Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1962, Side 27

Fálkinn - 17.01.1962, Side 27
Efri mynd: Oft er nóg a& skola sveppina úr köldu rennandi vatni. — Neðri mynd: Skeri'ð ætíð neðan af fætinum. saman við hann eða rækjum og fiskibollum. SVEPPIR í RJÓMA- JAFNINGI. 250 g sveppir 50 g smjör IVz dl rjómi 1 msk. saxaður laukur 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. kartöflumjöl. Sjóðið sveppina og laukinn í 5—8 mínútur í smjöri, ásamt sítrónusafanum. Rjómanum hellt yfir, soðið í 2—3 mínút- ur. Kartöflumjölið hrært út í 1 msk. af köldu vatni, hrært saman við. Kryddað með V2 tsk. af salti. Borið fram á smjörsteiktum hveitibrauð- sneiðum. Einnig ljúffengt með pönnusteiktum kjötréttum og hænsakjöti. SVEPPASÓSA. 250 g sveppir 40 g smjör 4 dl kjötsoð 2 msk. hveiti 2 eggjarauður 1 tsk. sítrónusafi (1—2 msk. hvítvín) Salt, pipar. Smjörið brætt, niðursneidd- ir sveppirnir soðnir þar í 10 mínútur, hveitinu hrært sam- an við, þynnt út með soðinu, soðið 5—8 mínútur. Eggja- rauðurnar hrærðar með sitr- ónusafanum (og víni), sósunni hrært varlega saman við. Krydduð. Þess skal gætt, að láta sósuna ekki sjóða, þurfi að hita hana upp. Borin fram með soðnu hænsakjöti, soðnum fiski, steiktum kjötréttum o. fl. SVEPPIR MEÐ OSTI. 300 g sveppir 50 g smjör 1 dl rjómi Frh. á bls. 32 Hringir með kaffinu fiaí m AOeppi irnir soðnir við mjög vægan hita í 10 mínútur undir hlemm. Afgangnum af soðinu -hellt út í, jafnað með smjörbollu (smjörl. og hveiti hrært sam- an í deig), þegar sýður. Soðið 10 mínútur. Eggjarauðurnar þeyttar með rjómanum, nokkrum dl af súpu þeytt varlega saman við. Hellt út í súpupottinn, hitað, þeytt vel í á meðan, má ekki sjóða. Súpan krydduð, sérstak- lega er gott að keima hana með hvítvíni. SVEPPASÚPPA II. 150—200 g sveppir 1 msk. smátt saxaður laukur 2 msk. smjörlíki 3 msk. hveiti 114 1 kjötsoð 1 dl rjómi Salt 2 tsk. sítrónusafi. Smjörlíkið brætt, lauknum og niðursneidduim sveppunum hrært saman við, látið malla í 20—30 mínútur. Hveitinu hrært saman við, þynnt út með heitu kjötsoðinu, soðið 5 —10 mínútur. Rjómanum bætt út í soðið 2—3 mínútur. Súp- an keimuð með salti, sítrónu- safa og víni, ef til er. Borin fram með ostastöngum. S VEPPA J AFNIN GUR. 200 g sveppir 2 msk. smjör/smjörlíki 2 mks. hveiti 3y2 dl sveppasoð eða rjómabland Sítrónusafi Salt. Sjóðið niðursneidda svepp- ina í smjörinu við vægan hita 20—30 mínútur. Hveitinu hrært saman við, þynnt út með vökvanum. Kryddað með salti og sítrónusafa. Jafning þennan er ágætt að nota í eggjakökur eða brauðkollur. Gott er að blanda t. d. skinku 1 lítri hveiti 40 g smjörlíki 160 g sykur 2 dl mjólk 2—3 egg 3 tsk lyftiduft 2 tsk kardemommur V2 tsk salt Venjulegt hnoðað deig, ekki má hnoða deigið mikið, þvi þá verður það seigt. Flatt út nokkuð þykkt, skornir út hringir, sem soðnir eru i tólg eða plöntufeiti eins og kleinur. Velt upp úr flórsykri, þegar búið er að steikja þá. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.