Fálkinn - 12.12.1962, Side 58
II já vondu fólki
Framh. af bls. 53.
honum þótti. Hann hafði óskaplega
gaman af að spila. En sumum líkaði
ekki við Árna, það voru sögurnar. Ann-
ar sagði þetta og hinn sagði hitt. Báðir
sögðu satt.
— Var hann góður ræðumaður?
— Hann gat verið það. Ef hann hafði
skemmtilega menn í kringum sig þá
gekk hann um gólf og sagði sögur og
hló. Síðan settist hann niður og samdi
ræðurnar og það voru oft afbragðs ræð-
ur. Er ekki borgin alltaf að stækka?
— Jú hún stækkar ört.
— Það má nú fyrri vera. Ég man að
fyrir mörgum árum var ég fyrir sunn-
an og gekk þá frá Árbæ í bæinn, það
var varla umferð fyrr en niður undir
Tungu. Nú er þetta allt breytt. komin
samfelld byggð þarna inneftir. Mér
þykir alltaf gaman þegar ég fer í bæ-
inn að tala við rakarana. Það eru and-
skoti miklir spjallmenn og vita allt sem
gerist. Þið hefðuð átt að verða rakarar.
— Hvernig lízt þér á ungdóminn?
— Þetta er bráðmyndarlegt fólk og
duglegt. Nú eru allir miklu stærri en hér
áður fyrr. Þá var ég með stærstu mönn-
um, en nú eru margir stærri en ég. Það
er ekki nauðsynlegt að vera stór, ég
man eftir mörgum glímumönnum sem
voru ekki háir í loftinu en voru skæðir
samt.
Þegar við erum að fara segir Jónas,
að það sé bezt að vera okkur samferða.
— Maður verður að fylgja ykkur til
dyra. Þið eruð sjálfsagt á bíl en ekki á
hestum, þó það hefði verið miklu
skemmtilegra. En nú vilja allir fara í
bílum enda ekki nema eðlilegt því það
er miklu fljótlegra. Allt fyrir hraðann,
segja menn. Það sagði mér einhver mæt-
ur maður um daginn að hraðinn væri
orðinn alltof mikill. Ætli það verði ekki
hraðinn, sem drepur alla að lokum.
Svo ókum við frá Jörva.
★ í Hraunholti.
Við höfðum hug á að spyrja Magnús
í Hraunholti um skrímsli sem átti að
hafa verið í Hlíðarvatni.
— Var ekki einhver eltur af skrímsl-
inu, Magnús?
— Það var maður eitt sinn á ferð
hér í Hlíðinni í svarta myrkri. Þá heyrir
hann allt í einu öskur mikil eða væl og
hesturinn tryllist. Hann kom titrandi og
frávita af hræðslu til bæjar eftir þessi
ósköp. Menn vildu út að athuga þetta,
en hann vildi hvergi fara. Daginn eftir
var þetta athugað og þá fundust vegs-
ummerki eftir hestinn þar sem hann
hafði fælzt en annað ekki. Hvað þetta
hefur verið, veit ég ekki, sennilega kind
eða eitthvað þess háttar.
— Þú hefur aldrei orðið var við
skrímslið?
— Nei. En einu sinni var ég á ferð
með sr. Árna Þórarinssyni hér með-
fram vatninu. Þetta var um vetur og
vatnið lagt og það heyrðust brestir í
svellinu svo sem oft vill verða. Þá sagði
ég: „Það lætur fallega í þér núna.“ Árni
hélt að ég hefði átt við skrímslið.
— Hefur þú aldrei orðið var við
drauga hér?
— Nei, ekki hef ég það. Þeir eru sjálf-
sagt dauðir flestir.
— Var séra Árni trúgjarn?
— Hann hefur sjálfsagt verið það.
Annars hafði hann mjög gaman af sög-
um.
★ Að Snorrastöðum.
Þegar við komum að Snorrastöðum var
orðið náttsett og við vorum hræddir um
að við mundum halda vöku fyrir fólk-
inu.
— Það er enginn selskapsmaður sem
ekki getur vakað eina nótt og alltaf er
gaman að fá gesti. En þið hafið senni-
lega ætlað að hitta Kristján bróður,
sagði Sveinbjörn bóndi Jónsson.
— Ekkert frekar. Er hann ekki heima?
— Það er þannig, piltar, að alltaf er
verið að setja lög hér í landi og þegar
ný lög eru sett er venjulega verið að
spilla lögum. Það var t. d. sett í nýju
kosningalögin, að ef sýslunefndarmað-
ur félli frá yrði að kjósa annan í stað-
inn en varamaður ekki taka við. Og nú
hefur það skeð hjá okkur að aðalmaður
hefur fallið frá og þá þarf að kjósa aft-
ER BÖKBANDIÐ
BEZT
HVERFISGÖTU 78 - SÍMI 11906
FÁLKINN
54