Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Síða 42

Fálkinn - 17.12.1932, Síða 42
38 F Á L K I N N Klæðaverksmiðjan Gefjun á Akureyri, eign S.í. S. lagssamtök áttu upptök sín í -■ingeyjarsýslu eins spratt og ar liinn fyi'sti vísir til allsherj- rsamtaka landsmanna í sam- vinnumálum. Jafnskjótt og kaupfjelagshreyfingin hafði náS útbreiðslu til næstu hjeraöa hófu Þingeyingar viðleitni um að koma til leiðar samstarfi fjelaganna. Voru þau samtök i fyrstu andlegs eðlis en náðu brátt til framkvæmda um sam- eiginleg innkaup og sölu inn- lendra framleiðsluvara. Þótti þó sjerstaklega miklu skifta, að vel tækist með að vinna markað fyrir framleiðsluvörurnar. Arið 1913 var á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufjelaga í Ystafelli lagt fast að Hallgrími Ivristinssyni um að taka að sjer erindrekastarfið fyrir fjelögin. Taldi liann sig að vísu hafa ærið verkefni við Kaupfjelag Eyfirðinga, en ljet þó til leið- ast um að eiga hlut að vörusöl- unni fyrst um sinn. Gegndi liann síðan erindrekastarfinu iafnframt því að veita Kaup- íjelagi Eyfirðinga forstöðu þangað til á aðalfundi fjelags- ins 1918 að liann kvaddi fjelag- ið til þess að takast á hendur forstjórn Sambands ísl. sam- vinuufjelaga, sem liafði þá tek- ið miklum vexti og fært út starfsemi sína. Hafði Sigurður Kristinsson bróðir Hallgríms, verið önnur hönd hans á þess- um árum og gegnt fram- kvæmdastjórnarstarfinu í fjar- veru hans. Enda tók hann nú við forstöðu Kaupfjelags Ey- firðinga við brottför Hallgríms og síðar við forstjórn Sam- bandsins við lát bróður síns árið 1923. Afrek Hallgríms Kristins- sonar í samvinnumálum lands- manna voru þau mestu, sem unnin hafa verið af einstökum manni. Hann hóf nýja stefnu í skipulagi og starfsháttum sam- vinnufjalaga, sem reyndist hag- nýt og sigursæl, hann bygði upp í Eyjafirði eitt hið sterk- asta kaupfjelag landsins og hann átti höfuðþátt í að byggja i pp samvinnusamtök lands- manna og má telja að Samband lenskra samvinnuf jelaga sje um form og starfsháttu að mestu óbreytt verk hans enn þann dag í dag. Eins og fyr var greint var Kaupfjelag Eyfirðinga, undir forustu Hallgríms Kristinssonar eitt hið öflugasta samvinnufje- lag landsins. Hafa eftirmenn Hallgríms í fostjórastöðunni, Sigurður Kristinsson og núver- andi forstjóri þess, Vilhjálmur Þór, haldið vel í horfi, svo að fjelagið hefir síðan eflst mjög og fært starfsemi sína út til fleiri greina. — Fer hjer á eft- ir örstutt yfirlit um starfsþróun fjelagsins, en hún hefir verið mörg ár stórstíg einkum á síð- ustu árum. Auk hins eldra verslunarhúss. þar sem viðskifti fjelagsins voru lengi rekin hefir fjelagið ný- lega reist á Torfunefi eitt af stærstu verslunarhúsum á land- inu af nýjustu gerð og hið /andaðasta. Hús þetta er fjór- lyft. A neðstu liæð eru brauð- i’ús, vefnaðarvörubúð, járn- og glervörubúð og nýlenduvöru- búð. Á annari hæð eru skrif- stofur fjelagsins, skrifstofur Eyjafjarðarsýslu og útbú Bún- aðarbankans. Á þriðju hæð saumastofa Gefjunar og íbúðir, á fjórðu hæð íbúðir og stór fundarsalur fyrir fasta starfs- menn fjelagsins, sem eru nú um 90 manns. í stórri sambyggingu við Kaupvangsstræti er kornvöru- geymsla fjelagsins og kjötbúð, sem fjelagið hefir rekið síðan árið 