Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Qupperneq 27

Fálkinn - 31.05.1961, Qupperneq 27
heyrði kannski einhvern koma á eftir sér og nálgast óðum, og þegar hún nam staðar og ætlaði að hyggja að þessu, þá var hann allur á bak og burt, og allt varð kyrrt og hljótt á augabragði. Eða það var eins og einhver læddist að henni og hyrfi í skuggann undir ljós- keri eða dökkum skíðgarði, þegar hún gætti að. Hún gat ekki sagt, að hún hefði áður orðið þessa vör, eða hún hafði að minnsta kosti ekki hirt um það. — En þetta í dag — það gat ekki verið ein- leikið. Auðvitað var þetta einhver vitleysa, en hún gat ekki að því gert. Það var eins og kvikt væri umhverfis, enda þótt hvergi sæist lifandi vera. Hrörleg hús- in með alla svörtu gluggana — þau báru svip þess, að eitthvað illt og leynd- ardómsfullt byggi þar inni. — í hvert skipti sem hún varð að fara inn í ein- hvern þessaru gínandi, dimmu húsa- garða með blað, átti hún von á því að hitta það fyrir. — Hún hafði hraðan á að losa sig við blöðin og hljóp svo við fót. Það var einhver, sem veitti henni eft- irför allan tímann. Og hún var orðin svo máttlaus í hnjánum, að það var ekki til neins að ætla að reyna að kom- ast undan. Næmi hún staðar aftur, þá veitti hann henni eftirför. Og það dró æ meira saman með þeim. Guði sé lof fyrir,' að hún var senn bú- in og gat farið heim aftur. Hún flýtti sér af stað aftur. Af gilda, þunga stranganum voru aðeins örfá blöð eftir. Þarna í hornhúsinu bjuggu tveir, sem áttu að fá blaðið, og svo var það mjólkurbúðin og tvö hús enn, og þá var hún búin. Nú höfðu þeir slökkt á ljóskerunum. Himinninn var alhvítur, en húmið hélzt enn við undir húsveggjunum, grá og óhugnanleg skíma hvíldi yfir öllu. Ein- hvers staðar heyrðist skrölt í tómum vagni. Það var þó ekki neitt til að hræð- ast. Enn var hún komin að niðurlotum. Hún varð að setjast á tröppur og kasta mæðinni. Hún fann hvergi til sársauka, en hana svimaði, og það var eins og dregið hefði úr henni allan mátt. Að hugsa sér, ef hún gæti nú ekki framar staðið upp! — Hún fann sig allt í einu svo algerlega hjálparvana, þar sem hún sat. Hún ætlaði þegar að standa upp aftur, en orkaði því ekki. Hún sat bara kyrr og horfði framfyrir sig starandi augum. Það var ekkert vit í þessu, það dugði ekki að sitja svona hér! — Hún var þó að komast heim! Þarna stóð hann og beið hennar. Og nú kom hann, já, nú kom hann! — Guð minn góður, muldraði hún fyrir munni sér. Hún bandaði frá sér höndunum eins og til að bera af sér blak. Svo lét hún fallast aftur á bak. Nokkrum sinnum fóru krampadrættir um líkama hennar, — eftir það lá hún grafkyrr. Frh. á bls. 40 Nú fer amma alveg að koma, sagði Kristín. En sjálf var hún líka smeyk. Þetta var svo undarlegt. Tíminn var svo hræði- lega tengi að líða og myrkrið að skella á. SMÁSAGA EFTIR ARNULF ÖVERLAND Þýðing: Helgi Sæmundsson - Myndskr.: R. Óskarsdóttir UOSASKIPTI FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.