Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 11

Fálkinn - 12.12.1962, Page 11
Slæmt hangikjöt. Kæri Fálki. — í nokkur ár hef ég ekki fengið almennilegt hangikjöt hér í bænum. Það hefur oftast verið of reykt og stundum of salt. Mér er tjáð að kjötið sé ekki látið í reykhús, heldur sé reyksýrum sprautað inn í það. Þetta finnst mér gera kjötið verra, það vantar alveg þennan fína ilm og þetta fina bragð, þegar kjötið var reykt yfir sauðataði.---------- M. M. Svar: VvB höfum heyrt marga minnast á þetta, en við höfum ekki fundiö svo ýkja mikinn mun. Þaö er ef til vill vaninn, sem gerir þetta af verkum. Bækur og bókagerð. Heiðraði ritstjóri. — Blindur er bóklaus maður, stendur í gömlum fræðum. Vitur maður hefur og sagt, að það teljist til stórtíðinda, ef góð bók kemur út. Ef til vill má þetta til sanns vegar færa, en ég er enginn maður til þess. Þegar ég var að alast upp, hafði ég ekki úr mörgum bókum að moða, en er mér óx fiskur um hrygg og fjárráðin urðu meiri en gengur og gerist hjá öllum þorra manna, varð það ástríða mín að kaupa góðar bækur og safna þeim. Ég hef því tölu- vert yfirlit yfir bókagerð hér á landi í nokkra áratugi. Ég get ekki annað en álasað bókaútgefendum fyrir slæman frá- gang á bókum. Flestar bækur, sem hér eru á markaðnum eru illa bundnar inn, hlífðarkápan er ekki bundin með, oft og tíðum vantar saurblað, en sem betur fer er titilblað oftast með. Ósjaldan, ef um þýdda bók er að ræða, er nafns þýðanda ekki getið eða þá hvað titill bókarinnar er á frummálinu. Þá má minna á, að til skamms tíma var aðeins prentsmiðjunnar getið, en ekki bókbands eða prentmyndagerðar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekki vandað nægilega til útgáfu margra bóka hér á landi. Það er eins og útgefendum sé að- eins annt um að bókin komi í bókabúðir nógu snemma fyrir jól — frágangurinn skiptir engu máli. Ég keypti til dæmis eina bók núna nýlega, og var prentsvertan á henni vart þornuð. Ég hygg, að fleiri hafi sömu sögu að segja og ég í þessu bréfkorni, því að séð frá mínum bæjardyrum er góð bók ekki til þess ætluð að vera aðeins lesin einu sinni — hún á að vera varanleg eign. Það er hart, að þegar tveir menn eru búnir að lesa sömu bókina þá losni hún úr bandinu, og prentsvertan fegri með sínum svarta lit flestar síður. Fyrir nokkru las ég í einu dagblaðanna, að enskir bókaútgefendur efndu til sýningar á bezt gerðu bókunum og verðlaunuðu fyrir beztan frágang. Þessa tillögu ættu íslenzkir bókaútgef- endur að taka upp. í þessu bréfkorni mínu hef ég aðeins drepið á það, sem miður fer, en vissulega hef ég séð fallegar og velfrágengnar bækur frá hendi íslenzkra útgefenda, og ber ekki að lasta þá viðleitni. En útgefendur mættu gjarnan hafa það í huga, að bókagerð er gömul list, og gefi þeir út bækur eftir víðkunna höfunda, bækur, sem hafa varanlegt bókmenntalegt gildi, er það hrein og bein skylda þeirra að vanda útgáfu þeirra bóka sem þeir bezt geta og leita ráða listamanna í þeim efnum. Meðfram gætu þeir svo gefið út ódýrar, handhægar útgáfur af sömu verkum fyrir þá, sem lítil fjárráð hafa. B. b. Svar: ' Viö þökkum fyrir þetta' greinargóöa bréf. En þó bréfritari drepi er álcaflega dýr, bæöi sökum xess aö upplag ef venjulega mjög lítiö, og síöast en ekki sízt, aö pappír og aörar vörur, sem notaöar lítiö og siöast en ekki sízt, a öpappír og aörar vörur, sem notaöar eru, liafa veriö tollaöar hátt undanfarin ár, en erlent lestrarefni hefur veriö flutt svo aö segja tollfrjálst inn. Nikki nös. Kæri Fálki. — Loksins komst þú með nokkuð, sem allir í fjölskyldunni munu geta lesið. Þið verðið að íslenzka þessa herramenn og láta þá tala kjarnyrta íslenzku, ekki sláng. Nöfnin á þeim eru alveg príma, en með leyfi, hvað heitir kerlingin? M. Þ. Svar: Hún heitir Sína. RÍKISÚTVARPIÐ REYKJAVÍK . SKtJLAGÖTU 4 . SÍMI 2-22-60 Auglýsingar, sími 2-22-74—5 Skrifstofutími: 9—12 og 13—17. Upplýsingar um skrifstofur og vinnustofur eru veittar í anddyri á neðstu hæð. Eftir lokun kl. 17 fást upplýsingar í dyrasímanum í fremsta anddyri og í síma 2-22-60 til kl. 23. Á neðstu hæð: Upplýsingar Innheimta afnotagjalda Á fjórðu hæð: Fréttastofa Auglýsingar Á fimmtu hæð: Útvarpsstjóri — Útvarpsráð Aðalskrifstofa — Dagskrárskrif- stofur — Aðalféhirðir — Dag- skrárgjaldkeri — Tónlistarsalur Á sjöttu hæð: Hljóðritun — Stúdio — Tækni- deild — Tónlistardeild — Leik- listardeild. Útvarpsauglýsingar ná til allra lands- manna og berast út á svipstundu *> s Afgreiðslutími auglýsinga et: Mánudaga - föstudaga kl. 9—11 og 13,00->—17,30 laugardaga — 9—11 og 15,30—17,30 Sunnudaga og helgid. — 10—11 og 16,30—17,30 • Athugið, að símastöðvar utan Réykjavíkur og Hafnarfjarðar veita útvarps- auglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. • Útvarpað er til íslendinga erlendis venjulegri dagskrá Ríkisútvarpsins á stuttbylgju 25,47 m. öll kvöld kl. 19,30—21,00 ísl, tíma og sunnudaga kl. 12—14 ísl. tíma. FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.