1910. í þessu húsi var og áður fyrri slátrunarhús fje- lagsins. En árið 1928 reisti fje- lagið stórt og vandað slátrunar- hús á Oddeyrartanga. Keypti það jafnframt frystihús og haf- dsipabryggju af „Hinum Sam- einuðu Islensku Verslunum" þar á tanganum. Hefir það siðan ækkað og bætt frystihúsið og aukið við bygginguna. — Þar sem áður var slátrunarhús við Kaupvangsstræti kom fjeíagið fyrir vjelum og tækjum Mjólk- ursamlags Kaupfjel. Eyf., sem var stofnað um þær mundir. Eru vörur þessa samlags kunnar um dt land og njóta einróma álits sem ágætisvörur. Árið 1930 reisti fjelagið ný- tísku smjörlikisgerð við Kaup- vangsstræti. Mun hún vera ein af stærstu og vönduðustu smjör- líkisverksmiðjum landsins. Það- an kemur smjörlíkið „Freyja“. Enn hefir fjelagið rekið brauð- gerðarhús siðustu 2 árin. í hinu eldra verslunarliúsi fjelagsins við Hafnarstræti er sölubúð þar sem seldar eru ýms- ar vörur. Auk þess hefir fje- lagið árið 1919 reist við Hafn- /irstræti geymslu- og verslunar- hús fyrir byggingarefni alls- konar. Er það þrílyft hús, 25 m. langt. Hefir verslun fjelags- ins með þá vöru aukist mjög hin síðustu ár og má telja að fjelagið reki nú einu fullkomnu verslunina með þær vörur á Norðurlandi. Auk þess, sem nú hefir verið talið hefir Kaupfjelag Evfirð- inga umsjón með rekstri nokk- urra fyrirtækja Sambands isl. samvinnufjelaga á Akureyri. Má þar fyrst telja Klæðaverk- smiðjuna Gefjuni er Samband- ið á og rekur í sambandi við liana stóra saumastofu. Þá hefir Sambandið rekið gæruverkun- arstöð á Akureyri um allmörg ár. Enn liefir Sambandið reist þar Kaffibætisverksmiðju. Kem- ur þaðan kaffibætirinn ,Freyja‘. Loks er Sambandið að reisa á Akureyri sápugerð, sem er að taka til stai'fa um liessai- mund- ir. Við Kaúpfjelag Eyfirðinga og slarfsgreinár Sambandsins á Akureyri vinna nú 140 fast- ir starfsmenn. Kaupfjelag Eyfirðinga er nú stærsta kaupfjelag landsins og hefir verið það um alllangt skeið. Er fjelagið stærsta verslunar- fyrirtæki á landinu utan Reykja- víkur og eitt meðal stærstu fyr- irtækja landsmanna. Fjelagið liafi á sínum tíma l'orgöngu um nýtt samvinnu- skipulag á landi lijer. Það hefir ávalt staðið í fremstu röð um að færa samvinnuna yfir á fram leiðslusviðið. Þannig reisti það 1928 fyrsta nýtísku mjólkur- vinslubúið á landinu. Hefir starfsemi þess á síðustu árum færst til fleiri og fleiri greina sem horfa til aukinnar sjálfs- bjargar, hagsældar og menn- ingarsamtaka alþýðu manna á fjelagssvæðinu. (Jr sláturhúsi Kaupfjelags Eyfirð- inga, Akureyri. HÚSGAGNAVERKSTÆÐI HJALTA SIGURÐSSONAR Hafnarstræti 79. — Akureyri, framleiðir húsgögn af ýmsum gerðum svo sem: Borðstofu-, svefnstofu-, dagstofu-, og skrif- stofu-húsgögn o. fl. Alt unnið úr þurkuðum við. Húsgögn send gegn eftir- kröfu ef óskað er. — Verð og vörugæði þola allan samanburð. H. SIGURÐSSON •CD4OK=>4O»C3K=>K3«OK=>«O«C=MOK=^0C3K=>tC3K=HC3«O*O«C3*0«0«C3K=M I SAUMASTOFA Stefáns Jónssonar f * tekur að sjer saumaskap á allskonar karlmannafatnaði, I : sömuleiðis aðgerðir á fatnaði, pressun og hreinsun. ? | ÖLL VINNA FLJÓTT AFGREIDD OG MJÖG ÓDÝR | ♦ Virðingarfylst , | STEFÁN JÓNSSON | ♦O*0K340*O4OK3tOW=MO»O«OK3*aOK=WaK3tC3K=5»C3K=>»CD4CD«0*CD*

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.