Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Page 28

Fálkinn - 31.05.1961, Page 28
TASKA MEÐ FRÖNSKU SNIÐf Prjónaðar töskur eru mjög í tízku nú, einkum yfir sumartímann. Þær eru fallegar og svo rúma þær ein ósköp. Hér er fljótprjónuð fyrirmynd. Efni: 350 g gróft prjónagarn. Prjónar nr. 7 og töskulás, trúlega til af gamalli tösku. Þar sem betra er að fóðra tösk- una, þarf að áætla 50X50 cm af fóðri. Aðferð: Fitjið upp 50 1. og prjónið klukkuprjón. 1. umf. * 1 sl., slegið upp á, næsta 1. tekin fram af, endurtekið frá * endað á 2 sl. 2. umf. 1 sl., * slegið upp á, næsta 1. tekin fram af, prjónið lausa bandið og næstu 1. slétt saman, endur- tekið frá * endað á 1 sl. Endurtekið þessar 2 umf., þar til stykkið er 50 cm. Fellt af. Frágangur: Brjótið prjónaða stykkið í tvennt á lengdina og saumið saman hliðarnar, skiljið eftir 4 cm. op í hvorri hlið. Saumið jafnstóran poka úr fóðrinu, einnig með opi í hliðunum, festið þau í töskuna, á þann hátt að festa því með- fram opunum. Til þess að móta toskuna eru hliðarn- ar brotnar inn nál. 6—8 cm, þannig áð það myndast eins og fellingar hjá opun- um. Taskan fest á lásinn, athugið að láta prjónið hafast við. Snúran er snúin úr 15 þráðum, höfð nál. 1 m. löng. Það eru lirfurnar, sem valda tjóni. Fullvaxnar eru þær nál. 1 sm á lengd. Svona lítur ullarefni út, er það hefur verið möl- étið.l VetiÍ á í)atiketai yecjh ml! Eins og flestir vita, getur mölur oft og tíðum stórskemmt verðmæta hluti. Hættast er ullarflíkum, eða ullarefn- um, skinnavörum, teppum og bólstruð- um húsgögnum. Allan ársins hring þurfa húsmæður að vera vel á verði gegn þessum vágesti, en mest er hættan þó frá maí til ágústmánaðar. Það er ekki mölflugan sjálf, heldur lirfur mölsins, sem valda skemmdunum, er flestir kannast vel við af smáum og stórum götum á ullarflíkum. Það er því frekar þýðingarlítið að eltast við fljúgandi melflugur, því að þær hafa þegar verpt eggjum sínum og deyja eftir skamma hríð. Hins vegar benda þær okkur á hættuna. Mölurinn verpir 100—150 litlum, hvít- leitum eggjum, sem ógerningur er að koma auga á, því að þau liggja hulin í fellingum eða ofan í lónni, en fyrst og fremst á dimmum stað. En eggin eru viðkvæm og sé vel ryksugað, eyði- leggjast þau. Venjulegur stofuhiti flýtir fyrir.því, að lirfan komist úr egginu, en kuldi tefur fyrir vexti hennar. En venjulegur klaktími er 4—8 dagar. Við 0°C eða lægri hita, deyja eggin á 3 vikum, án þess að klekjast út. Lirfan,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.