Fálkinn - 12.12.1962, Side 48
Heimkoman
Framhald af bls. 25
Hann hafði ekki heyrt niðurlag orða
hennar.
— Þú hélzt þá að ég kæmi, sagði
hann. — En þau heima?
— Komdu inn með mér, sagði stúlk-
an. Það hefur margt breytzt, Það er
ekki allt, eins og þegar þú fórst. Þú
verður að fá að vita það, áður en þú
ferð heim.
— Nei, sagði hann. Það er orðið fram-
orðið, ég vil helzt komast heim, áður
en þau taka á sig náðir. Ég er vanur að
ganga hreint til verks. Það, sem ég verð
að fá að vita, eins og þú orðar það, geta
þau alveg eins sagt mér.
— En ef það er nú eitthvað leiðinlegt,
sem bíður þín . . . . ? Komdu aðeins inn
fyrir, Andreas.
— Ég er ekki vanur neinu dekri, sagði
hann og horfði heim að húsinu. Ætl-
arðu að segja mér, að Jens fiskimaður
sé orðinn svo hirðulaus, að hann sendi
þig út á bátnum í slíku veðri?
— Hann dó í vor, sagði stúlkan hljóð-
lega.
Ósjálfrátt gekk hann feti framar og
greip í handlegg hennar.
— Guð minn góður, sagði hann. —
Guð minn góður.......
Þau stóðu svona dálitla stund, hann
fann ekki fleiri huggunarorð, og hvað
gögnuðu þau svo sem henni?
— Ég lít bráðum inn til þín. Það er
bezt, að ég fari heim núna. Góða nótt.
Ann Margit.
— Andreas.......Hún hrópaði á eftir
honum. Þú verður fyrst að fá að vita.
.... Það er ekki eins og þú heldur..
Hann gekk hratt í burtu og heyrði
ekkert meira. Myrkrið var svart. Hann
skeytti engu, þótt haglið biti andlit hans.
Það var komið fjúk, og vindurinn þaut
í hæðunum.
Þegar hann gekk inn um hliðið með
snjókornin dansandi í kringum sig,
fannst honum að það væru ekki nema
nokkrir dagar síðan hann gekk hér um.
En fimm ár eru langur tími. Hundurinn
gelti ekki eins og sá. sem hann mundi
eftir, og þegar hann gekk í áttina til
hans urraði hann, og þefaði af stígvél-
um hans. Hann skeytti því engu, hann
starði aðeins á eldhúsgluggann.
Það logaði á tveimur ljósum í eld-
húsinu, annað var á borðinu, hitt á vegg-
hiilu. Hann sá í bakið á konu, sem hann
kannaðist ekki við. Það var feitlagin,
mjaðmabreið kona, og hann sá ljóst hár
gægjast neðan undan klútnum. Það
minnti hann á unnustu hans á nágranna
búgarðinum, hún hafði haft svona Ijóst
hár, en mitti hennar hafði verið grannt
og stælt.
Við borðið sat drengur, um fjög-
urra ára, hann var niðursokkinn í að
búa til mynd úr kökudeigi, sem var
fjórfætt og átti sennilega að tákna hest.
Hann var jafn ljóshærður og konan. Svo
að bróðir hans var kvæntur..........
hverri? Og þetta var sonur hans.
Maðurinn stóð kyrr, eins og hann
væri á báðum áttum. Svo opnaði hann
dyrnar hljóðlega og gekk yfir þrösk-
uldinn. Drengurinn sá hann koma, og
HONIG
Súputeningar
Spaghetti
Makharónur
kaldir
Búóingar
augu hans urðu kringlótt af undrun.
Áður en hann náði að heilsa, snéri
hún sér við. Þá þagði hann, og hún
þagði líka og fölnaði eins og hún hefði
séð vofu.
— Mamma, hver er þetta, sagði dreng-
urinn.
Það komu viprur á munn hennar,
þegar hún horfði á hörkulegt andlit
mannsins. Augu hennar námu staðar
við ör, sem teygði sig frá gagnauga
hans og niður á kinn. Það var hvítt,
þar sem hann kom inn úr kuldanum.
Nú roðnaði það við hitann. Henni tókst
að ná valdi yfir röddinni.
— Andreas.......Þú ert lifandi.
— Það lítur út fyrir það, sagði hann
hásróma, og starði kipruðum augum á
konuna, á bústið, dálítið þrútið andlit
hennar, starði, eins og hann vildi með
augnaráði sínu hverfa fimm ár aftur í
tímann, til stúlkunnar, sem hann hafði
þá skilið við.
Svo kom geifla á munn hans, eitt-
hvað, sem átti að líkjast brosi.
— Já, ég er lifandi, sagði hann. Það
kemur sér kannske illa?
— Við .... við héldum, að þú hefðir
dáið erlendis. Þú lézt ekkert frá þér
heyra......Og svo........
Hún þagnaði, en maðurinn hélt á-
fram:
— Og þá fannst ykkur betra að eyða
ekki tímanum til einskis. Þið voruð
ekki lengi að sætta ykkur við að ég
væri dáinn. Hvað gamall er þessi dreng-
ur? Fjögurra ára?
Hún hörfaði aftur á bak, eins og hún
vildi skýla barninu, snéri sér við og
greip hann í faðm sér, og kallaði um
leið inn um stofudyrnar með brostinni
röddu:
— Jakob .... Jakob.
— Hvað er um að vera? Höfum við feng
ið gesti? Maðurinn sá aldrei bróður sinn
birtast í dyrunum. Hann var orðinn
dálítið lotinn, og hárið farið að grána.
— Hver .... hóf hann máls, en
sperrti svo upp augun. Ert það þú,
Andreas? Þú kominn heim — við héld-
um......
— Nei, sagði Andreas. Heim er ég
ekki kominn, og nú fer ég. Nú átt þú
tvær jarðir, sé ég. Þú átt þína eigin og
líka næstu jörð, þá sem ég átti að fá,
en ég var jú á meðal hinna dauðu.
Unnustu mína fékkstu í kaupbæti, það
er víst ekkert fleira, sem þú getur ginið
yfir. Verði þér að góðu. Nú fer ég.
— Andreas.
En hurðin skall að stöfum. Eldri
bróðirinn stóð andartak kyrr í sömu
sporum, svo hljóp hann út eftir hinum,
og greip í handlegg hans.
— Þú verður að hlusta á mig, Andre-
as, ég verð að útskýra fyrir þér.......
Ég gat ekki sagt það þarna inni........
Maðurinn snéri sér snöggt við og
greip í hinn. Hann hélt honum járn-
greipum.
— Meiri lýgi.......Fyrst Ijúgið þið
mig dauðan og svo. .... Svei mér að þú
Framh. á bls. 46.
44 FÁLKINN