Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 32
Sœluvika Framh. al bls. 31. voru milli áttrætt og níræðs og létu engan bilbug á sér finna. Þeir sögðu að það væri talað um góðan kjallara og lélegan kjallara. Við komum í Bifröst um hálf eitt- leytið og húsið var orðið troðfullt þótt ekki væri nema hálfur tími síðan þeir byrjuðu. Hnappurinn fyrir framan hús- ið stærri en kvöldið áður og tíminn, sem það tók okkur að komast inn, lengri. Þeir voru þegar farnir að tínast í kjallarann, en söngurinn var ekki byrj- aður og þeir sem mættir voru frekar miðaldra en gamlir. Þeir settust á bekk- ina fram með veggjunum og þegar þeir voru orðnir þétt settir, fóru þeir að standa á gólfinu og þegar söngurinn hófst fjölgaði óðum. Þeir voru ekki samstilltir í fyrstu. Stundum voru þeir með fjögur lög í gangi sitt í hverju horninu og jafnvel það fimmta á miðju gólfi. Brátt fór þó að færast meira líf í þetta og söngurinn að verða styrkari. Þeir settu koll á mitt gólfið og einn þar ofaná sem gerðist forsöngvari. Þá hljóðnaði hornasöngurinn og allir sungu sama lagið. Þeir voru þjóðlegir og sungu það sem Útvarpið kallar „Gömlu lögin sungin og leikin“. Stund- um endurtóku þeir lögin og höfðu þá uppi ýmis tilbrigði. Þeir sungu í lotu og gerðu ekki hlé, ekki nema rétt til að væta kverkarnar. Það var mikið um gamla menn þarna. Gamla veðurbarna menn með hrjúfar hendur, sem höfðu stritað í moldinni, og voru nú komnir til að skemmta sér og gera hlé á daglegu brauðstriti. Gaml- ir menn, sem höfðu verið á mörgum Sælum. Þeir voru synir héraðs síns og þetta var þeirra hátíð. Við tókum einn þeirra tali. Hann stóð utarlega í hópnum og hafði kastskeiti á höfðinu og djúpa rödd. Hann hossaði sér við sönginn og sló taktinn með ann- arri hendinni. Þegar við hnipptum í hann, svaraði hann ekki, og tók ekki eftir okkur heldur hélt áfram með sönginn. — Þær eru orðnar margar Sælurnar þínar, er það ekki? — Eitthvað um fimmtíu. Hef ekki töluna nákvæmlega sem stendur. — Er þetta góður kjallari? — Þeir eru nú að taka við þessu yngri mennirnir. Eg sé að hér vantar mörg gamalkunn andlit. Þeir tína töl- unni þeir elztu. — En það heldur áfram að verða Sæla þótt þeir falli frá. Er það ekki? — Það dreg ég ekki í efa, ef Skag- firðingar fá að vera í friði með sitt. En mér er nú sagt að stöðugt fjölgi að- komumönnum um hverja Sælu, en þeir þekkja ekki það andrúmsloft sem hér ríkir. — Ert þú hestamaður? — Já, ég er víst það sem þeir kalla hestamaður. — Áttu marga hesta? — Tvo sem stendur. — Eru það góðir hestar? — Annar þeirra er vel brúklegur. Hinn var ungur og ég þekkti hann lítið ennþá. — Hvaða gangur er skemmtilegastur? — O töltið, töltið, maður minn. Það ber af. — Hvaða eiginleika þurfa góðir reið- hestar að hafa? — Þeir þurfa umfram allt að vera skapgóðir, viljugir og koma vel uppí fangið á manni svo maður finni vel fyr- ir þeim. Hann mátti ekki vera að spjalla við okkur lengur því nú kom einhver vin- ur hans og þeir heilsuðust innilega. Við héldum upp úr kjallaranum og í anddyrið hjá fatageymslunni. Við mættum tveimur sem voru á niðurleið og annar sagðist hafa heyrt að það vantaði marga í kjallarann. Við gáfum okkur á tal við Árna Þorbjörnsson lög- regluþjón. — Þeir sjmgja vel núna. — Já, það liggur vel á þeim. Þetta er þeirra siður. — Þeir eru lítið með ólæti hér þó margmennt sé. — Já það er sjaldgæft að illindi séu hér á böllum og aldrei á sæluviku. Þá koma menn til að skemmta sér. Þeir eru aldir upp við þetta frá blautu barnsbeini. Það eru helzt aðkomumenn sem eiga til að lyfta hendi. — Er þetta þannig um böll