Fálkinn - 12.12.1962, Síða 23
LKI
anum verður þetta sennilega einnig
gagnfræðaskóli. Það vantar hér nauð-
synlega gagnfræðaskóla. Voruð þið í
Hólui^ium í nótt?
-— Já við komura þar í gærkvöldi og
gistum í nótt.
— Þeir eru miklir höfðingjar heim
að sækja í Hólminum, segir prestur
brosandi. Það lifir þar einhver gamall
selskapsandi. Maður getur ekki farið
þangað til að skreppa, maður verður að
stoppa þar — og það sem verra er:
maður verður að hafa með sér bíl-
stjóra.
— Ert þú með stórt bú hér?
— Nei ekki er nú hægt að segja það.
Ég er með rúmt hundrað fjar og leigi
hálfa jörðina fyrir hirðingu á þeim.
Sjálfur heyja ég fyrir þeim og sé um
að öllu leyti. Það er mikið að gera um
sauðburðinn og svo fer maður í göngur.
— Hvernig kanntu við þig hér?
— Alveg sérstaklega vel. Þetta er
alveg stórkostleg opinberun fyrir mann
og hér er alltaf eitthvað til að hugsa
um. Ég var orðinn hálfleiður þarna í
Reykjavík sVo ég fór í þetta og ég hef
ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ég þekki
mig líka vel hér því hér var maður
mikið sem strákur og svo er fólkið
alveg prýðisgott. Það er held ég
skemmtilegra að vera sveitaprestur
heldur en prestur í þorpi. Hér er aðeins
ein stétt manna, bændur og sjálfur er
maður bóndi. Þetta hjálpar mikið því
áhugamálin eru þau sömu og við getum
rætt mikið saman. f þorpunum er þetta
öðruvísi því þar er viss hópur sem
heldur saman. —- Sýslumaðurinn, lækn-
irinn, skólastjórinn, kaupmaðurinn.
kaupfélagsstjórinn og svo auðvitað
presturinn. Þetta myndar hálfgerðan
aðal og ef eitthvað er um að vera er
þessi hópur kallaður saman. Ég held að
presturinn komist þar ekki í eins náin
kynni við sóknarbörnin og í sveitunum.
Og nú brosir prestur þegar hann held-
ur áfram.
— Ég skal segja ykkur eina sögu
sem skeði hérna um daginn. Ég fann
lamb sem einn ágætur bóndi hér átti og
fór með það til hans. Ég hef ekki séð
hann við messu hjá mér og ég segi við
hann: „Þetta þarf að borgast.“ „Já, það
er sjálfsagt,“ segir hann og seilist eftir
buddunni. „Nei, ekki þannig,“ segi ég,
„þú skalt koma til kirkju.“ „Já ég skal
gera það,“ segir hann. Þannig er þetta
hér.
— Er góð kirkjusókn?
— Já hér er góð kirkjusókn og aldrei
verður messufall. Menn leggja það ekki
á prestinn sinn að láta hann fara erind-
isleysu. En hér er oft fátt fólk á vet-
urna því unga kynslóðin fer öll í verið
og hefur góðan pening. Á þrem mánuð-
KRISTJÁN Á SNORRASTÖÐUM
— las efnisyfirlitið tvisvar.
um þéna þeir 60—80 þúsund. 40 þús-
und þykir ekki neitt.
Þegar hér er komið samtalinu kemur
húsfreyjan og skólastjórinn Rósa Þor-
bjarnardóttir, og spyr hvort við ætlum
ekki að borða og þótt við segjum okkur
á hraðri ferð er það hvergi nærri tekið
til greina svo við þökkum fyrir boðið.
— Eru draugar hér, Árni?
— Ekki hef ég orðið var við þá. Ætli
mesti móðurinn sé ekki farinn úr þeim.
En það var víst mikið af þeim hér í
eina tíð.
— Þú varst á Stóra-Hrauni?
— Ég var strákur á Stóra-Hrauni og
svo var ég hér í vegavinnu. Það hefur
mikið breytzt hér á ekki löngum tíma.
Brúin á Haffjarðará var byggð 1911
SVEINBJÖRN Á SNORRASTÖÐUM
— heldur viðreisn en brennivín.
eða 1912 og þá náði vegurinn rétt þar
vestur fyrir. 1930 er hann svo kominn
í Miklaholtshreppinn, en nú er vegur
kominn hér um allt. Þegar vegurinn
verður kominn fyrir Ennið og Heydal-
inn þá verður hann skemmtilegur
hringakstur. Honum afa, nafna mínum,
Árna Þórarinssyni, gekk ekki vel að
komast hingað í fyrsta sinn. Hann fór
með skipi vestur og áður en hann náði
Stykkishólmi, varð hann að þvælast
vestur á ísafjörð í leiðindaveðri.
— Já, ég var strákur á Stóra-Hrauni
og mér er minnisstæður maður sem
lengi var í vinnumennsku hjá afa. Þetta
var sérkennilegur maður en einhver
sú bezta sál sem ég hef kynnzt. Hann
Framh. á bls. 53.
MAGNÚS í HRAUNHOLTI
— draugamir sjálfsagt dauðir.
JÓNAS ÁJORVA
— tíu rök á móti einu.
FALKINN
19