Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 46

Fálkinn - 12.12.1962, Page 46
Faðir iniitii . . . Framh. af bls. 17. til að skreppa upp að Slútsteini. En þá var hann einn síns liðs. Honum fannst hann verða að bera fram afsökun við tryggðatröllið, fyrir að þau hefði brugðist honum, mæðginin. Kletturinn skildi það án frekari skýr- inga og erfði það ekki við þau. Eins og veðri var háttað, hefði hann ekkert skjól getað veitt þeim. Það var allt í lagi, lét hann Jónka litla á sér skilja. Verra var það í sumar er leið. Þrátt fyrir sólbreiskju og sunnanvind hafði Sigga verið með öllu ófáanleg til að róla með honum upp undir Slútstein. Ég held hann sé ekki með öllum mjalla — hann Jónki litli, á ég við. Eins og hann lætur með þennan klett sinn þarna uppi í brekkunni! hafði hún borið sig upp undan syninum við hús- móðurina, sem hún sat á tali við — og skellti allt í einu upp úr, en það var eng- inn gamanhlátur, miklu fremur gremju- hrina. Því ekki að skreppa með drengnum þennan spöl? hafði húsfreyja svarað henni: Það lítið ættirðu að geta látið eftir syni þínum. Já, þeim er létt um mál, sem ekki eru flæktir í annarra raunum, Rannveig sæl, hafði Sigga stungið að henni: Og veizt þú þó mæta vel, að hefði ég ekki eignazt hann þarna, mundi allt vera öðruvísi. Það var ekki á móður hans að heyra, að henni þætti beinlínis vænt um hann þá stundina. Öðru nær. Hvernig sem á því stóð. Jónki átti örðugt með að skilja það. Og sveið þó sárast, að botna ekki í hvað móðirin átti við. Að minnsta kosti kenndi hann sviða einhvers staðar innra með sér. Og er Sigga rétt á eftir grúfði sig fram á arma sína og grét hástöfum, var það allt annar grátur en hér um árið upp undir Slútsteini; beiskur grátur, sem bauð ekki huggun heim. Jónki litli þorði ekki að nálgast móð- urina, hvorki á einn hátt né annan. Það var daginn þann, að hann fyrst veitti því eftirtekt, að fólkið á bænum sýndi honum annað viðmót en hvers- dagslega, þegar móðir hans kom í heim- sókn. Leit aðeins á hann í laumi, eða fór með öllu hjá því að skima í áttina til hans. Upp frá þeirri stunduu sneiddi hann hjá Slútsteini. Átti ekki heima þar frekar en annars staðar. Að honum fannst. Faðir hans hét Einar og bjó ein- hvers staðar ekki fjarska langt burtu, líkt og móðirin, en til hinnar handar- innar. Það var það skrítna við það. Hann kom oftar í heimsókn — svona tvisvar-þrisvar sinnum á ári. En hann sagði varla orð við drenginn, og forð- aðist jafnaðarlega að líta framan í hann. Samt fann Jónki það einhvern veg- inn á sér, hann vissi ekki með hverju móti, en honum var greinilega Ijóst, að föðurnum þótti mikils um vert að hann væri sér sem næst, þegar hann átti er- indi á heimilið. Alltaf óskaplega mikil- vægt erindi, eða svo lét hann. Þá var piltinum kunnugt um, að héldi faðir hans, að hann tæki ekki eftir því, hafði hann ekki augun af honum. Og vitanlega tók Jónki aldrei viljandi eftir því. Þannig liðu langar stundir, ef ekki þurfti að þeyta léttadrengnum eitthvað. Og þá leið þeim báðum vel. Það fann hann á sér. Gat víst eiginlega ekki liðið betur. Skrítið, að enginn virtist taka eftir því! Enda töluvert í húfi, að enginn vissi það. Að móðirin væri ekki vel þokkuð þarna, sem hann átti heima, það hafði smám saman orðið honum ljóst. Hins vegar hafði hann alltaf vitað, að faðir sinn væri í mjög svo litlu áliti. Það var slæmt hvort tveggja. Eigin- lega gat það víst ekki verra verið. En hvað um það. Hann var þó ekki föður- og móðurlaus. Ekki með öllu. Heimilislaus var hann eigi heldur þeg- ar öllu var á botninn hvolft. Hann hafði sem sé í hyggju að bæta úr þessu ástandi sínu, og það svo um munaði, þegar sér yxi fiskur um hrygg og hann væri orðinn jafn dimmraddað- ur og þeir karlmenn, sem honum þótti mest til koma. Piltar, sem áttu dálítið undir sér. Einn góðan veðurdag ætlaði hann að haga því þannig, að faðir hans og móðir kæmu í heimsókn án þess að vita hvort af öðru. Og þá ætlaði hann að stefna þeim báðum með sér uppundir Slút- stein. Þau skyldu mega til! Hvort held- ur þeim líkaði betur eða verr. Og þar ætlaði hann að leysa frá skjóðunni. Þau skyldu fá orð í eyra. Þeim mundi bregða heldur en ekki. Síðan myndu þau klökkna. Að endingu mundu þau setjast öll þrjú á græna borðið ofan við berjalautina. Að honum tækist að sætta þau, á því var enginn vafi. Og hann átti fyrir því, Slútsteinn, að vera ekki settur hjá. Þá mundi honum skiljast, að Jónki hafði ekki gleymt honum, því síður svikið hann. Mest hlakkaði hann þó til að smakka flatbrauðið, eftir að allt væri komið í kring. Það mundi áreiðanlega verða sama góða bragðið af því og í gamla daga, þegar fögnuður ríkti og hann lifði áhyggjulaus. Honum fannst hann muna slíka daga. Þangað til yrði hann að þrauka, hvað sem á bjátaði. Og á meðan ætti hann ekki aðra að en guð á himnum, sem eins og móðir Framh. á bls. 62 UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÖNASILKI CERES, REYKJAVIK 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.