hér yfir- leitt? — Já það er einstaka sinnum að menn takast eitthvað á svo alvara liggi þar á bak við. Við þekkjum þá úr sem eiga það til. Menn grínast oft en það er ekki í illu. Það var gaman að líta yfir dansgólf- ið og sjá allan þann fjölda sem þar dans- aði. Og það var einkenni hve vel lá á mönnum. Við fórum að hugleiða hve það væri furðulegt að svona margir gætu verið saman undir einu þaki, án þess að ekki hlypi heitt í suma. Senni- lega er þetta Sæluvikuandrúmsloftið sem gerir þetta. Menn sögðu að nú væri Sælan og þá ættu allir að vera kátir og hreifir. Aðkomumennirnir þekktust úr. Ekki vegna þess þeir væru ekki kátir. Þeir voru einhvern veginn öðru- vísi kátir. Við heyrðum á tal tveggja manna sem sögðu að ofmikið væri af aðkomu- mönnum, og það vantaði marga góða í Kjallarann. En þeir töldu þetta eitt mesta fjölmenni, sem þeir hefðu séð í einni Sælu. Þeir hættu dansinum um fjögurleyt- ið og Sigurður lét þá alla syngja ísland ögrum skorið. Það var tekið undir af miklum þrótti og menn sungu það af innileik. Svo fóru þeir að tínast úr saln- um og niður í anddyrið. Við gáfum okkur á tal við Hauk hljómsveitar- stjóra meðan þeir í hljómsveitinni voru að pakka niður hljóðfærunum. — Er langt síðan þú stofnaðir þessa hljómsveit? — Nei, það er ekki nema rúmt ár. — Þetta er bara aukastarf hjá ykk- ur, er það ekki? — Jú ,allir eru í öðrum störfum, iðn- aðarmenn og sjómenn. — Er ekki erfitt að halda svona út kvöld eftir kvöld þar sem þú ert nú í leiknum líka? — Jú, það er bara skapið sem heldur manni við þetta svona lengi. Það dug- ar ekki að gefast upp. Svo hvílir maður sig eftir Sæluna. — Menn syngja almennt með hljóm- sveitinni. Er það algengt á böllum hér? — Já þeir syngja mikið með manni. — Er langt síðan þú fórst að spila? — Já, það eru mörg ár, og þetta hefur aldrei verið annað en aukastarf. Mað- ur hefur verið á sjónum og í ýmsum störfum. Þeir voru ennþá að syngja í Kjallar- anum, en nú voru forsöngvararnir farn- ir og tvö lög í gangi. Hópurinn var far- inn að þynnast. Þegar við gengum út var farið að birta af nýjum degi. Það hafði hemað á pollum og Tindastóll var tignarlegur í morgunhúminu, þeir mundu halda áfram á morgun og svo kæmi mánudagur og þá væri Sælan úti. Það mundi verða hljóður bær sem heilsaði þeim mánudagi. PIIAEDRA Framh. af bls. 25. ekki lengur. Barnið var mér uppspretta mikillar gleði, meðan það var ungt. Mér þótti nú vænst um hann, þegar hann svaf. Þá gat ég horft á hann tím- unum saman, dreymandi yfir vöggu hans. Við höfðum lokið við kvöldverðinn og vorum að drekka seinni kaffibollann, þegar mér varð ljóst, að ég hafði breytt þveröfugt við það, ,sem ég ætlaði mér. Ég afsakaði það við hann, að ég hefði einokað samræðurnar,og með þessari af- sökunarbeiðni kom ég á jafnrétti á milli okkar. Ég leit á hið alvarlega andlit hans og brosti eins blítt og ég gat. En óttinn bjó í mér enn. Þessi ungi maður dró mig svo sterklega að sér og tókst alltaf að afvopna mig. ,,Nú getum við talað alvarlega,“ sagði ég, um leið og þjónninn fór með koní- akið. „Þú ert fangi minn, ég fer með þig til Parísar.“ Þetta var rétti tónninn, fannst mér, valdsmannlegur og þó vingjarnlegur. „Faðir þinn vill tala við þig um fram- tíðina.“ „Já, mamma." Augu hans voru glettn- isleg. „Ég hata að gefa ráðleggingar. Ég vil að þú vitir, að ég trúi á þig og trúi að ákvörðun þín verði sú rétta. Ég er ekki móðir þín. Ég „Þú ert stjúpmóðir mín,“ sagði hann og benti ásakandi fingri á mig. „Eins Ijót og gölluð eins og stjúpmóðir í álfa- 32 F%_KINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.