Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 28
24 F Á L K 1 N N SSiikrahii.síð á Akureyri löEklUar jþess híiíi Steíngrim Matthiasson Eftir að Akureyri var orðin kauþstaður (18(32) liðu 11 ár þar fil bærinn eignaðist sjúkra- hús. Þá var það að liinn danski kaupmaður Fr. Gudmann sýndi þá höfðingslund, að gefa bænum sjúkrabús. Hús þetta liggur í innbænum undir brekkunni og beitir nú Gamli spítalinn. Það er nú eign Sigtryggs timbur- meistara Jónssonar og leigt út, til íbúðar nokkrum fjölskyldum. Þetta bús, gamli spítalinn, var íbúðarhús tveggja bjeraðslækna áður en Gudmann gerði það að sjúkrahúsi 1873. Eggert Johnsen hjeraðslækn- ir, sem var hinn fyrsti búsetti læknir á Akureyri*) (1832— 1855) ljet byggja húsið. Einnig var það hann sem plantaði 2 reynitrjám við suðurgaflinn. Stendur nú annað þeirra aðeins og er það orðið mjög hrörlegt, enda mun það nálgast liundrað ára aldurinn, og er langelsta trje bæjarins. Jón Finsen hjeraðs- læknir keypti húsið, þegar hann tók við hjeraðslæknisembættinu að Eggerti látnum og bjó í þvi meðan hann var læknir hjer 1856—1867). Þegar Finsen flutti búferlum hjeðan til Danmerkur keypti Gudmann húsið. Læknarnir Edvald Johnsen (1867—1868) og Þórður Tómasson (1870— 1873), sem þjónuðu hjeraðinu næst eftir Finsen bjuggu í hús- inu meðan þeir dvöldu hjer, en þegar hinn síðari þeirra var fluttur burtu, var það, sem Gud- man fjekk þá góðu hugmynd að gefa bænum húsið, og gaf hann bæjarstjórninni kost á að velja um hvort hún vildi nota það, sem sjúkrahús eða þurfa- mannahæli. Bæjarstjórnin kaus heldur sjúkrahús. Varði þá Gudmann allmiklu fje, til að gera húsið sem best úr garði sem sjúkra- hús, með sjúkrarúmum (þau voru fyrst í stað 8 og seinna 12) og hjúkrunargögnum. Enn- fremur ánafnaði hann bænum í erfðaskrá sinni 2500 rd. til slyrktar sjúkrahúsinu, en fyrir þá upphæð keypti bærinn 5 jarðir (Auðbrekku, Hátún, Svíra, Þríhyrning og Böðvarsnes). Rann síðan árlegt afgjald þeirra lil spítalans. Samtals nam gjöf Gudmanns um 8000 rd. 1 nú- gildandi peningum mundi það ei vera minna en nm 30- 40.000 kr. Fyrsti læknir við gamla spítal- ann varð Þorgrimur Johnsen bjeraðslæknir (1874—1896), og gat hann sjer fljótt góðan orðstýr einkum fyrir sullaveikislækning- *) Á undan honum var danskur fjórðungslæknir, Hoffmann, kom í bæinn 1821. ai, með brunaaðferð er liann notaði líkt og Finsen. Annars var fátt um sjúkling i tíð Þorgríms Johnsens. Það ríkti venjulegur friður og ró í skjóli við reyniviðarhríslurnar, sem breiddu lim sitt fyrir öllum suðurgaflinum. Spítalahaldarinn tiafði lítið annríki af sjúkling- iun, og gat stundað ýmsa at- vinnu, með þeim hlunnindum, að liafa fría góða íbúð í sjúkra- húsinu og afnot af túni þess og jarðeplagarði. Næsti læknir sjúkrahússins \ar Guðmundur Hannesson hjer- aðslæknir, sem tók við af Þor- grími og var hjer læknir næstu 11 árin. (1896—1907). Með Guðmundi Hannessyni bófst nýtt líf á gamla spitalan- um, það varð ys og þys, allar stofurnar fyltust af sjúklingum, sem leituðu Guðmundar hvaðan-1 æfa af norður- og austurlandi, því Guðmndur fjekk strax orð á sjer, sem mikill skurðlæknir. Kom þá brátt í ljós að gamli s.pítalinn var óhentuglega bygð- ur, stofurnar þröngar, stigar brattir og mjóir, lágt undir loft í stofunum og skuggsýnt. Þar var engin nothæf skurðarstofa og mjög erfitt að koma fárveikum sjúklingum upp og niður stigana. Guðmundur var eigi lengi að