Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 7
Svo er það eitt enn, sem þú villt kannski ekkert skipta þér af, enda varla hægt að ætlast til þess. Okkur langar mikið til að vita, hvernig í því liggur að dagblöðin okkar koma æfinlega svo seint með vinningaskrár happdrættanna, S. í. B. S. og H. S. Það eru aðeins stóru vinningarnir, sem þau birta strax, en svo hina lægri ekki fyrr en eftir þetta 7—16 daga frá því dreg- ið er og með þá svo smáu letri, að það þarf gleraugu og stækkunargler til að kom- ast fram úr því. Sennilega hafa prentsmiðjurnar ekki smærra letur til, annars væri það eflaust notað. Einn okkar spurðist fyrir um þetta hjá Morgunblaðinu fyrir líklega ári síðan, en því var ekki svarað. Því er nú einhvern veginn þannig varið með þessi happdrætti, að þeim fylgir alltaf hálfgerður spenningur, jafnvel þó um litla vinninga sé að ræða. Þá langar okkur til að leggja nokkur orð í þéringa- belginn. Við greiðum hér með 10 atkvæði gegn þéring- um. Þetta er orðinn svo úr- eltur siður, að hann ætti alveg að hverfa. Það er ekki hægt að varazt þá tilfinningu, sem grípur mann þegar mað- ur er þéraður, að á bak við þær felist einhvers konar rembingur eða hroki, svo ekki sé meira sagt. Komi maður inn í einhverja opinbera stofnun og mæti manni sem þúar mann er það ólíkt eitt- hvað hlýlegra og vingjarn- legra heldur en að mæta hrokafullum þéringum. Ég, sem er að rita þetta, var eitt sinn sem oftar á ferð í Reykjavík og kom þar inn í litla verzlun. Það var enginn í búðinni utan afgreiðslu- stúlkan, sem sat í stól innar- lega í búðinni, með einhvers konar handavinnu. Þegar ég var kominn að afgreiðsluborð- inu, stóð hún á fætur og kom jórtrandi til mín, hnikkti til höfðinu og sagði. „Hvað var það fyrir yður?“ Þetta koir hálf ónotalega við mig, svo ég stamaði út úr mér að ég bæðist afsökunar, ég hefði farið búðar villt. Hún gleymdi jórtrinu augnablik, starði á eftir mér eins og hún hefði séð eitt af furðuverkum ver- aldarinnar. Það er líka hægt að viður- kenna það, að maður getur fyrir hitt fólk, sem notar þér- ingar og er alúðlegt í viðmóti, en það er sjaldgæft. Svo að endingu þetta: Það væri nógu gaman að heyra þessa þér- ingaunnendur fara með faðir- vorið. Svo þökkum við fyrir og óskum blaðinu gæfu og gengis. Nonni, Palli, Gústi. Svar: Viö þökkum ykkur þetta skil- merkilega og skemmtilega bréf og skulum þá snúa okkur aö svörunum. ViO liringdum fyrst í MálningaverksmiOjuna Hörpu og sá sem varO fyrir svörum þar livað aldrei liafa risiO ágrein- ing innan þess fyrirtækis aO hvítt og svart væru litir. Pá liringdum viO næst '1 Hjörleif Baldvinsson sem kennir lita- fræði i IGnskólanum. Hann sagði að strangt tekið væru hvítt og svart ekki litir samkvæmt lita- fræOinni. Þar væru aOeins þrír grunnlitir gult, rautt og blátt. Hvítt og svart tilheyrOi því sem kallaO væri grálitarööin og væri munurinn frá hvítu aO svörrtu eöa öfugt. ÞaO væri mælt meö sérstökum mœlum eftir því hve liturinn endurkastaOi Ijósinu eöa drykki þaö í sig. En þegar lita- fræöinni sleppti þá væri erfitt aö neita því aO hvítt og svart væru litir. Þetta eru þœr upp- lýsingar sem viö getum látiö ykkur í té. Þá er annaO atriGi bréfsins, hvaöa ríkisstjórn sat viO Vpld þegar klukkunni var fyrst flýtt. ÞaO var hin svokall- aOa ÞjóOstjórn. Um vinninga- skrá liappdrœttanna og dagblöö- in er okkur álls ókunnugt um en viö ráðleggjum ykkur aö hringja í eitthvert blaöiö og spyrjast fyrir um þetta þar. Þér- ingaþátturinn fellur svo inn í umræöur um þaö mál liér í blaöinu. raímagnskranar til hverskonar lyftiíiota - sem bryggjukranar og kranar fyrir hösabyggingar o.fl. Leitið upplýsingar og verðtilboðs SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F. REYKJAVÍK FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.