Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Page 45

Fálkinn - 17.12.1932, Page 45
F Á L K I N N 41 Ágúst Kvarctn sem Nathan Ketilsson. var æfður. — Smink þektisi ekki —- en nolnð voru önnur ráð lil að breyta litarhætti sinum og útliti“. 1(>00 ára afmæli Eyjafjarðar. Arið 1890, var 1000 ára af- íi æli Evjafjarðar haldið hátíð- k-gt á Akureyri. Einn þáttnrinn í þeim hátíðahöldum, var sýn- ing fjelagsins á leikriti Matth. Jocliumssonar „Helgi magri“. Nú voru komnir nýir leikend- ur til sögunnar svo sem Páll Jcnsson skáld, er ljek Helga magra. Frú Anna Stepliensen er ljek Þórunni hyrnu o. fl. Þá kom og í fyrsta sinn fram á leiksviðið Friðlinnur Guðjóns- son í hlutverki Vífils og Mar- grjet Valdimarsdóttir er ljek Þorbjörgu Iiólmasól UngU stúlkurnar, Ijeku hinar glæsi- legu ungfrúr Olga Schiöth og María Jensen. Mikill rómur var gerður að sýningu þessari, en sökum veikinda var ekki sýnt nema fá kvöld, og varð tap á fyrirtækinu. Næstu ár eftir þetta dofnað: nokkuð vfir starfsemi fjelagsins. Gaman og alvara. iÁrið 1885 stofnuðu þeir Páll Jónsson skáld, Hannes Blöndal og Ásgeir Sigurðsson fjelag er þeir nefndu „Gaman og alvara“, „til skemtunar og fróðleiks“. - Jafnframt því, sem það var mál- fundafjelag — sem átti að æfa menn í mælsku og rökfimi sá það um allar skemtanir í bæn- um, og þá um leið leiksýningar. Fjelag þetta var fjölment og í uppáhaldi bjá bæjarbúum, sýndi það ýms leikrit, t. d. eftir Moliere-Hostrup svo og innlenda smáleiki, aðallega eftir Pál Jóns son skáld, sem i alt hefir samið 16 leikrit stór og smá. Nú komu Goodtemplarafjelögin til sög- unnar (1888) með sína smáleiki og skemtanir. Kraftarnir dreifast nú, svo að fátt var um merkar leiksýningar fram vfir 1890, en þá lifnaði enn á ný yf- ir þessari starfsemi. Fyrsta leikhús Akureyrar. Arið 1897 var reist á Akltr- eyri hið fyrsta leikhús norðan- lands, var það gert með hluta- Haraldnr Björnsson sem Fjalla-Eij- vindur. fje. Var leiksviðið rúmgott og lofthæð mikil. Búningsherherg- in voru allgóð, «5 að tölu og sal- ur fyrir ca 220 áhorfendur. - Nú færðist „Gleðileikjafjelagið" aftur i aukana og starfaði með lalsverðu lífi fram yfir aldamöt. Meðal annars var „Nýjársnótt- in“ (1. E.) þá sýnd, „Skjaldvör hötlkona' eftir Pál Jónsson o. m. fl. Enn höfðu nýir leikendur bæst í hópinn, sem mikill fengur var í, má þar fremsta telja hina glæsilegu og fjölliæfu Margrjeti Valdimars- dóttur o. m. fl. 1904 var leik- húsið selt og því breytt i póst- hús og með þvi lauk starfi Gleðileikjafjelagsins. Leik- starfsemi er slitrótt á þeim ár- um sem nú fara i hönd, en 1906 var hið núverandi leikhús Ak- ureyrar fullgert, og 1907 var enn stofnað nýtt leikfjelag á Akureyri, sem nefnt hefur verið „Gamla leikfjelagið. Leikendur voru margir þeir sömu og áður. Margrjet Valdi- inarsd., Svafa Jónsd., Halldóra Vigfúsd., Vilhelm Knudsen, Páll Jónsson og Páll Magnússon voru þeir helstu. Fjelag þetta starfaði með miklu fjöri, og tókst því að koma upp miklu betri sýning- um, en áður höfðu sjest á Ak- ureyri. Fór svo fram um nokk- Sigr. Stefánsdóttir, sem Disa í fíaldra-Lofti. ur ár — fór sýningum fjel. stöðugt fram, kröfur áhorfanda uxu að sama skapi. Sýndi fjel. mörg ágæt leikrit á þessuin ár- iæði útlend og innlend, enda var