Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 25
„Afsakaðu mig eina mínútu,“ sagði hann. „Ég hef ekki kysst hana í dag.“ Hann fór inn í búðina og skildi mig eftir fyrir utan. Svo birtist hann við hliðina á bílnum. Hann lagði 'höndina að hjartastað, lokaði augunum og gerði sig svo líklegan til að krjúpa á kné. Síðan laut hann niður að bílnum og kyssti á stýrið. Skyndilega birtist sölu- maður með nelliku í kragahorninu við hlið hans. Alexis benti á rispu á hlið- inni, og ég gat séð, að hann var í fúl- ustu alvöru að ávíta manninn fyrir að vanrækja hinn verðmæta hlut. Ég hló svo, að mig verkjaði í mag- ann, og þegar ég sneri mér við, sá ég hægláta herramanninn með göngustaf- inn, ,sem gengið hafði á undan okkur, stara inn í búðina agndofa af undrun. Ég róaðist dálítið, og sagði honum að taka ekki mark á Alexis. „Hann er hálf- grískur, skiljið þér, mjög ofsafenginn í skapi. Þetta er „elskan hans“.“ Hann starði á mig, eins og til að segja, að ég væri sjálf ekki með öllum mjalla. Þá kom Alexis aftur út, og við geng- um gegnum mannþyrpinguna, leiddumst og hlógum. Ég bað Alexis að fylgja mér á hótelið og hitta mig aftur seinna. Ég vildi hugsa og vera ein svolitla stund. Við ákváðum að hittast fyrir kvöldverð. Það hafði verið tekið til í herberg- inu á meðan ég var í burtu. Allt var í röð og reglu og náttkjóllinn minn lá á koddanum mínum. Mér fannst ég vera komin í mitt eigið svefnherbergi. Og uggur minn við það, sem framundan var, hvarf fljótlega; ég féll í hálfgert mók, svo sofnaði ég og svaf í rúma tvo tíma. Þegar ég vakn- aði var orðið framorðið og ég varð að flýta mér til að ná í Alexis. Ég söng í baðinu og flautaði lag, á meðan ég greiddi mér. Það var ekkert, sem skyggði á gleði mína. Það var eins og ég væri orðin tvítug aftur, og hefði verið lokuð inni í langan tíma, og eygði nú frelsi til skemmtunar. Seinna sá ég, að ég hefði, í staðinn fyrir að rifja upp bjánalegan franskan ástarsöng, áít að undirbúa ræðu mína yfir Alexis, og byggja samband mitt við hann á vin- gjarnlegum en ekki alveg óformlegum grunni. En eina hugsunin, sem komst að, var að gera sjálfa mig eins aðlað- andi og unnt var, og ég sá fyrir mér tvo glæsilega elskendur. Hann var stundvís, og nákvæmlega klukkan 8.30 hringdi síminn til að segja mér að hann biði. Hugaræsingin, sem þetta olli mér, hefði átt að vera mér önnur viðvörun. En ég hló upphátt og nuddaði svolitlu meira af ilmvatni í hnakka mér. Hann var samkvæmis- klæddur og dálítið órór. Áður en við yfirgáfum hótelið, keypti hann þanda mér indæla hvíta rós, sem mér fannst fara einstaklega vel við hinn gráa klæðn- að minn. Það stóð bifreið fyrir framan hóte- lið, og er við stigum upp í hana, fann ég til nokkurs óróleika. Framkoma hans virtist ekki í samræmi við hið unglega og kærulausa fas, sem við höfðum tam- ið okkur áður. Hann hegðaði sér öðru- vísi. Hann lék hlutverk aðalsmannsins, sem fylgir dömu sinni til hirðarinnar. Hann kallaði mig aldrei annað en frú, þótt hann væri mjög kumpánlegur við bifreiðarstjórann. Augu 'hans ljómuðu skært, eins og í barni. Ég hló að lát- um hans, og ég vissi nú, að engin al- varleg ræða gæti haft áhrif á hann. Þegar við komum til Riverklúbbs- ins, vorum við bæði voteyg af hlátri. Það var erfitt að verjast hlátri, þegar gervifranskur hótelstjóri vísaði okkur til borðs. En umfram allt reyndist mér örðugt að standast Alexis. Mig lang- aði til að finna hinar mjúku hendur hans koma við mínar, að strjúka fín- legan kjálka hans og feitt, svart hárið. Ég hafði ætlað mér að spyrja hann margra spurninga um skólaveru og fjöl- skyldu hans og vini. En í stað þess, kannski innblásin af hinni lágværu hljómlist og nálægð Thames, fór ég að segja honum frá minni eigin bernsku og æsku. Hann hlustaði gaumgæfilega og við og við gerði hann einfalda at- hugasemd, sem sýndi mér, að hann hafði samúð með þankagangi mínum og vildi fylgjast með honum. Ég sagði honum frá heimili okkar, hinu stóra og gamla húsi með myrkri sínu og hinum gríðarstóru, ónotuðu her- bergjum. Ég sagði honum frá samkeppninni milli Ariadne og mín. Afbrýði hennar i minn garð hafði aldrei iægt. Síðan sagði ég honum fráSviss og hinum milda og menntaða unga prófessor, sem ég varð ástfangin af, þegar ég vár sautján, ára, og hvernig illyrt skeyti og orðsend- ingar gengu stöðugt milli Zúrich bg Aþenu, þangað til ég gafst upp og snerf grátandi heim, ákveðin í að hefna mín. Ég sagði honum jafnvel frá söngáhuga mínum. En ekki minntist ég á, að hæfi- leikar mínir í þá átt voru harla litlir og ég 'hefði aldrei orðið mikil söngkona. Ég sagði honum frá Önnu, og gerði svolítið gys að henni, en bað hana samt í hljóði fyrirgefningar.Hvernig átti þessi gáfaði, ungi Englendingur að skilja áhrifavald gamallar, grískar konu yfir mér? Hann spurði ekki margra spurninga, en hann spurði einnar um Thanos. Ég hef gleymt hvernig hún hljóðaði, en ég man, að ég vék mér undan henni. Ég vildi ekki tala um hann við Alexis. Það virtist ósæmilegt, þar sem ég var eiginkona hans, og maður ræðir ekki um eiginmann sinn við aðra. Það hefði verið tvisvar sinnum ósæmilegra að tala um Thanos nú, því að hann var eigin- maður minn og faðir hans. Umfram allt vildi ég ekki hugsa um Thanos. Ég tók því að tala um Dimitri minn litla, og þegar ég ræddi um þroska hans, ærsl og hugmyndir, leit svo út að ég væri umhyggjusöm móðir. En það var ég Framh. á bls. 32. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.