Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 19

Fálkinn - 12.12.1962, Page 19
Eg hef víst alveg gleymt að bjóða yð- ur meira kaffi. Hann hellir í bollann minn og segir: Það hefur orðið stökkbreyting á lifn- aðarháttum þjóðarinnar frá því er ég var að alast upp. Verkmenningin hefur stórum batnað og stefnir fram á við, en búskapurinn er að breytast í áttina að verða iðnaður. Verst er með heimilin. Það var heimilið, sem hélt fólkinu sam- an og skapaði þá heimilismenningu, sem hér var. Nú er þetta breytt. Sveitaheimilin eru orðin svo fámenn, en heimili í borg verður varla talið heimili — það er svefnstaður. Og fólkið í sveitunum í gamla daga, las það annað en góðar bækur? Það voru lítið annað en góðar bækur prentaðar. Þetta var þó að breytast meðan ég var að alast upp. Ég man t. d. eftir því að Kapitola var lesin spjald- anna á milli og þótti mikill fengur að henni. En lestrarefnið var yfirleitt lít- ið. Menn voru neyddir til þess að lesa góðar bækur. Munið þér eftir Felsenborgarsögunum? Gunnar hlær við. Ég þekkti þær aðeins af afspurn. Hef aldrei séð þær. Þögn. Hvernig lízt rithöfundi á það, að lestrarefni fólksins hrakar? Það er eðlilegt. Engin þjóð les góðar bækur eingöngu. Teljið þér, að skáld eigi að flytja boðskap í verkum sínum? Já, en boðskapurinn má ekki vera of ber. Boðskapur rithöfundar er í mínum skilningi sú tilfinning, sem liggur að baki verkinu. Ég vinn mín verk eins vel og ég get, síðan lít ég varla í bók nema til að leiðrétta. Ef aðeins fámennur hópur les verkið, verða áihrif verksins þá eins víðtæk og rithöfundur vill? Já, venjulega eru innan þessa hóps menn, sem segja frá sínum skilningi á verki skáldsins og því sem þeir halda að vaki fyrir höfundi. Þess vegna breiðist boðskapur verksins út. Teljið þér að skáld hafi sérstakan boðskap að flytja nú á dögum? Hví ekki það? Maðurinn stendur á tímamótum. Honum er í lófalagið að fyrirfara sjálfum sér og menningu sinni, eins er honum í lófa lagið að halda henni við. Ef til vill hefur efnið og möguleikinn utan þess leitt manninn í ógöngur. Enn fremur lifa hinar mörgu þjóðir á ólíku þroskastigi; ef allt á að fara vel, þurfa þær að skilja hvora aðra. Ef ungur maður kæmi nú til yðar, Gunnar, og leitaði ráðlegginga yðar, því að hann ætlaði að verða skáld, hvaða orð munduð þér gefa honum í vega- nesti? Skáldið hallar undir flatt, augsýni- lega hissa á þessari spurningu, eftir stutta stund er svarið komið: Að gerast aldrei neinum mætti áhang- andi, nema sinni eigin innri rödd og fylgja henni, hvernig sem horfir. Svetom. FALKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.