sannfæra menn um að nauðsyn væri á stærra og betra sjúkra- húsi, og fjekk hann nú bæinn og næstu sýsluiyamtsráð og Alþingi til að veita fje til nýs spitala. Gamli spítalinn var seldur, en fyrir hann fjekst aðeins kr. 4250. Það fje sem sargaðist út úr nefndum stjórnarvöldum var þó af svo skornum skamti að einnig þurfti að selja spítalajarðirnar til þess hin nýja bygging yrði fullgerð. Andvirði jarðanna (kr. 6000) hefir síðan undir nafninu jarðeign^sjóður verið tilfært með eignum sjúkrahússins i árs- skýrslum þess. Nýi spítalinn komst upp 1899 og kostaði alls um 25.000 kr. Hann var bygður úr timbri og seinna klæddur bárujárni, og stendur uppi á brekkunni i inn- bænum nokkru utar en gamli spítalinn. 1 tíð Guðmundar var þessi nýi spítali ætíð fjölsetinn að sumi'i til meðan samgöngur voru góðai' og sjúklimgar gatu komist fram og aftur með strand ferðaskipunum. Þó varð sjúkl- ingatalan aldrei hærri en 20 og á vetrum var venjulega fátt um sjúklinga. Þannig var einnig alt fram um 1920 í tíð undirritaðs, sem tók við af Guðmundi 1907. En um og eftir 1920 fór mjög að aukast aðsóknin að sjúkra- húsinu, en þó einkum eftir að berklavarnarlögin gengu í gildi 1921. 1920 var sjúkrahúsið stækk- að að miklum mun, var liætt norðan við það nýrri steinsteypu- byggingu, kjallarinn grafinn út og stækkaður, ný hitunartæki sett í það, raflýsing, ljóslækn- ingatæki og Röntgentæki o. fl. og sóttvarnarhúsið vandlega endur- bætt. Með þessum endurbótum gat nú sjúkrahúsið i'úinað um 60 sjúklinga og eitt sumarið fór sjúklingatalan jafnvel upp í 72. Norður í Vaglaskógi var bygt sumarhæli fyrir berklasjúklinga, sem útbú frá spítalanum. Þar gátu liafst við alls 12 sjúklingar, 6 í húsinu og 6 í tveimur tjöld- um þar lijá. En þegar Kristnes- liælið tók til starfa árið 1927 var skógarselið lagt niður sem berklahæli. Nýja sjúkrahúsið, sem áð r var kallað svo, er nú orðið 33 ára gamalt og þykir nú orðið svo gamalt og gamaldags að mörgu leyti, að áhugi talsverður er vaknaður fyrir því að byggja enn nýtt sjúkraliús og verður það sjálfsagt bygt á næstu árum, syðst á túninu og uppi á Búðar- gilsbarminum. Munu þá hinir svonefndu Laxdalsgarðar verða lagðir undir spitalalóðina og plantaðir trjám og runnum og blómum til augnagamans og skjóls fyrir sjúklingana, sem þar mega baka sig í sólskininu. ------------------ Spitalinn ú Akureyri með viðbótarbygginyunni frá 1920. Til vinstri ibúðarhús Stgr. Matthíassonar hjeraðslæknis. BÓKAVERSLUN. Kristjáns Guðmundssonar Glerárgötu 1 AKUREYRI Fyrirliggjandi eru flestar þær íslensku bækur. sem á markaðinum eru . . Sími 63. Pósthólf 13. O o •»lli.' o -'IU.- O ••'llf O ••'llii' ••Mli.'O-'lli.’O-'lli.. O ■•'ln.' O-Mli.'O -%.• O I Prýdið hús yðar! I | Fallegasta og besta Húsaklæðn- ? ingin, sem til er, er Steinmótað 25°/« koparblandað galvaniserað járn. Gerir gömul hús sem ný! Breytir timburhúsum i steinhús, hvað útlit snertir. Umboðsmaður. GUNNAR GUÐLAUGSSON byggingarmeistnrl AKUREYRI SÍMI 257 Pantanir elgreiddar um alt land. o -niK o -MU.' O ••'lli.- O •"! -Mh.'O -Mli." O -Mli..O -Mln’O-Mln’ O-M|,.- V Jón & Vigfús MYNDASTOFA Strandgata 1 AKUREYRI Sími 103 Pósthólf 43 Leysum af hendi hverskonar ljósmyndavinnu. Myndir gerðar með ftlium litum. Lægst verð. Fljót afgreiðsla. Kaupf jelao ■ Verkamanna Aknreyrar ■ Matvörudeildin Strandgotu 9 Vefnaðaðai vörudeildin Straudgötu 7 Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.