Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Síða 18

Fálkinn - 12.12.1962, Síða 18
Engin þjóð les ein- ungis gdðar bækur Miðdegisstund með Gunnari Gunnarssyni Komið þér í kaffi á morgun. Við getum þá spjallað saman. Sælir. Og tólið er lagt á báðum megin lín- unnar. Morgundagurinn rennur upp. Það er þíða og leðjan tekur manni í ökkla. Hús skáldsins stendur í Laugarásnum. Þaðan sér vítt til allra átta. Ég drep á dyr. Frú Gunnarsson kemur til dyra og býður komumanni að ganga til stofu. |Ég verst viðtölum, segir skáldið. Það er gert of mikið af því að rekja garn- irnar úr mönnum. Og hvað vilduð þér svo fá að vita? Ojá, ég hef sagt svo oft frá fyrstu árum mínum í Danmörku. Unga fólkið skilur það ekki, það hefur ekki þekkt slíkt líf og getur alls ekki sett sig inn í það. Þetta liti út eins og ég væri að gorta af því. — Eitt mjólkur- glas og 2-eyrings vínarbrauð, þótti góð máltíð á þessum tíma. Jú, ég þekkti Jóhann Sigurjónsson, ég hjálpaði hon- um stundum við skriftir. Ef við vorum auralausir og svangir, þá fórum við og veðsettum vestin okkar. Hjá frænda? Já, hjá frænda. Það var nú ósköp lítið, sem við fengum fyrir þau. Annars Myndirnar þrjár hér að neðan, sýna okkur hvernig Gunnar Gunnarsson bjó, er hann var búsettur í Danmörku. Fremst: Hús hans, Birkeröd. í miðju: Skáldið við skrifborð sitt, og loks fjöl- skyldumynd. viðaði ég að mér brotakexi og lifði stundum eingöngu á því. Gunnar brosir. Það var ódýrt, segir hann. Fóruð þér út til Danmerkur i þeim tilgangi að gerast skáld? Það veit enginn hvað hann verður. Þau voru önnur viðhorfin þá en nú. Ég fór út til náms. Ég er fæddur í Fljótsdalnum, en fjölskylda mín flutt- ist seinna norður á Vopnafjörð. Faðir minn hafði engin tök á að kosta mig í Latínuskólann. Það var frekar hægt að kljúfa námskostnaðinn með því að fara út. Ég fór því á lýðháskólann í Askov, — það var algengt þá. — Og þar var ég í tvo vetur. Ég hafði reyndar ort svolítið heima á íslandi, tvö ljóða- kver komu út eftir mig og ljóð birtist í austfirzkum blöðum. — Fyrr en varði var ég farinn að flytja fyrirlestra um ísland í Danmörku og skrifa smásögur, sem ég sendi blöðum og tímaritum. — Ég hef aldrei verið neinn sölumaður og þeirri stundu var ég fegnastur, þegar ég þurfti ekki að vera upp á ritstjórana kominn. Ég fór sjaldan sjálfur með handrit, sendi þau oftast í pósti. Eitt sinn sendi ég skáldsögu, hún fór aldrei lengra en til útgefanda, sem betur fer. Gunnar tekur sér málhvíld. Það var eiginlega algjör tilviljun, að ég skrölti í gegnum þetta allt saman. Og hvernig er svo að vera íslenzkt skáld í útlöndum? Almennt séð er ekki fráleitt að hafa hlutina í fjarlægð. Maður sér þá irá öðrum sjónarhóli. Margt fer þó fram hjá manni, en það er ákjósanlegt að vera fjarri dægurmálunum. Rithöfundi er þá hægara að vera hlutlaus, óháður. Þér hafið ritað á dönsku, en andi verka yðar er íslenzkur. Er ekki erfitt að túlka íslenzkan anda og íslenzka hugsun fyrir erlendum lesendum? Þér vitið kannski, að erfitt er að þýða úr einu máli á annað. Það, sem liggur í setningu á öðru málinu næst ekki stundum á hinu. Einnig eiga menn erf- itt með að skilja hugsanir annarra þjóða eða þá þeir skilja þær alls ekki. Skáld getur ekki búizt við skilningi á verki sínu nema á köflum. Er þjóðarsál íslendinga og t. d. Dana svona ólík? Skáldið er þögult um stund, en segir síðan þessa dæmisögu: Föðurbróðir minn var prestur. Hann kom út til okkar hjóna, þegar hann var á áttræðisaldri. Sunnudag nokkurn segi ég við hann: „Jæja, þá förum við í kirkju." Ég ók honum til Möllehöj við Hróarskeldufjörð. Það er steinaldar- haugur og gengt í hann. „Hér hefur verið greftrað á fjórða þúsund ára,“ sagði ég við hann. Sú þjóð, sem hefur verið stuttan tíma í landi sínu, stendur öðruvísi að vígi; það er ekki hægt að vera bóndi á einum þúsund árum. Ef við virðum fyrir okkur tvær myndir, á ann- arri sjáum við danska bóndann hálf lura legan, rótgróinn í sínu starfi, sitjandi á heyvagni, en á hinni þann íslenzka, frjálsmannlegan, hnarreistan í hnakkn- um. íslenzki bóndinn var lengstum leiguliði, sem fluttist á milli bæja. Gam- all bóndi á íslandi hafði oft búið á mörg- um jörðum. Skáldið þagnar andartak. En heldur síðan áfram: Eiginlega var búskapurinn hér hálf- gerð hjarðmennska. Hvað voru gömlu íslenzku torfbæirnir? Þeir voru tjöld. Og bændurnir áttu sér flestir áhugaefni utan búskaparins. Ég vona, að það hald- ist, annars er íslenzk bændamenning búin að vera. Gunnar stendur upp úr stólnum og tekur upp kaffikönnuna. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.