Fálkinn - 12.12.1962, Síða 29
glamra í árum og bátur lagði að landi,
rétt við fætur hans. —■ Þú varst lengi
aö þessu, sagði hann, og röddin var
hrjúf, en þó glaðleg. Hann steig niður
í bátinn og kastaði kveðju á hina dökk-
klæddu veru, sem sat á þóftunni og
stakk við árum, til þess að bátinn ræki
ekki frá bakkanum. — Hér sé Guð, gott
kvöld.
Honum var svarað með bjartri stúlku-
rödd og hann sagði undrandi:
— Hvers konar ferjumaður ert þú?
Þegar honum var ekki svarað strax
bætti hann við:
— Er orðið svo fátt um karlmenn í
þessu héraði, að þeir verða að láta kven-
mann ferja?
Stúlkan lét strauminn taka bátinn
og réri skáhalt yfir ána.
— Úr því að þú á annað borð kemst
yfir .... sagði hún kuldalega; henni
gazt ekki að gamni hans.
Hann sat á afturþóftunni, mikill að
vexti og teygði úr stígvélaklæddum
fótunum. Þeir náðu næstum að stúlk-
unni. Hann horfði forvitnislega á hana,
en gat aðeins greint fölar útlínur and-
lits hennar undir höfuðfatinu. Svo sagði
hann með varfærnis hreim, sem virt-
ist hæfa illa hrjúfri rödd hans:
— Ég get mér til, að þú sért Ann
Margit, dóttir Jens fiskimanns.
Stúlkan þagði og réri ákaft með
vinstri árinni til að fá bátinn til að
taka stefnu móti ljósinu í fiskimanns-
húsinu. Svo sagði hún móð:
— Hver ert þú?
— Ég heiti Andreas. Við dönsuðum
víst nokkrum sinnum saman á sínum
tíma, Ann Margit, ja, eiginlega oft og
mörgum sinnum.........
— Andreas .... þú er kominn heim.
Rödd hennar titraði, en það var víst
vegna stormsins.
— Já, ég er kominn heim. Þú segir
þetta, eins og enginn hefði búizt við að
sjá mig framar.
— Nei, það hefur víst enginn búizt
við því .... að minnsta kosti enginn
á búgarðinum.
— Jæja, ekki það, sagði maðurinn
kaldranalega. Nei, stundum bjóst ég
heldur ekki við því sjálfur.
— Það eru fimm ár síðan .... og
enginn hefur frétt neitt af þér, sagði
stúlkan. Þú hvarfst þarna fyrir sunnan,
í Holsten. Tókstu þátt í stríðinu?
— Já. ég var tekinn .... hvort sem
ég vildi eða ekki.
— Þau fréttu ekkert af þér. Þau
héldu, að þú hefðir látið lífið. Þú skrif-
aðir aldrei. ....
— Ég hef aldrei verið gefinn fyrir
skriftir, sagði maðurinn. Fyrst skrifaði
ég ekki, af því að ég fékk ekkert tæki-
færi til þess, seinna átti ég of erfitt
með það. Svo hugsaði ég með mér, að
það væri betra að bíða, þangað til ég
færi sjálfur heim. En það leið langur
tími, þar til það varð að því.
— Já, þú hefur beðið lengi, Andreas.
Hann leit hvasst á hana. í myrkrinu
sáust engin svipbrigði á andliti hennar,
en var ekki eitthvað í rödd hennar . . . . ?
— Of lengi .... var það kannski það,
sem þú ætlaðir að segja?
Stúlkan losnaði við að svara, því að
báturinn var nú kominn að landi. Hún
stóð á fætur og stökk upp á bakkann
og batt bátinn. Litla fiskimannshúsið
lá nokkru ofar í brekkunni, það var
ljós í glugganum.
— Ég hugsaði oft, þegar ég heyrði til
plógjárnsins þarna hinum megin, að þae
gæti verið þú, sagði stúlkan, Straum-
urinn hreif brúna með sér .... ja, það
eru nær þrjú ár síðan. Það hef ur
verið talað um að byggja nýja brú, en
það hefur ekkert orðið úr því.
Frh. á bls. 44.
FÁLKINN
25