Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Page 53

Fálkinn - 12.12.1962, Page 53
'lolani atii riiin Framh. af bls. 40. Kjötið þerrað og skorið í fingurþykk- ar sneiðar. Barðar léttilega. Smjörið brúnað á pönnu. Kjötsneiðunum velt upp úr hálfþeyttri sósu eða hveitijafn- ingi síðan úr fínni brauðmylsnu. Sett á pönnuna, steikt við vægan hita í 2—3 mínútur á hvorri hlið. Raðað á fat, sítrónusneið látin á hverja kjötsneið, skreytt með bein- lausri síld, kapers og asíum. Borið fram með hráu grænmetissalati og steiktum kartöflum. Nautasteik. 1 kg. nautakjöt — hryggjarvöðvi eða lærtunga. 2—3 msk. smjörlíki. 2 tsk. salt. % tsk. pipar. 4 dl. sinasoð eða vatn. 1 tsk. kartöflumjöl. Kjötið hreinsað, allar sinar skorn- ar burt, soðnar í léttsöltuðu vatni. Kjöt- ið þerrað með heitum klút. Smjörlíkið brúnað í potti, kjötið brún- að þar í, kryddað. Heitu vatni eða sina- soði hellt á. Soðið við hægan hita í 20—25 mínútur. Kjötið á ekki að vera gegnumsoðið. það á að vera rautt í sárið. Kjötið tekið upp úr, soðið fleytt vel, borið fram óbreytt með kjötinu eða jafn- að með örlitlu kartöflumjöli. Borið fram með soðnu grænmeti, sveppum og frönskum kartöflum. Fylltar svínakótilettur. 4 svínakótilettur. Sveppir. Steinselja. 2 msk. rifinn ostur. V2 grænn pipar. 1 egg. 4 msk. brauðmylsna. 75 g. smjör. Tómatkraftur. Sveppir, steinselja og grænn pipar saxað smátt, blandað saman ásamt ost- inum. Kryddað með salti og pipar. Hafið ekki mikla fitu á kótilettunum, skerið upp í þær inn að beini, þannig að myndist eins og vasi. Fyllt í vasann með því saxaða og honum lokað með eldspýtu (án brennisteins). Kótilettun- um velt upp úr eggi og brauðmylsnu. Steikt í smjöri á pönnu nál. 10 mínút- ur á hvorri hlið. Gott er að bera spag- hetti með þessum kótilettum, pannan soðin út með vatni og tómatkrafti. VOLKSWAGEN ER ÆTIÐ UNGUR „BREYTINGAR“ til bess eins „AÐ BREYTA TIL“ heíur aldrei verið stefna Volkswagen, — og þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist i háu endursöluverði. Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð, tæknilega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum. Samt sem áður er hann i grundvallaratriðum óbreyttur og með sams konar útlit og hann er næstum þvi eins mikils virði og nýr Volkswagen. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR tteitdverzlunm HEKLA H.F. ttverfisgötu 103 FALKINN 49

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.