson verið í sinu starfi alla
tið. Hann er orðheldinn i smáu sem
stóru og þolir öðrum allra síst ó-
áreiðanleika. — Lítt hefir Oddur
linast í sókninni, þó að aldur hafi
færst yfir hann, heldur hefir hann
sótt í sig veðrið, sem ungur væri í
annað sinn eða kastað hefði hann
ellibelgnum, enda telur hann, að svo
hafi orðið. Sækir hann nú róðurinn
sem fastast. Atvinnurekstur hans er
á síðari árum með meiri blóma en
nokkru sinni fyrr. Klifið hefir hann
þrítugan hamarinn enn á ný i fjár-
hagslegúm efnum og atvinnurekstri,
og farnast hið besta. Ljettur er
Oddur enn á sjer og frár á fæti sem
ungur enn, hress í anda, áhugasam-
ur og stórhuga um málefni Islend-
inga og alþjóða, sem æskumaður
væri, enda er hann naumast sjötug-
ur. Er honum vart við annað verr
en liá kenningu Knut Hamsun, með-
an hann var á yngri árum, að fimt-
ugir menn hafi lífinu lifað og væri
úr því varla á vetur setjandi. En
þegar Hamsun átti sjálfur fimtugs-
afmæli og fjekk margar og miklar
heimsóknir, fjelaga, fulltrúaogfrægra
manna, þá fal hann sig og tók eigi
móti neinni heimsókn. — Oddur
hyggur, að sjötugsaldur muni vera
Úr prentsmiðju Odds fíjörnssonar.
blómatími andlegs Jífs karlmanna,
sein kunna að lifa. En efst á blaði
því eru fagrar hugsjónir.
(B. T. tók saman eftir ýmsum
hcimildum).
Úr prentsmiðju O. fí.: Hraðpressan.
Úr prentsmiðju Odds Djörnssonar: Setjaravjelin.