aðsóknin góð og ljetu marg- ir bæjarmenn sjer mjög ant um fjelagið. Bæjarfógetinn á Ak., Guðl. Guðmundss. var t. d. einn af aðalstyrktarmönnum þess, á þessu tímabili. Var nú byrjað að greiða leikendum þóknun fvr- i- vinnu sína, þó mjög væri það af skornum skamti, þar sem fjel. var algjörlega stvrklaúst. Á næstu árum dreifðust kraftar fjelagsins. Vilhelm Knudsen, sem hafði liaft forystuna um skeið, flutti búrtu, ásamt fleir- um. Leiksýningarnar urðu dýrari og kröfur áhorfenda uxu stöðugt, og þar sem fjelagið ekki naut opinbers fjárstyrks fór svo að lokum að það lagð- ist niður. Árin 1912- 18 var því ekkert fast leikfjelag starf- andi á Akureyri. Merkustu leik- sýningar á þessu tímabili, má telja sýningu þá á „Ljenharði fágeta“ (E. H. Kv.) 1912 er Hallgr. Kristinsson veitti for- Frá Svava Jónsd'óttir sem Ainman i „Franska æfintgrinu". stöðu (ljek hann Ljenharð, en frú Margrjet Valdimarsd. Guð- nýju). — svo og sýninguna á „Skugga-SveinV' 1916, þar sem Jón Steingrímsson ljek Svein. 1915 dó Margrjet Valdimars- dóttir. Með henni misti norð- lensk leiklist sina mikilhæfustu leikkonu. Er það ekki ofmælí að hún hafi verið ein fremsta listakona þessa lands. Hið núverandi Leikfjelag Akureyrar, var stofnað 1917, er það í raun- inni beint áfrainliald gömlu fje- laganna. Opinberan fjárstvrk hlaut það fyrst árið 1926, og hefur það haldið honum síðan. Starf þess hefir verið næstum óslitið í þessi 15 ár. Það liefur leitast við að sýna aðeins leik- íit eftir hestu höfunda. Meðal merkustu leiksýninga ]iess má tclja t. d. Æfintýri á gönguför (II. II.), Fjalla-Egvind (J. S.), Vjer Morðingjar (G. K.), Ljen- harður fógeti (E. H, K.), Galdra-Loftur (J. S.), A útleið (S. V.), Sá sterkasti (K. Br.), Heimkoman (II. S.) o. m. fl. Fjelagið hefur og stofnað til sýninga með útlendum og inn- lendum gestum, og unnið að leiksýningum með utanbæjar- leikflokkum, sem komið hafa til Akureyrar. Með hverju ári hafa sýning- ar fjelagsins farið batnandi, bæði hvað snertir útbúning all- an og meðferð leikenda á blut- Fregmóðnr Jóhannesson, málari. verkum sínum. Freymcíður Jó- hannesson málari, sem um skeið var einn aðalmaður fje- lagsins gerði leiksviðið úr garði 1929 með liringtjaldi og öðrum nýtísku útbúnaði, eftir að hafa kynt sjer þá tækni við útlend leikhús. Aðrir styrktkr- menn og leikarar fjelágsins á þessum 15 árum hafa verið margir og má þá nefna frú Svövu Jónsd., Álfheiði Einarsd., Þóru Hallgrimsd., Gísla Magn- ússon, Har. Björnsson, Hallgrím Valdimarsson, Sig. E. Hliðar, Vigfús Jónsson, Jón Norðfjörð, Páll Vatnsdal, I. Eydal og nú síðustu árin hinn góðkunna leik- ara Agúst Iivaran o. m. fl. Leikfjelag Akureyrar og starfsemi þess er nú fyrir löngu orðin landskunn, og fjelagið viðurkent, sem annað besta ltikfjelag Islands. Akureyrarbú- ar liafa hvað eftir annað sýnt, að þeim þykir vænt um það og meta starf þess að verðugu. Fjelagið hefur unnið sjer heiðurssess í hugum og meðvit- und bæjarbúa og alls Norður- lands, og besta sönnun þess er hin mikla, og oft óbrigðula aðsókn úr sveitunum að sýn- ingum fjelagsins. (Einkarjettur: Fáikinn). Tek að mjer aðgerðir á reiðtýgjum og ak- týgjum. Smíðahnakka eftir pöntunum. BENEDIKT EINARSSON Akureyri.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.