Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 30

Fálkinn - 12.12.1962, Page 30
Jólanúttin við Glendarock LUGGINN stóð í hálfa gátt, og fáein snjókorn þyrluðust inn um 'hann. Við sátum í bókaher- berginu og yljuðum okkur við arininn. Vin- ur minn og starfsbróðir, John Mac Ewen, sat í gömlum og fornfálegum ruggustól. Brak- ið í stólnum og snarkið í eldiviðnum rauf á víxl kvöldkyrrðina. Þetta var jólakvöld og við reyndum eftir mætti að láta okkur líða vel. Samt var eins og eitthvað skorti á þá stemningu, sem við höfðum vænzt þetta kvöld. Vinur minn stóð á fætur, lokaði glugganum og muldraði í barm sér: — Það snjóar enn. Ég svaraði ekki. Ég var í döpru skapi, haldinn heimþrá og þess konar tilfinn- ingum, sem karlmenn hliðra sér hjá að lýsa í orðum. Skyndilega varð ég grip- inn eirðarleysi og ákvað að hrista af mér mókið, hressa mig ofurlítið með skíðagöngu. Mér datt í hug, að gaman væri að ganga til lítils bæjar þarna í nágrenninu. Þar bjó gamall vefari, kyn- legur kvistur, sem ég hafði oft heimsótt og rætt við, báðum til ánægju. Hann var einmitt þess konar maður, sem gerði mér glatt í geði strax og ég sá hann. Ég ympraði á þessu áformi mínu við vin minn. — Þá verður þú að gæta þess, að fara ekki of nærri kastalarústunum, svaraði hann og brosti eilítið spotzkur á svip. — Annars áttu á hættu, að draug- urinn verði á vegi þínum, eða þá frúin, sem gengur með ljós í hendi til síns gamla heimkynnis hverja jólanótt. Ég hef sjálfur séð hana, að minnsta kosti ljósið hennar. Þér er óhætt að trúa því. Mér kom á óvart, að vinur minn skyldi minnast á draugagang. Hann var fornleifafræðingur og hingað til hafði ég haldið, að hann væri of veraldlega sinnaður til þess að leiða hugann að draugum og afturgöngum. Glugginn skelltist upp og ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum. Vinur minn brosti til mín og sagði: — Þú þarft ekki að óttast neitt ennþá. Ég hef víst ekki krækt honum nægi- lega vel. Hann krækti glugganum vandlega, settist í ruggustólinn, fékk sér í pípu og hóf síðan að segja mér söguna af Glendarock-kastalanum og íbúum hans: — Það var skömmu eftir að ég hafði keypt mér þennan búgarð. Ég þekkti ekki nokkra lifandi sálu hér um slóðir og saga héraðsins var mér einnig með öllu ókunn. Sem fornleifafræðingur hafði ég talsverðan áhuga á kastala- rústunum. Kastalinn mun vera byggður eftir því sem ég hef komizt næst, árið þúsund eða þar um bil, en brann fyrir mörg hundruð árum síðan. Hann er nú að mestu jafnaður við jörðu, og ástæðan er sú, að fólkið hér í nágrenn- inu hirti það, sem nothæft var úr rúst- unum. Það var jólakvöld, eins og nú. Ég fékk nákvæmlega á sama hátt og þú hér áðan, löngun til þess að fá mér örlitla hressingargöngu á skíðum. Ég gekk upp að rústunum. Það var kyrrt veður og stjörnubjart. Ég stanzaði and- artak og virti fyrir mér snæviþakið og tignarlegt umhverfið. Þegar ég hafði notið um stund kyrrðar og fegurðar þessa jólakvölds, varð mér hverft við. Ég stóð rétt við gamalt og þungt hlið, sem ég hafði aldrei áður séð á þessum stað. Gat átt sér stað, að ég hefði villzt af leið í þessu blíðskaparveðri? Ég hafði farið oft að rústunum áður í rannsóknar- skyni og hélt mig nú orðið þekkja leið- ina mætavel. En það var ekki um að villast. Hliðið var opið og fyrir framan mig lá malarstígur. Þá heyrði ég mér til undrunar fótatak í snjónum, létt fóta- tak konu. Ég neita því ekki, að ég varð gripinn ótta, en vantrú mín á yfirnátt- urlegum fyrirbrigðum gerði það að verk- Þetta var jólakvöld og við reyndum eftir mætti að láta okkur líða vel. Samt var eins og eitthvað skorti á þá stemmingu, sem við höfð- um vænzt. £g var í döpru skapi og haldinn ákafn heimþrá. Skyndi- lega varð ég gripmn eirðarleysi og ákvað að bregða mér í ofurlitla gönguferð á skíðum. Ef til vill mundi það hressa mig. Þá var það sem vinur minn sagði mér söguna af Glendarock-kastalanum og íbúum hans. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.