Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Síða 19

Fálkinn - 17.01.1962, Síða 19
inu og gekk inn. Hann hló. Hann naut þess að hafa vakið þetta gamla skass. Hann var aftur orðinn eirðarlaus, gekk að borðinu og fékk sér meira að drekka. Það voru fáir eftir í stofunni. Herbergin voru mörg í hús- inu. Hann langaði til að komast yfir stúlkuna, sem hann þekkti ekki, en hún var horfin líka. Hann hélt áfram að drekka og varð sinnulaus. í útvarpinu var leikið lag, sem hann kannaðist við. Það minnti hann á eitthvað fallegt, einhverja hamingju og hann varð hálf klökkur. Hvar var þessi hamingja? Vinur hans kom inn í stof- una ásamt stúlkunni. Það voru tvö að dansa á gólfinu. Ein stúlkan svaf á stórum legubekk. Hárið á henni var allt í óreiðu, pilsin höfðu kippst upp um hana. Hún var ljót. Vinkona vinar hans fór að vekja hana, en hún umlaði bara og hélt áfram að sofa. Nú var breytt teppi yfir hana. Vinur hans spurði hvort honum leiddist. Hann svaraði ekki en saup á glas- inu. Vinur hans benti á stúlk- una, sem hann hafði komið með út úr herberginu. Hún er ákveðin þessi, sagði hann, og rétti henni vínglas. Stúlkan roðnaði. Það var komið langt fram á nótt, og vínið búið. Aftur voru flestir komnir inn í stof- una. Það var rætt um að kaupa meira vín, en sumar stúlkurnar sögðust þurfa að fara heim. Þá hló hann. Hann er skrítinn þessi, sagði ein stúlkan og benti á hann. Það var stúlkan, sem hann þekkti ekki. Hún var enn nokkuð drukkin, og hélt utan um piltinn, sem hún kom með inn. Hann gretti sig framan í hana, en hún leit undan. Hún var fallega vaxin, og hárið á henni var fallegt. Hann langaði til að taka utan um hana. Einhver spurði hvar síminn væri. Skömmu seinna flautaði leigubíll fyrir utan húsið. Hann spratt upp og hljóp út. Það voru einhverjir að fara, og hann gekk að leigubílnum og bað bílstjór- ann að útvega sér eina flösku af víni, og koma með hana aftur. Hann lét hann hafa peninga og gekk inn. Leigu- bílstjórinn hrópaði á eftir honum og spurði hvað hann ætti að kaupa. Brennivín, kallaði hann á móti. Stúlkan sem hann þekkti ekki var sest, þegar hann kom inn. Hún sönglaði með laginu í útvarpinu. Vinur hennar hafði farið fram til að kasta upp. Hann hló og spurði hana hvers konar aumingjar það væru, sem hún legðist með. Þykist þú vera eitthvað betri svaraði hún. Hann fór að leita að vini sínum. Hann fann hann í einu herberginu steinsofandi. Stúlkan var farin. Hann breiddi yfir hann, slökkti og lokaði. Enn var fólk að fara. Einhver kvaddi hann. Stúlk- an . sem hann þekkti ekki sat enn í stólnum. Vinur hennar var enn að kasta upp. Á gólfinu lágu tvö og kysst- ust. Þau horfðu á þau, litu hvort á annað og brostu. Hann sá núna að hún hafði fallegar tennur. Hann varð að fá meira að drekka. Honum var orðið illt í höfðinu. Hann gekk fram í eldhús og fékk sér vatn að drekka. Stúlkan kom á eftir honum, og bað hann um að gefa sér vatn. Hann rétti henni glas. Vinur hennar var enn að kasta upp. Þau heyrðu í honum inni á salerninu. Aumingja dreng- urinn. hann er bara veikur, sagði hún. Er þetta píanóleik- arinn, sem þú ert tryllt í, spurði hann. Nei, ég er tryllt í þig sagði hún og hló. Það flautaði bíll fyrir utan. Hann gekk út. Það var myrk- ur úti og hann ákvað að kyssa stúlkuna, þegar hann kæmi inn aftur. Hann tók við flösk- unni af bílstjóranum, og gekk inn. Þessi sem höfðu verið að kyssast á gólfinu komu út og kölluðu í bílstjórann. Þau báðu hann að bíða. Hann skellti hurðinni á eftir þeim. Hún sat í sama stólnum, þegar hann kom inn. Hann bauð henni vín. Hún fékk sér í glas. Hann spurði hana hvort hún vildi dansa. Þau döns- uðu, og hann kyssti hana á hálsinn. Ertu vitlaus, hann getur komið inn, sagði hún. Hann er veikur og hann hreyfir sig ekki, sagði hann. Hún kyssti hann á munninn. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að geta þetta. Hún hafði verið inni í herberginu með öðrum fyrir lítilli stundu. Hann hélt áfram að drekka, og hún líka. Þau fóru að tala saman. Hann varð actur ölv- aður, og hann langaði að njóta hennar. Hún var með fallegan líkama. Kannski var Framh. á bls. 32 FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.