Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Qupperneq 3

Fálkinn - 10.08.1960, Qupperneq 3
FÁLKINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opið kl. 10—12 og 1 y2—6. — Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. ^ktacMaraþaHkar Islendingum er óþarft að rifast um ,,keisarans skegg“. Þeir eiga söguna um kerlingarnar, sem rifust með orð- unum: „klippt var það, skorið var það“. Og rifrildi kerlinganna er miklu þjóðlegra en nokkurt rifrildi um keisarans skegg, því að keisara höf- um við aldrei átt, en skæri og hnifur hefur lengi verið til i landinu. Kerlingar „klippts og skorins" hafa orðið kynsælar í landinu, því að nú á dögum fyrirfinnst varla sá maður, sem ekki segir ,,klippt“ þegar sá sem hann talar við, segir „skorið". Þrætu- girnin — eða pexástríðan — er orðin okkur svo töm, að það þykir bera vott um vanþroska á sálarlífinu, eða jafnvel fábjánsku, ef einhver er „al- veg sammála síðasta ræðumanni". Mikið er ég þakklátur þessum svo kölluðu „fábjánum", sem eru sam- mála, þó að þeir geri það ekki nema með þögninni. Þeir eru hógværir og af hjarta lítillátir, því að þeir stilla sig um að andmæla geypi og gaspri þeirra, sem hafa tekið sér „einkarétt á hinu eina rétta". Ef einhver lesandinn er i vafa um hvað ég á við, skal ég ráðleggja hon- um að setjast inn á kaffihús einn sér, og hlusta á ræður manna, við hin borðin. Það er hægt að sjá á mönnunum, hvort þeir eru að ræða einkamál, landsmál eða heimsmál. Ef þeir tala einkamál, sitja þeir hægir og rólegir, og gera hvorki að pata né taka á sig fyrirlitningarsvip. Ef þeir tala um landsmál, taka þeir á sig sama svipinn, sem þingmanns- efni gerir þegar það segir: „Hátt- virtu kjósendur!" við bændur austur í Flóa eða sjómenn suður við Faxa- flóa, en svo þegar andmælin koma breytist ásjónan í fyrirlitningarsvip- inn. — Og þegar þeir tala um heims- mál, tala þeir svo hátt, að maður þarf ekki að sjá svipinn eða sviðin á þeim: — Eisenhower hefur enga þekkingu á stjórnmálum, de Gaulle er viðrini, Krustsév er gáfaður band- ítt og Nehru er heigull .... 1: Heildsölubirgðir: C^ert CJriótf i anóóon, & Co. J4.f. Filkinn, 25. tbl. 1960 3

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.