Fálkinn - 12.12.1962, Síða 56
J ólasvcinar
Framh. af bls. 50.
innanlands, heldur hefur hann líka
farið til útlanda.
— Ég byrjaði á þessu fyrir löngu
síðan, ætli þetta séu ekki fimmtándu
jólin, sem ég er í þessu. Tildrögin voru
þau, að ég fór eitt sinn á jólatrés-
skemmtun með krakkana mína og þegar
jólasveinninn birtist, urðu þau hrædd,
því karlinn lét svo illa. Þá datt mér í
hug að gaman væri að reyna. Ég kom
svo fyrst fram hjá Verði. Jú, ég hef
verið í útvarpinu líka, en það er nú
nokkuð öðruvísi heldur en að vera á
skemmtunum. Það versta við þetta er,
hve mikið maður hefur að gera. Það
getur komið fyrir að maður sé á þrem
og kannski fjórum skemmtunum yfir
daginn og það er ákaflega þreytandi.
Nú orðið kvíði ég ákaflega fyrir jólun-
um og er þeirri stundu fegnastur þegar
þeim er aflokið.
— Þú hefur gert víðreist í þessu
starfi þínu?
— Já, ég hef ferðast mikið á vegum
Flugfélagsins. Ég hef komið á alla þá
staði hér innanlands, sem Flugfélagið
flýgur til. Eitt sinn fór ég til Kaup-
mannahafnar. Þar var heimsóttur
spítali fyrir lömuð börn. Ég söng fyrir
þau íslenzka og danska jólasöngva og
þeim voru að lokum gefnar gjafir.
Þegar heim kom var mikil móttöku-
athöfn á flugvellinum og þar mættu
um 3000 börn. Þau fengu öll poka með
sælgæti og svo var happdrætti fyrir
þau líka.
— Hvernig er að fara út um landið?
— Það er ágætt en nokkuð erfitt.
Áður en við komum hafa skólarnir
dreift miðum sem eru hvort tveggja
í senn, aðgöngumiðar og happdrættis-
miðar. Svo koma börnin, ég syng fyrir
þau og spjalla við þau, gef þeim gjafir
og dregið er í happdrættinu. Stundum
hefur aðsókn orðið slík að halda hefur
orðið tvær skemmtanir á sama stað.
— Hvernig er þetta á skemmtunun-
um?
— Mörg þessi litlu grey eru hrædd
og maður verður að fara rólega í þetta.
Oft þykist maður vera búinn að gleyma
söngvum sem þau kunna og biður þau
að hjálpa sér við að muna og fá þau
þannig til að vera þátttakendur. En
maður má gæta sín að æsa þau ekki
upp svo ekki fari allt í bál og brand.
Strákar, sem eru orðnir dálitlir menn
vilja fletta ofan af þessu mikla leyndar-
máli og neyta til þess allra bragða.
Ég hef séð jólasveina fara út bæði húfu
og skegglausa. Svo verður að gæta þess
að vera ekki of lengi, því þá verða
börnin þreytt og missa áhugann. Tíu
mínútur er ágætur tími.
— Þú ert Kertasníkir?
— Já, en áður fyrr var maður Gilja-
gaur og svoleiðis, en það vakti hræðslu
hjá börnunum, svo að ég gerðist Kerta-
sníkir. Oft byrja ég á því að spyrja
hvort þau eigi ekki kerti að gefa mér
og sum koma með þetta í bréfum að
heiman frá sér. Þess vegna er maður
oft hlaðinn kertum þegar út er farið
og níðþungur, því allir vasar eru fullir.
Ég segi þeim, að ég eigi kerti fyrir
hvert barn á landinu og kertin geymi
ég í töfrahöllinni minni. Á þessu kerti
sé ég hvernig þau haga sér, sé það á
ljósinu. Ef Siggi fer að hanga aftan í
bíl kemur það fram á ljósinu hans. Ég
áminni þau um að vera stillt og prúð
og að taka lýsi. Það hefur komið fyrir,
að manni hafi verið þakkað fyrir þetta
því börnin segja, að jólasveinninn hafi
sagt að þau eigi að taka lýsi og hafa
rukkað um það. En maður er nú farinn
að þreytast dálítið á þessu og vill eigin-
lega fá hvíld.
★
Svo kveðjum við Ólaf og höldum út.
Það er farið að dimma og bráðum koma
jólin. Þá fara jólasveinarnir á stjá og
þeir krakkar sem eru þægir og góðir
fá frá þeim gjafir. En okkur, þessum
fullorðnu, gefur hann ekki neitt því
við þekkjum leyndarmálið á bak við
jólasveininn.
Or.
Jratnletíuttt:
í allá að
liáiiin
oj* einiiig
með vaxi öðrnm eða báðum megin:
/------------------------------\
Fáið upplýsingar hjá
oss, ef þér þurfið á
ofangreindri prentun
að halda, eða annarri.
<_____________________________/
/--------------------------------------
Hér er aðeins talið hið helzta,
sem hægt er að framleiða.
---------------------------------------/
★
Súkkulaðiumbúðir og aðrar sælgætisumbúðir.
★
Karamellupappír í rúllum og örkum.
★
Umbúðapappír í rúllum og örkum, fyrir kjöt, fisk, brauð o. fl.
★
Smjör- og smjörlíkisumbúðir úr staniol-, folíu- og pergamentpappír.
★
Flösku- og glasmiðar.
★
ANILINPRENT H.F.
Sími 1-1640 — Pósthólf 1396 — Reykjavík.
Límrúllur áprentaðar í öllum breiddum.
★
Sellophan-umbúðir í rúllum og örkum.
FÁLKINN
52